Vikan


Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 7

Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 7
/ Arið sem fer í hönd er ár rannsókna, raun- sæis, spennu og vinnu. Ýmsu verður ýtt úr vör árið 1995 sem kemur þjóðfé- laginu til góða á næstu árum og tekið verður á mörgu sem hingað til hefur farið lágt eða leynt. 1995 er dæmigert fyrir næstu þrjú ár á eftir og fyrsti kaflinn í lengri baráttu fyrir bættum lífskjörum á einu harðbýlasta landi veraldar. Völva Vikunnar er fullorðin kona sem sér og finnur á sér ýmsa óorðna atburði. Hún segir sjálf að hún hafi góða hjálp að handan og lifi því góða lífi sem hún lifir með þessari hjálp þótt ekki sé um neitt trúarofstæki að ræða. Hún hittir sendimenn Vik- unnar í rökkvuðu herbergi og býður þeim til sætis. Við tökum okkur sæti og, eins og íslendinga er vandi, spyrjum fyrst um veðrið veturinn '95. • Tveir hressilegir óveðurs- kaflar eiga eftir að dynja yfir með einhverju millibili veturinn ’95. Veður verða válynd um miðjan janúar og í febrúar. í veðurofsan- um í síðara skiptið hlýst af nokkurt tjón sunnanlands. • Mannskæð sjóslys verða við Vestfirði í upphafi árs- ins vegna veðurofsa. • Tvö snjóflóð falla fyrir vor- ið en ekki er víst að um mannskaða verði að ræða. • Jarðskjálftakippir finnast fyrir austan fjall og á Norð- urlandi á árinu. Mannslíf verða aldrei í hættu vegna jarðskjálftanna þótt sumir þeirra verði snarpir og veki ugg- • Stórhýsi brennur til grunna á næsta ári. Nærliggjandi hús verða í hættu þegar eldur blossar út um glugga en völvan getur ekki séð mannskaða í þessum bruna. • Spenna verður á vinnu- markaði fyrri hluta árs og einhverra verkfalla er að vænta. „Mér virðist sem að nokkru leyti sé hér um „pólitísk" verkföll að ræða,“ segir völvan. „Þótt því sé hótað að lánskjara- vísitalan hækki um leið og kaupið, þá er ég örugg um að til verkfalls kemur og það verður i stærri kantin- um. Mér sýnist að annað verkfall innan heilbrigðis- geirans veki mikla úlfúð.“ • Kosningabaráttan verður mjög hörð og væringa er að vænta á því sviði strax uppúr áramótum. Öllum brögðum verður beitt en fólkið í landinu sér í gegn- um mörg þeirra. Kosn- ingaþátttaka verður góð, fólk mætir á kjörstað vegna þess að því þykir breytinga þörf. MIKLAR BREYTINGAR Gífurlegt rót verður í kring- um kosningarnar og mikil hitamál, sum þeirra óþverra- leg. Mjög mikilla breytinga er að vænta á stjórnmálasvið- inu eftir kosningarnar. „Það þarf ekki að spyrja að því hvort núverandi ríkisstjórn haldi velli - svarið er afdrátt- arlaust nei! Fólk vill breyt- ingu, þarf breytingu og fram- kvæmir breytingu," segir völvan. Ein eða jafnvel tvær konur verða í ráðherrastólum og kjósendur verða ánægðir með þeirra störf. „Kannski verður næsta stjórn fyrir fólk- ið; ekki bara fyrir þá háu heldur líka þá lágu. Það er orðin allt of mikil stéttaskipt- Jóhanna fær keppinaut um samstarfsaðila þegar hún eigir möguleika á stjórnarmynd- un segir Völvan. ing á íslandi og það þarf að breytast. Þó veit ég að það á eftir að draga úr þessari stéttaskiptingu.“ Reynt verður að koma með önnur sjálfstæð fram- boð en Þjóðvaka, sem fá lít- inn hljómgrunn. Ungur mað- ur kemur mjög sterkt inn hjá einum flokkanna og áber- andi verður hve mörg ný andlit sjást á framboðslistun- um. Tveir nýir aðilar geysast inn á Alþingi eftir kosningar og eiga eftir að láta mikið að sér kveða og afla sér álits kjósenda. Mesti þrótturinn er 12. TBL. 1994 VIKAN 7 VOLVUSPAIN 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.