Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 60
HATIÐARMATUR
Skartgripir hennar líkj-
ast ekki mjög þeim
skartgripum sem við
eigum að venjast hér heima
og reyndar heldur ekki ann-
ars staðar. Þeir eru hennar
eigin hugarfóstur búnir til úr
náttúrulegum efnum eins og
íslenskum steinum, silfri,
leðri og fleiru og eru búnir til
undir heitinu „Elísabet Ás-
berg jewellery". Hún er á þrí-
tugsaldri og það er mjög létt
yfir henni og ekki fer framhjá
neinum að hún er trú því
sem hún er að gera.
Elísabet er borinn og
barnfæddur Keflvíkingur og
flutti til Reykjavíkur þegar
hún var fimmtán ára. Hún er
dóttir hjónanna Árna Sam-
úelssonar kvikmyndahúsa-
eiganda og konu hans Guð-
nýjar Ásberg.
■ „Þetta með
skartgripina
byrjaði þannig að
íslenskur vinur
minn bað mig um
að búa til hálsfesti
úr steinum sem
hann lét mig hafa
en hann hafði séð
leðurpokana mína
og litist vel á
handbragðið."
„Ég vann í Bíóhöllinni,
sem þá var nýopnuð," segir
Elísabet. „Til að byrja með
vann ég dag og nótt og starf-
ið gekk fyrir öllu í tíu ár. Áður
hafði ég unnið í bíóinu í
Keflavík. Ég var fyrst í
grunnskóla í Breiðholtinu
þangað til við fluttum til
Garðabæjar þar sem ég hóf
nám í Fjölbrautaskólanum
þar en eftir að við fluttum aft-
ur í Breiðholtið fór ég í Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti.
Ég vann alltaf í bíóinu og
einnig í fatabúðum og vissi
ekki hvað það var sem ég
vildi gera.
í seinni tíð hef ég farið á
mörg námskeið eftir að ég
fór að hugsa alvarlega um
hvað það var sem ég vildi
gera við líf mitt. Ég vissi þó
að það átti ekki fyrir mér að
liggja að starfa alltaf í bíóinu.
Ég fór á nokkur námskeið,
svokölluð orkunámskeið og
önnur námskeið til eflingar
sjálfsvitundinni.
Ég fór á eitt námskeið
með vinkonu minni sem
haldið var uppi í sveit í
Bandaríkjunum og vorum við
60 VIKAN 12. TBL. 1994
þar í viku. Það tilheyrði nám-
skeiðinu að reisa tjald að sið
indíána undir handleiðslu
indíána sem var nokkuð
skuggalegur náungi sem
vantaði á annan handlegg-
inn. Grafa átti holu inni í
tjaldinu, fylla hana með
sprekum, hylja þau með
steinum og kveikja síðan
undir. Það var látið loga
þangað til steinarnir voru
orðnir glóandi og þá var
skvett á þá vatni þannig að
það var eins og í gufubaði
þarna inni. Þetta er kallað
„sweat lodge" á ensku. Það
er forn trú indíána að við
þetta komi andarnir til
manns, leiðbeini manni og
hjálpi og er ég viss um að
svo hafi verið í mínu tilfelli."
Hvers vegna fórstu á
þessi námskeið?
„Mamma var að lesa ein-
hverja bók um þessi efni og
ég frétti af því að fólk, sem
hefði sérhæft sig í þessum
málum, væri að koma til ís-
lands og ég hafði áhuga á
að hitta það. Ég fór á nám-
skeið hjá þeim og mér fannst
ég hafa mikið gagn af því.
Þessi námskeið opnuðu
mér margar leiðir þar sem
ég var frekar lokuð og inni í
mér. Eftir þetta jókst sjálfs-
traust mitt og mér fannst ég
þroskast mikið. Ég var ekki í
nógu góðu ástarsambandi á
þessum tíma og það hjálp-
aði mér við að losna við þau
vandamál sem því fylgdi.
Ég fór að skynja hluti í
kringum mig sem ég hafði
ekki skynjað áður. Það var
eiginlega þá sem ég fór að
finna fyrir því að mig langaði
til að skapa eitthvað sjálf."
STEINAPOKARNIR
KOMA TIL SÖGUNNAR
„Þegar ég var á þessum
námskeiðum var ég mikið
með orkusteina á mér og var
alltaf að hugsa um hvar ég
gæti geymt þá. Ég sá í
Bandaríkjunum að indíánar
voru að selja fallega, litla
leðurpoka með allskonar
kögri og fjöðrum en mér
fannst þeir ansi dýrir.
Mig langaði í svona poka.
Ég átti góðan kunningja hér
heima sem var leðursmiður
og lét hann mig hafa leður-
afganga og ég byrjaði að
búa til litla leðurpoka eftir
mínum eigin smekk.
