Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 43
sagan Timeline birtist lárétt
á skjánum og hefst 500 þús-
und árum fyrir Krist eöa við
upphaf mannkyns. Viö hvern
merkisatburð sögunnar
býöst notanda aö kafa dýpra
meö því aö fara í næsta lag
fyrir neðan.
Alls eru níu greinaflokkar
á Encartadisknum. í Atlas-
flokknum má kalla fram nær-
myndir af borgarkortum og
þegar ísland er kallað fram
sjást auk texta litljósmyndir
af íslenskum búningi, fánan-
um, yfirlitsmynd af Reykja-
vík, landslagsmyndir og kop-
arstunga af Eiríki rauöa.
Greininni um Leonardo da
Vinci fylgir langt æviágrip um
ævi hans og störf, m. a. um
árin í Flórens, og á skjánum
birtast helstu málverk hans I
lit, á við Síðustu kvöldmáltíð-
ina og Mónu Lísu. Næst má
kalla fram lista um skyld efni
og til þess aö skilgeina enn
betur eða breyta áhugasviö-
inu, má fara í flokkaskyggni.
Auðvelt er að hopþa á milli
kafla til þess að gera rann-
sóknir og kannanir áhrifarík-
ari.
Áfram er aifræðibókinni
flett í stafrófsröð og sífellt
birtist ný grein sem vekur
athygli og aðdáun. Ýmsar
leiðir eru færðar inn í upp-
lýsingar disksins en ég trúi
að það fari fyrir mörgum
eins og mér að á meðan eitt
atriði er leitað uppi, rekur
annað jafn spennandi á
fjörur manns. Eftir könnun-
arferðina má prófa nýf-
undna vitneskju með Mind-
maze leiknum. Verð
Encarta er 10.200 krónur
hjá EJS, eða 38 aurar á
greinl
Það gerir diskinn ekki
síður verðmætan að hægt
er að afrita mestallan
Encarta-texta og myndir yfir
í hvaða ritvinnsluforrit sem
er. Menntaskólaneminn,
sem er að skila listasögur-
itgerð um endurreisnartíma-
bilið, getur þannig sent rit-
gerðina inn með litþrentuð-
um myndum af þeim
málverkum sem hann velur
frá tímabilinu.
Gutenberg-tímabilið er í
andarslitrunum og hefur af-
salað sér völdum til kyn-
slóðar Bill Gates, stofnanda
og aðaleiganda Microsoft.
Hvaða afstöðu hefur hann
til velgengni fyrirtækisins?
„Nú er ég að einbeita mér
að framtíðinni," er svarið. □
meiriháttar gott!
yVyvARUD
!UD
12. TBL. 1994 VIKAN 43