Vikan


Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 86

Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 86
SMASAGA Móna virtist ekki finna bit- urðina í rödd hennar. - „Hann hlýtur að koma þarna eftir augnablik,“ sagði hún. „Heyrðu, ég verð að hlaupa. Ég er með steik í ofninum og börnin eru í eld- húsinu. Þú veist hvernig það er, ekki satt?“ Nei, hugsaði Connie, það veit ég ekki. Því þegar dóttir mín var þriggja ára, var hún búin að missa föður sinn. Hún sagði upp- hátt: „Ég skil, Móna. Bless og gleðileg jól.“ „Hann er ekki búinn að gleyma því,“ sagði hún við Bitten. „Hann kemur örugg- lega rétt bráðum." Ég verð að fara núna, hugsaði hún. Ég verð að leysa af á vakt- inni. Ungan læknastúdent, sem ætlar heim að halda jól. . . „Ég bið Súsönnu að vera hjá þér þangað til faðir þinn kemur,“ sagði hún og fór í kápuna. Hún vonaði innilega að Súsanna hefði tíma. Það hafði hún að sjálf- sögðu ekki. „Connie, ég var búin að segja þér að við myndum vera með stærsta fjölskyldu- boð í manna minnum með fjórum öfum og ömmum og fjölda af föður- og móður- systkinum, og heilum her- skara systkinabarna, og mamma er inni í eldhúsi og gerir innrásina enn áhrifa- meiri. Þú hefur örugglega aldrei séð jafnmikinn mat f einu eldhúsi. Komdu rétt inn fyrir og þá færðu að sjá. . .“ „Ég hef ekki tíma til þess,“ sagði Connie óhamingju- söm. „En lyktin er dásamleg! Súsanna, það er aðeins um hálftíma að ræða - kannski ekki einu sinni svo langt. Ég var að tala við Mónu. Hún segir að Gústaf hafi farið að heiman fyrir tveimur tímum, svo hann getur komið á hverju augnabliki. Ég get ekki látið Bitten vera aleina. Hún er ekki nema fjögurra ára.“ „O.K.,“ sagði unglingurinn með semingi. „Hálftíma, en ekki eina mínútu lengur. Mamma,“ hrópaði hún inn í eldhús, „ég fer rétt aðeins niður til Connie og lít eftir Bitten í hálftíma, þangað til pabbi hennar kemur. Svo kem ég strax upp og hjálpa þér aftur.“ Upphaf mótmæla heyrð- ust innan frá íbúðinni, en Súsanna stöðvaði þau skjót- lega með því að skella hurð- inni. Bitten gladdist þegar hún sá Súsönnu. „Verður þú hjá mér þangað til pabbi kem- ur?“ spurði hún. „Já,“ sagði Súsanna, „ef hann flýtir sér.“ „Fyrirgefðu, hvað ég kem seint," sagði Connie móð og másandi við hvítklædda ver- una á stólnum við hliðina á rúminu. Veran rétti úr sér, sneri sér við og varð að Jesper. Skólafélaganum, eitt sinn fyrir löngu síðan. „Connie!" sagði hann for- viða. „Ég hélt að þú hefðir flogið út úr kerfinu fyrir mörg- um árum. Giftist þú ekki eða eitthvað þess háttar?" „Bara þess háttar,“ sagði hún og vonaði að biturðin væri ekki merkjanleg. „Gúst- af var afskaplega hrifinn af pappírslausum hjónabönd- um, þar til hann fékk vinnu sem aðstoðarlæknir á hvíld- arheimilinu og hitti Mónu. Hún er dóttir yfirlæknisins og nú er hún gift aðstoðarlækn- inum og móðir tvíburanna hans. Þetta er ævisaga mín í fáum dráttum. En hvað með þína? Ég hélt að þú hefðir lokið námi fyrir löngu. Þú varst í sama árgangi og Gústaf og ég. Þú hefur þó ekki tekið þér nokkurra ára hlé í náminu?" Hann hló, en augu hans, sem horfðu á hana, voru al- varleg. „Nei,“ sagði hann, „ég er útskrifaður læknir með minn eigin fallvalta atvinnurekstur í alveg nýju umhverfi. Ég tók þessa vakt í kvöld af því að sjúklingurinn er ömmubróðir minn og þau gátu ekki fengið neinn annan til að sitja hjá honum. Reyndar hafði ég reiknað með að sitja hérna allt aðfangadagskvöldið því ég gerði ekki ráð fyrir að það fengist neinn annar. En ég er mjög glaður yfir að þú skyldir koma. Ég lofaði nefnilega að líta inn til eins af sjúklingun- um mínum, yndislegrar gam- allar konu, sem býr alein með hundinum sínum í risa- stóru einbýlishúsi. Hún missti manninn sinn í sumar og á engin börn. Einmana- leikinn getur verið þung byrði, sérstaklega á jólum, þegar allir aðrir virðast hafa aðra til að vera með.“ „Já,“ sagði Connie. „En reyndu þá að koma þér af stað, maður. Ég skal örugg- lega líta vel eftir ömmubróð- ur þínum.