Vikan


Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 18

Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 18
JOLAHALD Fréttaritarinn Kristinn í Madrid og dóttir hans Alda. Faöirinn saknar æskujólanna á íslandi. HLÝÐIR Á AFTANSÖNG í DÓMKRIKJUNNI UNDIR SPÆNSKUM HIMNI Þetta er allt mjög gamaldags. í kastalanum er sett upp heil- mikið jólatré sem er skreytt. Það eru vissar hefðir sem fylgja þessu. Ég fæ lista með nöfnum gestanna og ég kaupi jólagjafir fyrir alla. Og ég vanda mig sérstaklega með fjölskylduna. Ég reyni að að gefa það sem fólk þarf á að halda en það er erfitt vegna þess að þetta fólk á allt. Núna um jólin ætla ég að gefa húsbóndanum tuttugu og fjögur koníaksglös. Ég veit að þessi glös eiga öll eftir að fara í hundana en yfirleitt reyni ég að kaupa hluti sem eru praktískir og endast vel. Ég fæ líka gjafir og þá sér- staklega listaverkabækur og fallegar ferðabækur. Ég kem alltaf með fyrsta vínið, hvít- vínið, og bróðir húsmóðurinn- ar kemur með annað vín. Það er viss hefð í þessu hjá okkur. þetta er merkilegt að því leyti að maður kemur þegar maður vill og fer þegar maður vill. Það þarf ekkert endilega að kveðja.“ Erró gefur alltaf hluta af gjöfunum sem hann fær. „Ég veit hverjir þurfa á þeim að halda og ég á vini hérna heima sem eru meiri um sig en ég. Ég fékk til dæmis þessar fínu skyrtur fyrir tveim jólum síðan og núna á þær vinur minn einn sem er mikill laxveiðimaður og þær passa honum akkúrat." Vinahópurinn sækir ekki messu á jólunum heldur er spiluð sígild tóniist undir borðum eftir Hándel og fleiri. „Þetta eru miklir „music lo- vers“ og þau hlusta á sígilda kirkjutónlist. Það er kapella í kastalanum sem er notuð þegar einhver í fjölskyldunni giftir sig.“ Erró segist ekki geta hugs- að sér betri jól því þau séu fullkomin eins og þau eru. „Ég þarf ekki að sjá um neitt nema þessar gjafir og vínið. Ég er búinn að kaupa vín fyrir næstu sex ár því vín eru betri eftir því sem þau eru eldri.“ Hann hefur ekki i hyggju að halda upp á jólin á íslandi þar sem þetta er alls staðar eins. „Ég kem frekar til íslands þegar einhver á afmæli. Til dæmis kom ég þegar frænka mín varð níræð og þá hittist öll fjölskyldan. Það geta verið jól á hverjum degi og ég get nefnt ferðina til Tyrklands. Besta jólagjöfin er stundum ekki á jóladaginn.“ Tveir tugir ára eru liðnir síð- an Kristinn R. Ólafsson, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Madríd, lenti á flugvellinum í Barselónu til að læra spænska tungu og ganga í skóla lífsins. Hann skráði sig í útlendingadeild Barselónu- háskóla og dvaldi í tvö ár í borginni. Sumarið 1976 vitj- aði hann heimahaganna en útþráin blundaði undir niðri svo hann mætti galvaskur með bakpoka og stóra drauma á Barajasflugvelli í Madríd daginn fyrir gamlárs- dag árið 1977. Hann settist að í borginni á hásléttunni, þar sem kaldinn bítur kinnar kuldakreistna á svölum vetr- armorgnum, og þar hefur hann búið síðan og komið sér upp fjölskyldu; konu og dóttur. Fréttaritarinn segist ekki vera mjög kristinn maður en eigi að síður heldur hann heilög jólin hátíðleg í faðmi fjölskyldunnar. „Jólahald hérna á Spáni er að mörgu leyti frábrugðið því íslenska," segir Kristinn. „Hér er