Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 41

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 41
gætir svo um munar í því sem hefur verið haft eftir honum og þótt hefur hvað merkilegast af hans huglægu visku heimin- um til handa, að sögn vísra manna. KÆRLEIKSRÍKT, AUÐMJÚKT OG TRÚAÐ FÓLK Sókrates var sem sagt ekki bara rökrænn hugsuður held- ur ekkert síður það sem stundum er kallað innsæis- hugsuður. Það fyrirbæri átti rætur sínar og líf í mjög full- kominni dulheyrn hans meiri- part ævinnar. Hann var kær- leiksríkur, auðmjúkur og vitur og þannig andleg uppspretta huglægrar visku öðrum til blessunnar. Annað dæmi um óvenju- lega og magnaða dulheyrn voru til dæmis dulrænar upp- lifanir Jóhönnu af Örk. Hún var ung, óupplýst frönsk stúlka, óvenjulega trúuð, lítillát, dul- ræn og kærleiksrík. Hún átti meðal annars þátt í því að breyta landamærum Evrópu. Hún fékk vegna undraverðrar dulheyrnar þannig upplýsing- ar um gang mála í þágu frönsku þjóðarinnar að þær breyttu gangi mála á örðug- leika- og stríðstímum, þjóðinni til framdráttar. Jóhanna var síðar brennd á báli að ósekju og dó því píslardauða. FRAMSÝN OG FORSPÁ Ella telur sig heyra á þennan sérstaka máta og virðist hafa þennan hæfileika, þó öðruvísi sé en þeirra einstaklinga sem áður sagði frá. Engu að síður er um sama dulræna fyrirbær- iö að ræöa, sem útfærist ein- ungis misjafnlega eftir atvikum. Hún viröist vegna þessa veröa framsýn og forspá og fær upp- lýsingar eftir þessum leiðum um óorðna atburði, aðstæður eða atvik og annað merkilegt og jákvætt. Hún fær jafnframt leiðsögn fyrir sig og aðra. HVERSDAGSLEG TÁKNTUNGUNNAR Ef þessum dulheyrnum Ellu fylgir vissa um að þessar skynjanir séu raunverulegur veruleiki eru þær eins og aðr- ar dulrænar skynjanir miklu fullkomnari en þær skynjanir sem rekja má til þeirrar hefð- bundnu reynslu sem tengist öllu venjulegu hversdagslífi. Þar með eru þær djúpstæðari og eðlilega meira samfær- andi. Það er í raun og veru erfitt fyrir þá sem dulheyrn hafa eða upplifa önnur sálræn fyrirbæri að standa í miklum rökrænum útskýringum á þeim vegna þess að þessar skynjanir - þar sem þær ná að rísa hæst - eru eins og gengur nánast ósegjanlegar með hversdagslegum táknum tungunnar. DULHEYRN SJALD- GÆFARI EN SKYGGNI- GÁFA Þar sem ekkert virðist benda til að þessi nýja reynsla bein- linis fjötri Ellu - þó hún finni sig dálítið óörugga - er ekki rétt að gera neitt til að hefta hana enda aldeilis óvíst að það sé hægt því um er að ræða yfirnáttúrlega reynslu en ekki einhvers konar geðflækju þar sem lyf myndu leysa að mestu vanda þess sem radd- irnar upplifir. Sagt er að dul- heyrn sé, ef eitthvað er, mun sjaldgæfari en skyggnigáfan og alls ekki algengt að þannig fyrirbæri gerist hjá fólki. Reynsla Ellu er því óvenjuleg. EIN RÖDD EÐA FLEIRI Ellu finnst hún heyra eina af- gerandi rödd og sér ekki eig- anda raddarinnar en finnur þaö greinilega fyrir honum að hún telur sig geta upplýst ná- kvæmlega um kyn hans og nokkurn veginn aldur. Þetta er líka mjög áberandi hjá þeim sem hafa dulheyrn - þeir eins og skynja viðkomandi en virð- ast síður sjá hann. Hvernig þeir sem dulheyrn hafa upp- lifa hana er mjög misjafnt. Sumir heyra margar ólíkar raddir og geta alls ekki kyn- greint raddirnar. Aðrir heyra mjög óljóst eina ákveðna rödd og geta eignað hana einhverj- um ákveönum. Sumir heyra þessa rödd eins og úr fjarska. Hjá einstaka hljómar röddin i miðju höfði viðkomandi, eyr- unum algjörlega óviðkomandi. Til eru ennþá fleiri útgáfur af því hvernig dulheyrnum fólks er háttað. LOFTSLAGSMUNUR OG JÁKVÆTT HUGARFAR Dulheyrn viröist vera misjafn- lega algeng eftir löndum og sumir halda því jafnvel fram að ef heitt sé í landinu sé einmitt þetta dularform skynj- unar algengara en þar sem loftslag er kaldara. Hvaö hæft er f þessum tilgátum skal ósagt látið. Eðlilegt er að hvetja Ellu til þess að rækta á jákvæðan hátt hugarfar sitt og hvers- dagslífið af kostgæfni. Það er mikilvægt að huga að farvegi þessarar skynjunar en ekki að eyða of miklum tíma í aö velta sér upp úr skynjuninni sem slíkri, þó það sé freistandi. þannig gáfum meðal lands- manna yfirleitt og óvíst að slíkt standi opið. JARDBUNDINN ÁSTVINUR OG MÖGU- LEGUR TILGANGUR Gamla konan er bersýnilega jákvæður, jarðbundinn hugur sem gæti verið ástvinur Ellu ef betur væri að gáð. Það er I sjálfu sér ekkert óeðlilegt við að látnir ástvinir hlúi að okkur lifendum með þessum hug- læga hætti, ef þannig vill til. Allt óhóf eða óhemjugangur í þessum efnum sem öðrum og ögn jarðbundnari er náttúr- lega ekki æskilegur. Við verð- um að trúa því að á bak við þessar upplifanir sé einhver ríkur tilgangur þó óljós sé og kannski lítt skiljanlegur í augnablikinu. Vissulega er Ella ekki móðursjúk, þó fyrir- bærið sem hún er að upplifa sé framandi fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér í hverju dular- gáfur liggja. Þaö er ekki nema á færi fróðra manna að gera einhverja raunhæfa úttekt á LEYNDARDÓMSFULLAR OG ÓÚTREIKNAN- LEGAR Það sem Ella segir mér frá og hefur upplifað á síðustu tveim árum er áhugavert og dulrænt og á sér samsvörun í mann- kynssögunni. Ella hefur greinilega meðfæddar dular- gáfur. Þessar gáfur eru óút- reiknanlegar og leyndardóms- fullar. Eða eins og unga kon- an, sem varð iðulega vör við gestagang hinum megin frá, sagði: „Elskurnar mínar, í dag er ég ekki hrædd þó ég bæöi sjái og heyri í látnum enda veit ég aö þeir munu aldrei geta gert mér neitt. Ég legg mig fram viö aö hugsa af kærleika til þeira sem lifa hér og hinum meg- in og treysti því að Guð verndi mig fyrir öllu illu.“ Meö vinsemd, Jóna Rúna 17.TBL. 1993 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.