Vikan


Vikan - 26.08.1993, Page 59

Vikan - 26.08.1993, Page 59
MOSKÍTÓFLUGURNAR OG MAURARNIR ÓÞOLANDI Þegar kvölda tók slógum við upp náttstað á fyrsta þurrlendi sem við fundum og var þá ekki laust við að mér fyndist ég kominn til Afríku, nánar til- tekið í frumskóga Zaire því rakinn, hitinn og skordýra- mergðin um sólsetur var allt nær óþolandi. Sérstaklega var erfitt að þola bit moskítóflugn- anna og mauranna en sökum þess að maður lá og svitnaði alla nóttina voru skordýrin enn aðgangsharðari en ella. Ég svaf því lítið sem ekkert þessa fyrstu nótt en af feng- inni reynslu vissi ég að þetta vendist að nokkrum nóttum liðnum. Stundum á kvöldin og næturnar mátti sjá f fjarska miklar og margbrotnar elding- ar og fast á eftir fylgdu fjar- lægar þrumur. Eftir tveggja daga svipaða siglingu var stefnan tekin af ánni Napo lengra inn í regn- skóginn til að komast á vatns- meiri slóðir. Loksins þegar við sluppum af grynningunum voru það risavaxnir trjábolir, fljótandi í vatninu, sem töfðu för okkar. Varð þá oftast úr að við fórum allir nema einn siglandi á eintrjáningunum til að létta á flekanum og síðan var látið vaða á fullri ferð á trjábolina í von um að flekinn flyti yfir með tilheyrandi braki Viö rætur Tumbes-eyöimerk- urinnar í Perú. Henni svipar mjög til Sahara í Afríku enda rignir aldrei þarna. Einstaka árdalir, sem liggja frá Andes- fjöllunum, rjúfa þó eyöimörk- ina. og brambolti. Skemmst er frá því að segja að Adonis hafði ætlað okkur að ná að vatni einu sem kennt er við ránfiskategundina piranhas innan fjögurra daga en þetta var búið að taka okk- ur tæpa viku. Svo kom það fyrir sem maður var hálfpart- inn farinn að búast við - flek- inn okkar fíni þoldi ekki lengur Þær ger- ast ekki tignarlegri og heldur ekki hættulegri enda er þetta kóngurinn í fjölskyld- unni, cobra. 17.TBL. 1993 VIKAN 59

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.