Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 80
LIFSSTILL
VERÐLAUNAKROSSGÁTA
Hér á síðunni á móti birtist enn ein krossgátan eftir
Gísla Ólafsson, sem teiknað hefur gátur fyrir Vikuna í
hálfa öld og ætíð þótt sá besti í krossgátugerð. Að þessu
sinni veitum við verðlaun fyrir réttar úrlausnir. Þegar þú
hefur fundið lausnarorð gátunnar skrifar þú það á úr-
lausnarseðilinn hér fyrir neðan ásamt nafni þínu og heim-
ilisfangi og merkið við þá bók sem þig langar mest í.
Dregið verður úr réttum lausnum 15. janúar og tíu heppnir
krossgátuunnendur fá bókasendingu frá Fróða hf.
JÓLABÓK EFTIR STEPftEN KING
BOKASAFNSLOGGAN
Eins og fyrri bækur King er Bókasafns-
löggan hlaðin ógnþrungnum og dullar-
fullum atburðum. Hún fjallar um mann
að nafni Sam Peebles sem fer á bókasafnið
til að fá lánaðar bækur með frægum tilvitnun-
um þar sem hann hefur tekið að sér að halda
ræðu á klúbbfundi og vill skreyta ræðu sína.
Peebles verður það hins vegar á að týna
bókunum og þá fer bókasafnslöggan á stjá.
Peebles, sem er fremur dagfarsprúður maður
og ekki vanur að standa í stórræðum, lendir í óvæntum
aðstæðum og verður skyndilega að berjast fyrir lífi sínu.
Nafnið Stephen King eitt og sér fær hrollinn til að leika
um marga. Hann er eflaust vinsælasti spennusagnahöf-
undur í heiminum og hafa bækur hans verið þýddar yfir á
fjölmörg tungumál. Sömuleiðis hafa kvikmyndir verið
gerðar eftir fjölmörgum bóka hans sem ekki síður hafa
vakið hrifningu manna eins og til dæmis myndirnar Misery
og Pet Sematery.
King kann þann galdur að spinna upp óvænt endalok og
Bókasafnslöggan fer ekki varhluta af því. Aðdáendur Step-
hen King eiga því von á góðum glaðningi um jólin. □
SPENNUSAGA EFTIR DAVID MASON
SKII6GIYFIR BABÝLON
Spennusagan, Skuggi yfir Babýlon eftir
David Mason, vakti mikla athygli þegar
hún kom út í Bretlandi fyrir ári síðan.
Sögusviðið bókarinnar er Persaflói haustið
1991. Sagt er frá því þegar bresk-bandarísk
aftökusveit tekst að komast inn í írak til að
myrða Saddam Hussein.
Skuggi yfir Babýlon er fyrsta bók Masons
sem starfaði eitt sinn í breska hernum. Það
sem helst hefur valdið lesendum hans
vangaveltum er hvort bókin sé byggð á atburðum sem hann
hafi sjálfur annaðhvort skipulagt eða tekið þátt í. Bókin hefur
hlotið fádæma góða dóma og þykir hún bæði vel skrifuð og
spennandi.
I"---------------
I LAUSNARORÐIÐ ER:
■ Nafn sendanda:_
Kt.: . Sími:
Heimili:
PÓRtnúmfir Staður:
Vinni ég til verðlauna kýs ég að fá senda bókina:
□ Skuggi yfir Babýlon eftir David Mason
□ Bókasafnslöggan eftir Stephen King
Utanóskrift: VIKAN, Krossgáta, Bíldshöfða 18,
112 Reykjavík. Dregið verður úr réttum lausnum
15. janúar 1995.
tfl
<
<
s
s
<
s
o
o
o
%
<
<
o
Úlfhildur Dagsdóttir, Sjón,
Kristín Ómarsdóttir, Þórunn
Valdimarsdóttir, Halldór Lax-
ness og Þórbergur Þórðar-
son. Ég á von á að ég Ijúki
ritgerðinni á næsta ári. Svo
er ég að burðast við að þýða
úr frönsku úrval texta súr-
realistanna og helstu forvera
þeirra.“
Frönsk nútímamenning á
ólíkt betur við Jóhönnu en sú
ítalska og segir hún muninn
sjást vel á fjölmiðlunum
þeirra.
