Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 48

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 48
.. STÖÐUGUR HOFUÐVERKUR Höfuðverkur getur verið af ýmsu tagi og átt sér ýmsar ástæður, allt frá miklu álagi til vandamála í kynlífinu. Þó að höfuðverkur sé oftast hættulaus getur hann verið viðvörunarmerki frá líkamanum, vísbending um að eitthvað sé á seyði sem vert er að athuga. Til dæmis getur skyndilegur, sár verkur bent til slagæöavíkk- unar, alvarlegs skaða eftir slys eða jafnvel heilaæxlis. Meinlausari vandamál eins og taugaspenna eða þrálát ennisholubólga geta valdið stöðugum, daufum höfuðverki og þessi mein þarfnast líka meðferðar. Það er erfitt að átta sig á því hvenær höfuö- verkur er alvarlegur og hvenær ekki. SPENNUHÖFUDVERKUR Algengastur er höfuðverkur sem stafar af spennuálagi og þess háttar höfuðverkur er sjaldnast beinlínis hættulegur. Hann kemur til af því að vöðvarnir í höföinu spennast upp og þá verkjar í þá. Þetta er oftast viðbragð viö andlegu eða líkamlegu álagi. Þegar vöövarnir spennast þrýsta þeir oft á taugaendana í öllu höfuðleðrinu og það orsakar veikan verk sem leggst yfir allt höfuðið eins og of þröngur hattur. Af einhverjum óþekkt- um ástæðum hafa konur frek- ar tilhneigingu til aö fá þess háttar höfuðverk en karlmenn. Spennuhöfuðverkur getur orsakast af ákveðnum grein- um íþróttaiðkunar. Sumar hreyfingar eins og til dæmis í bringusundi eða hjólreiðum valda miklu álagi á háls- vöðvana. Á sama hátt getur fólk fengið krampa eða verki í vöðva af því að sitja lengi í sömu stellingu eða skoröa símtól milli eyra og axlar og þá fá margir höfuðverk. Loks má nefna að bæöi of mikill og of lítill svefn getur valdið álagi og stirðum vöðvum. Ef þú finnur aðeins endrum og eins fyrir þess háttar höf- uðverk er yfirleitt nóg að taka venjulegar verkjatöflur sem fást án lyfseöils. Ef spennu- höfuðverkur er þrálátur - það er aö segja ef hann gerir vart við sig oftar en tvisvar í viku - þarf líklega sterkari lyf og jafn- vel vöðvaslakandi lyf, auk þess sem mælt er með breyttu mataræði og slök- unaræfingum. Þessi verkjalyf, hvort sem þau eru keypt út á lyfseðil eða ekki, eru meinlaus meðan neyslu þeirra er stillt í hóf en séu þau notuð í of miklum mæli kann að eiga sér stað bakslag. Margir læknar hafa bent á að ofneysla lyfja hafi bein áhrif á innbyggða sárs- aukavörn líkamans. Þetta lýsir sér í því aö þegar áhrif lyfsins hverfa kemur sársaukinn aftur en nú verri en fyrr. Auk þessa geta mörg algeng verkjalyf valdið magakveisu og hafa slæm áhrif á magasár. Vöðvaslakandi lyf valda oft sljóleika og syfju. Nú hafa læknar í Kaliforníu hannað nýja aöferð til að stilla höfuðverk, svokallaðan „klakakodda". Þetta er skeifu- laga púði sem er fylltur af frystu hlaupi og þegar hann er settur um hálsinn hefur frosið efnið þau áhrif að æðar dragast saman og vöðvar slakna. Sjötíu og átta af hundraði þeirra sem koddinn var prófaöur á sögðu að sárs- aukinn hefði minnkað stór- lega. Þetta virðist því árang- ursrík aðferð við aö lina spennuhöfuðverk. MÍGRENI Mígreni lýsir sér þannig að annar helmingurinn af höfðinu er undirlagður af taktföstum sársauka. Oft er talað um æðahöfuðverk í þessu sam- bandi þar sem sársaukinn stafar af því að æöarnar í höfðinu, heilanum, andlitinu og hálsinum víkka út og drag- ast saman á vfxl. („klassísku“ mígrenikasti geta sjóntruflanir og ógleði verið undanfari verkjarins en „venjulegu" mígrenikasti fylgir ekkert slíkt. Algeng gerö sjóntruflana er einhvers konar „ára“ af blikk- andi og björtum Ijósum. Mígreniköst geta staðið allt frá nokkrum tímum upp í nokkra daga og þau valda miklum ó- þægindum og skertri starfs- getu. Rannsóknir sýna að ef báð- ir foreldrar hafa þjáðst af mígreni eru 75 prósent líkur á því að afkvæmi þeirra geri það líka en þessi tala lækkar niður í 50 prósent ef aöeins er um annað foreldranna að ræða og líkt og spennuhöfuð- verkurinn leggst mígreni eink- um á konur. Að mati lækna er ástæöa mígrenis einkum óstöðugleiki í mikilvægum efnatengjum heilans, til dæmis serotonin en það sér um að flytja upp- lýsingar milli fruma miötauga- kerfisins. Þegar styrkleiki þessara efna er sveiflukennd- ur getur það komið af stað keðjuverkun. Æðarnar, sem flytja blóð til heilans, dragast saman (þetta minnkar blóð- flæðið til heilans og getur valdið sjóntruflunum) og nokkru síðar fara æöarnar í andlitinu, höfðinu og hálsinum að þenjast út. Þetta veldur þeim taktfasta sársauka sem mígrenisjúklingar kannast svo vel við. Hvaö er það sem kemur keðjuverkuninni af stað? Það getur verið bæði eitt og ann- að. Sumar fæðutegundir eins og gamall ostur, rauðvín og súkkulaði virðast spila þarna inn í þó að læknar séu alls ekki vissir um á hvern hátt það gerist. Hormónasveiflur eiga lík- lega mikinn hlut að máli. Ýms- ar rannsóknir hafa sýnt fram á að konum er hættara við að fá mfgreni í kringum blæðingar, þegar magn ýmissa hormóna á borð við prógesterón snar- minnkar. Hins vegar hafa fæstar konur áhyggjur af mfgreni á meðgöngutíma þegar prógesterónmagn er f hámarki og oftast hverfur mígreni hjá konum eftir tíða- hvörf. Til eru ýmsar aðferðir til að bregðast við mígreni, allt frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.