Vikan


Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 61

Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 61
Við fluttum síðan út til New Jersey. Ég eignaðist dreng 20. mars 1994 og það var skemmtileg reynsla, meðal annars vegna þess að ég átti hann í vatni sem hafði mjög góð áhrif á mig. Ég var búin að þrófa að vera f sturtu og láta fara vel um mig uppi í rúmi en það var ótrúlegt hvað það hafði ró- andi áhrif á mig að vera í heitapottinum. Skömmu síð- ar komu í fréttaþætti úti myndir af þessum sama potti og spítalanum sem ég var á og þar var verið að fjalla um vatnsfæðingu." SELUR MIKIÐ Í BANDARÍKJUNUM „Ég hef verið að þróa þessar hugmyndir mínar að skartgripunum og það, sem nú er mest áberandi, eru festar þar sem ég vef stein- ana með silfurvír. Ég var áð- ur með annars konar vír og leður vafið yfir hann en síðar fór ég að hugsa hvort ekki væri eins sniðugt að leyfa vírnum að njóta sín og hafa hann þá úr silfri. Ég hef keypt flesta stein- ana hér heima en þá sem ég fæ ekki hér kaupi ég úti í Bandaríkjunum og eru það aðallega steingervingar sem eru nokkuð einkennandi fyrir minn stíl þar sem þeir eru frekar grófir. Einnig kemur fyrir að fólk á steina sem því langar til að láta búa til festi úr. Það er ótrúlegt hvernig maður fær hugmyndir og það er oft eins og einhver hvísli þeim að manni. Kann- ski hef óg verið að fást við þetta í fyrra lífi. Hver veit?“ Er ekki efnið dýrt í grip- ina? „Jú, það er mjög dýrt þar sem mikið af silfri fer í hvern hlut og mun meira en flestir halda því það fer ekki mikið fyrir vírnum þegar búið er að beygja hann allan saman. Ég hef prófað að nota gull en það er mjög dýrt og það sem verra er er að maður þarf að kaupa mikið í einu. Steinarnir eru einnig nokkuð dýrir en þó er það misjafnt. Ég legg mikið upp úr því að hlutirnir mínir séu á sann- gjörnu verði þannig að allir séu ánægðir." Hvar eru skartgripirnir þín- ir til sölu? „Ég byrjaði að selja þá í tveimur galleríum í New Jer- sey síðan í hverri búðinni á fætur annarri. Ég hef tekið þátt í listsýn- ingum sem einnig eru sölu- sýningar þar sem mjög færir listamenn sýna og selja verk sín sem eru af ýmsum toga. Það er því mikilvægt fyrir mig að myndir af skartgrip- unum og annar umbúnaður sé vandaður. Maður sendir myndir af gripunum til þeirra aðila sem sjá um sýningarn- ar og þær þurfa því að vera góðar. Mér finnst mikill heið- ur og viðurkenning að hafa fengið að sýna hlutina mína á þessum sýningum og einnig að góðar verslanir hafi þá til sölu. Skartgripirnir mínir eru eingöngu til sölu hérá landi, í versluninni List- gallerí í Listhúsinu í Laugar- dal. Við höfum nú flutt til Boulder í Colorado og stunda óg förðun á hár- greiðslustofu um helgar. Mig langar til að læra gull- smíði og fara kannski út á aðr- ar brautir en ég er á nú en það verður framtíðin að leiða í ljós,“ segir Elísabet að lokum. □ I raun er hamingjan fólgin í því að fá að lifa, horfast í augu við lífið og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Erfitt getur reynst að höndla hamingjuna. Hún leynist hvorki í auði né völdum heldur er uppsprettu hannar að finna í hreinni sál. Leyndardómurinn að undirstöðu hennar er fólginn í sálarró og því að vera sáttur við lífið, tilveruna og sjálfan sig. UNDIRSTADA UFSHAMIN6JUNNAR X >• o > 70 > 70 „Hver er sinnar gæfu smið- ur,“ segir máltækið og eru það orð að sönnu. Hver og einn getur haft áhrif á örlög sín með breytni sinni og við- horfi til lífsins. Menn haga lífi sínu á misjafnan hátt. Allir hafa þó eitt sameiginlegt takmark og það er að finna hamingjuna. Hamingjan er ekki auð- fundin og eru margar leiðir farnar I leit að henni. Sumir telja að hamingjan sé fólgin f veraldlegum auði eða líkam- legri fegurð. í þeirra augum tákna peningar og fegurð völd, virðingu og öryggi. En öryggi þetta er ótryggt, völd- in lítils virði og virðingin ristir grunnt. Hamingjan verður ekki metin til fjár og fegurðin fölnar. Aðrir telja að ástin sé hin eina, sanna hamingja og draumar þeirra og vonir snú- ast um það eitt að svífa um í sæluvímu á rósrauðu skýi ástarinnar. Kærleikurinn er óneitanlega sterkt afl og gegnir mikilvægu hlutverki í lífinu. Fólk hungrar eftir ást og hún veitir því hamingju. En ástin getur einnig valdið sársauka. Ást í meinum eða óendurgoldin ást getur varla orðið uppspretta hamingu heldur aðeins haft sorg í för með sér. Tilfinningar hafa áhrif á hamingjuna. Fögrum tilfinn- ingum fylgir vellíðan og þær ætti að rækta. En tilfinningar eru flóknar og óútreiknanleg- ar eins og lífið sjálft. Ást get- ur breyst í hatur á svip- stundu og hatrinu fylgir ógæfa. Hatur eitrar hugann og ýtir fögrum hugsunum burt. Öfund, hatur og illgirni heltaka hjarta manns og valda einungis sársauka og óhamingju. Sorgin er einnig þungbær er hún drepur á dyr. Hún er eins og holskefla sem dregur okkur miskunn- arlaust niður í myrkviði sárs- aukans. Janfvel þó að sagt sé að tíminn lækni öll sár þá er það ekki svo í raun. Tím- anum má líkja við deyfilyf sem dregur úr sársaukanum þar til hann birtist skyndilega á ný og stingur rýtingi sínum í hjartastað. Hrein samviska er höfuð- skilyrði sannrar lífshamingju. Sá sem fremur illvirki getur aldrei verið hamingjusamur. Hamingjan sprettur aðeins upp úr hreinum og ómeng- uðum jarðvegi. Heiibrigði ræður einnig miklu um hamingju en hinir sjúku geta þó einnig fundið lífshamingjuna. Þeir geta betur gert sér grein fyrir mik- ilvægi hennar þegar þeir hugsanlega sigrast á erfið- leikum sínum og vonleysi. Hamingjan er samspil margra, ólíkra þátta. Heil- brigði, ást og velgengni leika aðalhlutverk á leiksviði lífs- ins en duga ekki ein og sér. Hamingjan er ekki sjálf- sögð en margir eru ham- ingjusamir þó að þeir geri sér ekki grein fyrir því. Þeir eru sífellt að leita að lyklin- um að öllum vandamálum heimsins og hinni eilífu gæfu. Menn ættu að hætta að einblína á hinar dökku hliðar lífsins en gleðjast yfir hinu smáa og sóa ekki orku í að leita að hamingjunni þegar hún liggur við fætur þeirra.D X ;H oo O 70 o' d 70 m —< co —I m Z oo O O' 70 N > 70 >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.