„Á Ítalíu ganga alls kyns
leikir sýknt og heilagt í sjón-
varpinu og ef kona birtist á
skjánum er hún brjóstamikil
og í flegnum kjól niður á
nafla. í Frakklandi eru þrjár
ríkisreknar sjónvarpsstöðvar
og sýnir ein þeirra einungis
menningarefni. Hvað Islend-
inga varðar finnst mér þeir
ekki sýna menningu sinni
nægjanlega rækt og ein-
kenna skammtímasjónarmið
og skyndibitamatreiðsla oft
og tíðum menningarumræð-
una hér. íslenskir stjórn-
málamenn tala bara um
bókmenntir okkar á tyllidög-
um í innistæðulausum frös-
um sem ekkert býr á bak
við. Litlu fé er eytt til bók-
menntarannsókna og
skammarlega fáir hafa lagt
sig eftir að rannsaka Eddu-
kvæðin — sem er hneisa.
Ég er hætt að ansa því þeg-
ar Norðmenn eigna sér
kvæðin því þeir hafa lagt
mun meiri rækt við þau en
íslendingar."
Jóhanna sinnir ýmsu öðru
en bókmenntum því hún tek-
ur líka að sér innanhús-
hönnun. Hún á tvo ung-
verska vini sem taka að sér
að gera upp íbúðir. Þegar
þeir tóku eftir því hvað hún
hafði gert heimili sitt vistlegt
báðu þeir hana um aðstoð.
Auk þess að sinna hönnun-
inni telur hún ekki eftir sér
að sinna ýmsum iðnaðar-
störfum eins og að mála og
sparsla.
„Þannig vann ég mér inn
fyrstu frankana. Þegar mað-
ur vinnur með texta allan
daginn er gott að geta gripið
í handverk við og við.“
Jóhanna hefur sent frá sér
nokkrar bækur og meðal
þeirra er bókin Á besta aldri,
sem fjallar um breytinga-
skeiðið. Henni var afar vel
tekið þegar hún kom út enda
fyrsta bókin sem skrifuð var
um þetta efni á íslenska
tungu. Einnig hefur Jóhanna
skrifað bókina Matur er
mannsins megin þar sem
fjallað var um matargerð á
menningarsögulegan hátt.
Hún skrifaði lengi pistla um
mat í Helgarpóstinn undir
nafninu Matkrákan og að
Helgarpóstinum liðnum flutti
hún sig yfir í Sunnudagsblað
Morgunblaðsins. í pistlunum
er neysla matar og drykkjar
meðal annars tengd bók-
menntum og sálfræði. Jó-
hanna á einnig heiðurinn að
að hafa skrifað þá umdeildu
bók íslenskir elskhugar, þar
sem gefur á að Ifta 18 viðtöl
við jafnmarga karlmenn á
aldrinum 19 til 75 ára.
„Ég hafði lengi velt því fyr-
ir mér af hverju karlmenn
virðast aðeins geta rætt kyn-
ferðismál í hálfkæringi. Mig
langaði því til að gefa þeim
orðið og opna umræðu um
tilfinningalíf þeirra. Mér
komu sum þau viðbrögð,
sem bókin fékk, á óvart. Eitt
sinn heyrði öldruð móðir vin-
konu minnar á tal tveggja
eldri kvenna þar sem önnur
þeirra hélt því fram að ég
væri að segja frá lífi mínu
með þeim 18 karlmönnum
sem ég átti að hafa búið
með. Þá svaraði hin: „Það er
nú ekkert miðað við það
sem maðurinn hennar segir
um sambúðina.“ Þá hafði
nefnilega birst brot úr einu
viðtalanna i Dagblaðinu.“
Nú eru það fagurbók-
menntirnar sem tekið hafa
við og ætlar Jóhanna að ein-
beita sér að þeim í framtíð-
inni.
„Ég er staðráðin í því að
skrifa bókmenntir og um
bókmenntir í framtíðinni og
hef hugsað mér að búa í
París meira og minna næstu
árin. Ég er komin vel á veg
með næstu Ijóðabók og von-
andi kemur hún út á næsta
ári. Einnig er ég með í far-
teskinu lítinn þríleik sem að-
standendur listaklúbbs Þjóð-
leikhússins eru nú að kynna
sér. Líka kemur til álita að
setja þar á svið nýja Ijóð-
verkið sem heitir Spegill
undir fjögur augu. Þá er ég
með tvær hugmyndir að
skáldsögum og er svona rétt
að byrja á annarri þeirra.“
Um miðjan desember
heldur Jóhanna aftur til
Parísar þar sem hún tekur
aftur til við að yrkja íslensk
Ijóð í erlendri borg. Borg
rökkurs og bleks. □