Vikan


Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 42

Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 42
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN / UÓSM.: BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON Á alfræðidiskinum Encarta er 29 binda gagnasafn sem skiptist í 26 þúsund greinar, teikningar, Ijósmyndir og myndbönd, allt litskreytt og frábærlega uppsett. á skjánum og lesinn þular- texti heyrist úr hátölurum. Einnig má sjá stutta filmu um hvert dýr, sem sýnir hvernig dýriö veiðir, ver sitt svæði eða vinnur í hópi. Hljóðið, sem hvert dýr gefur frá sér heyrist skírt og greinilega og þess má geta að hljóðsetn- ing diskanna er betri en í mörgum kvikmyndum. Næst má velja dýr eftir byggð; má bjóða þér að sjá skógardýr, heimskautadýr, eyðimerkurdýr eða sjávar- dýr? Við skoðum kóralrif sem búsvæði í útrýmingar- hættu og lítum í leiðinni á allt lífríki þess en mikil áhersla er lögð á umhverfis- og lífrík- isvernd í efni disksins. UNDRAHEIMAR MARGMIÐLUNAR Svakalega er hún fljót, segja börnin þegar köngulóin skellir upp vefnum á örskoti. Fuglatíst heyrist í fjarska; maður sér daggardropana á trjáberkin- um. Gönguferð í sveitinni að sumarmorgni? Nei, villidýra- diskurinn „Dangerous Creat- ures“ frá Microsoft, til að stinga i geisladrifið á einka- tölvunni. Geisladrifið og hugbúnað- urinn gera einkatölvuna að miðdepli upplýsinga og skemmtana á heimilinu. Margmiðlunartæknin fær tölvuna til að höfða til fleiri skilningarvita en hún gerði áður. Sjónvarpstæknin ruddi brautina en þar er áhorfandi algerlega óvirkur. Einkatölv- an og tölvuleikir komu næst, en í leikjum verður þátttak- andi að fylgja forriti leiksins nákvæmlega. í margmiðlun er virkni þátttakanda mun meiri en áður hefur þekkst, því við höfum ekki áður haft miðil sem býður upp á gagn- kvæm tjáskipti. Höfðingleg gjöf Sony til Þjóðarbókhlöðu var einmitt í formi margmiðl- unar; 60 geisladiskar með alfræðiefni. Tölvan, sem ég vel til að kanna undraheima marg- miðlunar með, er AST Bravo LC frá EJS, með geisladrifi og 15 tommu skjá til þess að dýröin njóti sín sem best. Hljóðgæðin eru ótvíræö; bæði hugbúnaður og Orchid-hátalararnir skila sinu. Viðtökur tölvukynslóðar- innar sýna að margmiðlun er komin til að vera. Banda- ríska fyrirtækið Microsoft er stærst í hugbúnaðariðnaði og nýir landvinningar eru þar daglegt brauð. Margmiðlun er vaxandi skriða og þeir, sem gerst þekkja til, vita að sá hugbúnaður, sem okkur býðst núna, skimar aðeins toppinn á ísjaka möguleik- anna. Til marks um það er þróunin á alfræðibók Micro- soft, Encarta, milli áranna ’94 og ’95, en bókin er end- urskoðuð regluiega og færð til nútímalegra horfs. LEIKUR AÐ LÆRA Á dýradisknum má byrja á því að skoða Atlasinn og velja sér dýr eftir heimshluta. Lestexti og Ijósmyndir birtast Vissirðu, að þegar skrölt- ormur skröltir, ertu kominn of nálægt og hann er að vara þig við? Ef þeirri við- vörun er ekki sinnt, er lík- legt að hann bíti - og bitið getur verið banvænt. Það er auðvelt að lifa sig inn í svona upplýsingar á köldu vetrarkvöldi við heimskauts- baug, búsvæði ísbjarna og hvala. í valmynd sem heitir leið- sögumenn er boðið upp á Amazonævintýri, Afríkusaf- ari, heimskupör sem fólk fremur á ferðalögum (ekki klappa bjarnarunguml), köf- un viö kóralrif, indíánasögur og margt fleira. Dýrin má velja eftir staf- rófsröö, eða úr myndasafni. Ein valmynd kallast vopn; undirflokkar hennar eru skoltar, eitur og klær. „Mig langar til að skoða Afr- íku núna,“ segir snáöinn minn. Hann er níu ára en hefur Windows-vinnuna betur á valdi sínu en ég, eins og vera ber af þessari tölvukynslóð. Hann kallar fram heimsálfuna sína og sýnir mér uppáhaldsdýrið mitt, fílinn, baða sig með unga sínum. Við vatnsbólið sjáum við zebradýr, gíraffa og fíla að leik. Allt er þetta sýnt á stuttu myndskeiði. Það er leikur að læra nátt- úrufræðin þegar hægt er að bjóða upp á svona stuðn- ingskennslu. Ég sé fyrir mér rykfallna tölvuleiki og sprenglærðan strák en einn af mörgum kostum hugbún- aðarins er sá að honum tekst að gera námið ein- staklega skemmtilegt og meira spennandi en nokkra leynilögreglusögu. „Danger- ous Creatures" diskurinn kostar 5.600 kr. hjá EJS. Kvikmyndaaðdáendur taka „Cinemania“-disknum tveimur höndum en hann inniheldur lista yfir flestar kvikmyndir kvikmyndasög- unnar, stjörnugjöf Leonards Maltin og gagnrýni Pauline Kael og Roger Eberts, mik- ilsvirts sjónvarpsgagnrýn- anda vestra. Umsögn Eberts er löng og ýtarleg, auk þess sem hann veltir fyrir sér því sem hefði getað orðið og fer fram og til baka í ferli leik- stjórans. Þá eru ótaldar Ijósmyndir úr fjölmörgum bíómyndum og tónlist og valdar setning- ar úr öðrum. Við getum heyrt játningu tölvunnar Hals úr 2001 og heyrt einkennistónl- ist sömu myndar, Also Sprach Zarathustra eftir Richard Strauss. Við heyrum Gene Kelly syngja ’Singin’ in the Rain’ úr samnefndri mynd frá 1952 og getum kallað fram lista yfir alla til- nefnda til Óskarsverðlauna frá upphafi. Kirsuberið er valdir bútar úr nokkrum stórmyndum sögunnar. Hér má sjá Scar- lett slá Rhett utan undir í Á hverfanda hveli og elskend- urna í Casablanca kveðjast. MYNDSKREYTT MENNINGARSAGA Fróðleiksgildi alfræðidisksins Encarta er ótvírætt. Á hon- um er 29 binda gagnasafn sem skiptist í 26 þúsund greinar, teikningar, Ijósmynd- ir og myndbönd, allt litskreytt og frábærlega uppsett. Encarta er dæmi um marg- miðlun eins og hún gerist best og lagskiptingin nýtur sín út í æsar. Myndskreytta mannkyns- 42 VIKAN 12. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.