venjan að gefa gjafir á þrettándan- um því að þá er „Vitringa- dagurinn". Börnin setja skó í gluggann og glas með ein- hverri hressingu fyrir vitring- ana, til dæmis koníaki eða anís, og vatni handa úlföld- unum. Góðu börnin fá gjafir í skóinn en þau vondu fá æti- kol. Erlendir siðir hafa bland- ast þeim sþænsku og sumir Spánverjar gefa hluta gjaf- anna á jóladag og hinn hlut- ann á „Vitringadaginn" til að krakkarnir hafi eitthvað til að leika sér að í jólafríinu. íslendingar eru með heimsmet í öllu eins og jóla- gjöfum en hér á Spáni er líka mikið um auglýsingafargan og verslun í kringum þetta. Það er mikið lagt upp úr að börnin fái gjafir „frá“ vitring- unum en ekki Siggu og Svenna. Hinir fullorðnu skiptast þó á gjöfum og ég er búinn að innleiða íslenska siði því á aðfangadag skipt- umst við og tengdaforeldr- arnir á gjöfum. Á Spáni tíðk- ast að stilla upp gripahúsi sem í er Jesús, vitringarnir og húsdýrin og heima hjá mér setjum við upp svona hús auk þess að skreyta jólatré. Allt mengast öðrum siðum því áður fyrr voru Spánverjar ekki vanir því að vera með skreytt tré í stof- unni.“ Rjúpur og hangikjöt sjást ekki á hátíðarborðinu í Mad- rídarborg. Kristinn segir að dæmigerður hátíðarkvöld- verður sé stórar rækjur eða kolkrabbi í forrétt, lamba- eða nautakjöt í aðalrétt og ávextir, spænskt jólasælgæti og duftkökur í eftirrétt. Fjölskyldan sækir ekki messu á jólunum en á að- fangadagskvöld togar eigi að síður eitthvað í íslending- inn þvf að ef skilyrði eru góð sest hann grátfenginn með stuttbylgjutækið sitt út á svalir og hlustar á aftansöng í Dómkirkjunni. Heims um ból hljómar því á öldum Ijós- vakans alla leið suður til Spánar og það kemur ís- lendingnum Kristni í hátíðar- skap. Hann segir að það sé aldrei nógu jólalegt á Spáni og viðurkennir að heimþráin geri vart við sig og að hann sakni æskujólanna þarna suður frá. HANGIKJÖT Á JÓLADAG Einn þeirra íslendinga sem hafa flust búferlum vegna tónlistarinnar er sópransöng- konan Sólrún Bragadóttir. Hún hefur búið lengi úti, í tólf ár, og ekkert bendir til þess að hún muni flytja heim á næstunni. í fimm ár bjó hún í Bandaríkjunum þar sem hún var við nám og síðastliðin sjö ár hefur heimili hennar verið í Þýskalandi, nánar til- tekið í Hannover. „Heima er best en aðstæður eru oft þannig að ég kemst ekki til íslands á jólunum," segir Sólrún sem á milli jóla og nýárs mun vera við æfingar á óperunni „Marta" eftir Flot- ow. Þegar hún bjó í Banda- ríkjunum hafði hún ekki efni á að koma heim um hátíð- arnar og nokkrum sinnum hélt hún ásamt syni og fyrr- verandi eiginmanni upp á jólin að bandarískum sið. Sólrún er búin að gifta sig aftur og á tæplega ársgamla dóttur. Hvað jólaundirbúninginn varðar segist hún reyna að hafa allt sem viðkemur jólun- um að íslenskri fyrirmynd. Fyrir jólin hittast íslendingar búsettir í Hannover í jóla- glöggi og þeir fara einnig saman á jólamarkað þar sem eru litlir, skreyttir trékof- ar en í þeim er ýmislegt til sölu eins og jólaskraut og handavinna. „Hérna í Hannover er mik- ið stress í kringum jólin og í bænum er mikil umferð," segir Sólrún. „Þjóðverjar byrja snemma á jólunum og 1 8 VIKAN 12. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.