“ Jesper leit á gamla mann- inn í rúminu. „Ég held að hann komist yfir blóðtapp- ann.“ „Ég skal örugglega taka púlsinn á hálftíma fresti. . .“ „Nú, jæja, gleðileg jól þá,“ sagði Jesper og hann leit út eins og honum sjálfum fynd- ist heimskulegt að segja þetta. Þær spiluðu lúdó, en augu Súsönnu voru ekki á tening- unum og kringlóttum plötun- um. Hún var allan tímann að gjóa augunum á armbands- úrið, því hálftíminn var löngu liðinn og móðir hennar gat alls ekki lokið þessu öllu ein. Gestirnir áttu að koma klukk- an sex. Eftir því sem henni heyrðist voru þeir flestir komnir. Það var reglulegur hávaði að ofan. Þau áttu að borða snemma, svo börnin gætu fengið gjafirnar sínar og Maríus frændi, sem reyndar var ömmubróðir hennar, átti að vera jóla- sveinn og koma klukkan sjö með allar gjafirnar í risastór- um sekk. Þrátt fyrir að Sús- anna væri orðin fullorðin - hún varð nú fimmtán ára í síðasta mánuði - hlakkaði hún óstjórnlega til. „Þú svindlar,“ sagði Bitten. „Þú fékkst bara fjóra, en færðir þig um fimm!" „Fyrircjefðu," sagði Sús- anna. „Eg taldi bara vitlaust." „Jæja,“ sagði Bitten sátt- fús. „Það kemur líka stund- um fyrir mig.“ Dyrabjöllunni var hringt. Bitten stökk á fætur með eft- irvæntingarblik í gráum aug- unum. „Núna er pabbi kom- inn!“ hrópaði hún. „Nú förum við upp í sveit og höldum jól með hinni mömmunni og litlu strákunum." En sú heppni, hugsaði Súsanna. Þá rétt kemst ég til að hjálpa mömmu með það allra síðasta, áður en hún fellur alveg saman. En það var ekki faðir Bitten. Þetta var litli bróðir Sú- sönnu. „Þú átt að koma strax upp!“ sagði hann. „Mamma er að verða búin að skera svínasteikina í sneiðar, og það eru komnir kekkir í sós- una og þú neyðist til að hella henni í gegnum sigti, og ef þú flýtir þér ekki, brennur rauðkálið við, segir mamrna." Súsanna vissi að þetta var nokkuð nákvæm lýsing á því, sem var að gerast uppi í eldhúsi þessa stundina. Hún sagði hjálparvana og svolítið ergileg við Bitten: „Ég verð að fara núna. En pabbi þinn kemur örugglega rótt bráð- um. Getur þú ekki alveg ver- ið ein á meðan? Þú ert orðin svo stór stúlka," bætti hún við, því reynslan hafði kennt henni að það er hægt að fá smákrakka til að gera næst- um hvað sem er ef maður telur þeim aðeins trú um að þeir séu svo stórir. „Jú,“ sagði Bitten örlftið hikandi. „Ég get haldið áfram með lúdóið og gert bara fyrir þig, er það ekki? Ég svindla ekki. Ég sver það.“ „Já,“ sagði Súsanna fegin. „Já, gerðu það.“ Og svo var hún farin. Það var óskaplegt annríki á slysavarðstofunni. Fólk hefur einstaka tilhneiginu til að verða fyrir óhöppum á aðfangadag og hin skyndi- legu veðrabrigði, sem höfðu gert vegina glerhála, bættu ekki ástandið. Ungi læknir- inn var svolítið ergilegur. Bíll- inn hans hafði siglt rólega út í skurð og fundið sér þar ör- uggan hvíldarstað. Hann hafði sjálfur fengið kúlu á ennið og tognað á ökkla. En þar sem í fyrstu hafði verið óttast að hann væri brotinn hafði hann orðið að láta taka röntgenmynd og það hafði tekið sinn tíma. Hreint ótrú- legan tíma, fannst honum. Það var engu líkara en allir íbúar bæjarins hefðu ákveð- ið að láta taka af sér rönt- genmynd og hann hefði orð- ið síðastur í röðinni. Ökklinn hafði sem sagt aðeins tognað og hann gat ekið heim núna. Klukkan var sjö og auðvitað varð hann að fara heim. Konan hans beið með matinn og börnin hans biðu eftir gjöfunum. Á öðrum stað var líka barn sem beið. En hann gat ekki náð í það. Bíllinn hans var ónýtur og hann var þreyttur og niðurdreginn eftir óhapp- ið. Hann varð að reyna að finna leigubílstjóra sem fengist til að aka mjög langa leið á reglulega hálum vegi. Það myndi ekki reynast auð- velt, en heim varð hann að fara. Heim til Mónu og drengjanna. Þegar hann væri kominn heim gæti hann hringt til Connie og útskýrt 86 VIKAN 12.TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.