Vikan


Vikan - 26.08.1993, Side 60

Vikan - 26.08.1993, Side 60
 árekstrana við trábolina og fór að leka allhressilega. Okkur tókst að bjarga því sem bjarg- að varð og komum því sem hægt var fyrir í eintrjáningun- um tveimur. Á áttunda degi náðum við loks á áfangastað og ákváðum að dvelja þarna í litlu þorpi um óákveðinn tíma. GLÓANDI PUNKTAR í MYRKRINU Þorpið stendur við Piranhas- vatnið og þar búa indíánar af ættbálki sem kallar sig Alama. Bæði er þetta geysilega fal- legur staður og mjög fróðlegt Jafnvel í útjaöri Amason ætl- ar gróðurinn allt aö gleypa. Heimili Adonis er reist á stoöum að kynnast lífi innfæddra. Einnig fórum við í könnunar- ferðir á eintrjáningunum inn í forsögulegan regnskóginn. Við könnuðum þarna enda- lausar vatnaleiðir og þverár sem lágu til landnáms - svo sem Coca og Misahualli. Þar var meðal annars stórkostlegt dýralíf en aðallega voru það apar sem mest fór fyrir og ó- trúlegur fjöldi fuglategunda. Eina slíka ferð fórum við að næturlagi í leit að kavman sem svipar mjög til krókódíla en þá er einungis hægt að finna að næturlagi þegar þeir leita sór ætis. Þá er auðveld- ast að koma auga á þessar skepnur því stór augun glóa í myrkri. Við höfðum heppnina Geysilegir hitar ríkja í regn- skógum Amason. Þvf var freistandi aö leggjast í bleyti af og til þótt félagi Adonis væri lítt hrifinn af slíkri glæfrakælingu þar sem vötn- in í regnskóginum geyma hinar ótrúlegustu hættur. með okkur og sáum eina þrjá fullvaxna kavman. Það var síðan stórkostlegt þegar við lögðumst * að landi þessa sömu nótt að sjá alla glóormana og flugurnar. Það er hreint ólýsanleg sjón að vera í kolniðamyrkri og hafa glóandi punkta á hreyfingu allt í kringum sig. Að nokkrum dögum liðnum var ég búinn að átta mig á næsta umhverfi Piranhas- vatnsins og þá fannst mér gott að fara einn á einhverjum af styttri eintrjáningum þorps- búa inn í regnskóginn og upp- lifa náttúruna og dýralíf henn- ar. Kom þá fyrir oftar en ekki að ég hreinlega týndi tíma og sjálfum mér í stórkostlegri náttúrusköpun Amason - þar Indíánasnáði á leiö til báts - í sínu eölilega umhverfi. sem regnskógurinn er frum- stæður og harður þrátt fyrir innblásna fegurð í flóknu og margbrotnu jafnvægi hans. TIGNARLEGAR TARANTÚLUR Úr því að dýralíf ber á góma verð ég að minnast á nokkra heimilisgesti í trjákofanum sem við sváfum í meðan á dvölinni í þorpi þessu stóð. Fyrst er að nefna þrjár eldsnöggar og tignarlegar kvenkyns tarantúlur sem allar voru rúmlega handarstórar og áttu sitt hreiðrið hver. Einnig voru þarna ýmsar aðrar lítrík- ar kóngulóartegundir sem gaman var að fylgjast með. Kvöld eitt, er ég var að leggj-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.