Ég gekk af tilviljun inn í
verslunina Betra Líf með
svona leðurpoka um hálsinn
og afgreiðslukona þar spurði
mig hvar ég hefði fengið
þennan fallega poka. Sagði
hún að mjög margir væru að
spyrja hvar hægt væri að fá
svona poka. Ég sagði henni
að ég hefði búið hann til sjálf
og spurði hún þá hvort ekki
væri möguleiki á að ég gæti
búið til svona poka fyrir
verslunina.
Út frá því skaut sú hugsun
upp kollinum hjá mér að ég
gæti jafnvel sett á stofn mitt
eigið fyrirtæki. Ég hef þá trú
að ef maður gefur hjarta sitt í
eitthvað þá verði það að
veruleika - og svo varð.
Ég hef alltaf vitað það síð-
an ég var lítil að óg myndi
leggja fyrir mig starf sem
fælist í því að gera eitthvað
með höndunum. Ég vissi
bara ekki nákvæmlega hvað
það var. í báðum mínum
ættum eru gullsmiðir þannig
að það er kannski ekki svo
fjarstæðukennt að hugur
minn skyldi beinast að
þessu.
Mér finnst alveg frábært
að geta komið með nýjar
hugmyndir og þróað þær eft-
ir eigin höfði. Ég er raunar
nokkuð stolt af því að fólk
hafi tekið þeim eins vel og
raun ber vitni. Mig langar þó
til að fá einhverja faggildingu
og læra meira og því stefnir
hugurinn að gullsmíði þótt
hún sé að nokkru leyti frá-
brugðin þvi sem ég er að
gera nú. Ég hafði áður lært
förðun hjá Línu Rut förðun-
armeistara.“
STÍLLINN KOM AF
TILVILJUN
„Þetta með skartgripina
byrjaði þannig að íslenskur
vinur minn bað mig um að
búa til hálsfesti úr steinum
sem hann lét mig hafa en
hann hafði séð leðurpokana
mína og litist vel á hand-
bragðið.
Ég sagði honum að ég
hefði enga þekkingu eða
reynslu ( þessu þótt ég hefði
verið að búa til þessa þoka.
Hann hélt samt fast við sitt.
Það varð úr að ég tók
þetta að mér, settist niður á
rúmið mitt og hugsaði mig
um í um það bil viku hvað ég
gæti gert úr þessum stein-
um. Ég fór á milli gullsmíða-
verkstæða og bað um að fá
borað í gegnum þessa krist-
alla en enginn hafði tæki til
þess. Allt í einu skaut endan-
legu hugmyndinni upp. Ég
vildi hafa steinana með leður-
umgjörð. Ég vafði vír utan um
þá og svo leður og myndaði
þetta umgjörðina án þess að
bora þyrfti I steinana.
Upp frá þessu langaði mig
til að hanna mína eigin
skartgripi sem eru í svipuð-
um dúr og þessi festi og
hafa þeir selst mjög vel.“
HITTI MANNINN MINN
Á JÖKLI
„Ég fór á orkunámskeið
sem var meðal annars hald-
ið á Snæfellsjökli. Þar hitti
ég mann, John O’Neill að
nafni, sem var á þessu nám-
skeiði og við urðum ástfang-
in um leið og við sáumst.
Hann var frá New Jersey
og fór aftur út skömmu síðar
en hann starfaði sem kenn-
ari í Virginíu. Þar sem mig
langaði til að vera nálægt
honum ákvað ég að fara í
enskuskóla í Boston og
dvaldi hjá (slenskum frænda
mínum þar og flaug til Wash-
ington til að hitta kærastann
um helgar. Ég var í skólan-
um og seldi festar samhliða
náminu, sem gekk mjög vel.
Ég flutti síðan til vinkonu
minnar sem bjó í Washing-
ton þannig að ég var ennþá
nær kærastanum mínum en
áður. Ég var þarna úti í um
þrjá mánuði en fór síðan
heim til íslands um jólin og
kom hann til mín hingað.
Árið 1992 flutti ég út til
New Jersey og bjó þar hjá
íslensku fólki og vann við að
passa barn, vaska upp á
veitingastað og fleira, sem til
féll, til að geta borgað það
sem borga þurfti. Þarna úti
fókk ég minn fyrsta fasta við-
skiptavin en hann átti góða
búð sem seldi mikið af fest-
unum mínum og gerir enn.“
ÁTTI BARN í VATNI
„Við John byrjuðum síðan
að búa. Ég þurfti að fara
heim því ég var búin að vera
úti í sex mánuði og hafði
'ekki leyfi til að vera lengur
þar sem við vorum ekki gift.
Þar sem við ætluðum okk-
ur að búa úti ákváðum við
að drífa í því að gifta okkur.
Athöfnin fór fram í Fríkir-
kjunni. Hún var mjög hátíð-
leg og allt var verulega
skemmtilegt í kringum þetta.
Mér leið eins og í ævintýri.
Ekki dró úr ánægjunni að
pabbi átti stórafmæli sömu
helgi og því var þessu öllu
slegið saman.