Vikan


Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 38

Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 38
JOLASIÐIR s t kata á Þorláks- kmessu, hangikjöt, 'rjúpur og Dómkirkju messan í útvarpinu klukk- an sex á aöfangadagskvöld eru fastir liðir á mörgum íslensk- um heimilum. í ná- grannalöndunum eru aðrir siðir og þar borðar fólk eitthvað ann- að en hangikjöt og rjúpu á jólunum. Ef ísland á eftir að ganga í ESB og yfirvöldin í Brussel eiga eftir að setja lög um samhæft jólahald í aðildarlöndunum er mögu- legt að við íslendingar þurf- um að borða pylsur, vatna- karpa eða síld á aðfanga- dagskvöld, margir mundu skreppa á hverfiskrána og gjafirnar væru ekki opnaðar fyrr en á þrettándanum - þær væri hægt að fá á slikk á janúarútsölunum. Dansinn í kringum jólatréð er fyrirbæri sem einungis þekkist á Norðurlöndunum og sömu sögu er að segja um kerti og skrautfléttur úr fánum á jólatrjánum og á það kannski meira við um Skandinavíu þar sem við ís- lendingar erum gjarnir á að hengja rafmagnsljós, skraut- legar glerkúlur og englahár á grenitrén. Dönum finnst sjálfsagt að tréð sé ekta en Englendingar þurrka hins vegar rykið af gervitrjánum fyrir jólin. Jólamatur Dananna saman- stendur oft og tíðum af svínasteik, sem margir ís- lendingar borða á jólunum, önd, gæs, kalkún og hrís- grjónaábæti. í hádegismat á aðfangadag er Svíum boðið upp á kalt borð - síld og skinku. í kvöldmat er boðið upp á ufsa eða löngu, hrís- grjónagraut, bjór og snafs. Eftir þaö er tími til kominn að opna jólagjafirnar. Svíarnir eru árrisulir með meiru á jóladag því klukkan sex um morguninn f svartamyrkri sækja þeir messu; það á þó fremur við um forfeður núlif- andi Svía! Margir Englendingar eru vanir því að fara á krána á aðfangadag og á eftir fara þeir í miðnæturmessu. Á jóladag fara þeir snemma á fætur og opna gjafirnar sem jólasveinninn setti undir jóla- tréð í húmi næturinnar. íS1I!Si]k? . WANOl lWflSr rétta máltíð en hver réttur á að tákna einn postula. Kjöt er á bannlista þannig að fólk borðar síld, vatna- karpa, sveppa- súpu, rauðrófu- og til að fólk verði ör- ugglega mett borðar það graut með rúsínum, möndlum, hnetum og hunangi. Pólverjar setja upp jólatré og á meðan á máltíðinni miklu stendur hefur jólasveinninn , o,ÓT\R neTur joiasveinnmn c\/A\/A nægan tíma til að koma oVm' iólaaiöfunum fvrir undir Klukkan þrjú safnast fjöl- skyldan saman fyrir framan sjónvarpið og hlustar á jóla- ávarp drottningarinnar. í matinn borða Englendingar kalkún, sósu og steiktar kart- öflur og jólabúðingurinn er ómissandi. FISKUR í MATINN Dagana fyrir jól búa Grikkir til gómsæt sætindi. Snemma á jóladag klæðast þeir sínu fínasta pússi og fara messu. Eftir það fá þeir gjafir. Börnin syngja jólalög fyrir ættingja, vini og vandamenn og í staðinn fá þau aur og sætindi. í Grikklandi er engin föst hefð fyrir því hvað borðað er á jólunum. Segja má að jólin séu ein- ungis eins og ein góð helgi vegna þess páskarnir eru aðalhátíð árs- ins. Annað er að segja um Pól- land því þar, eins og í fleiri Evrópulönd- um, eru jólin mesta hátíð ársins. Fyrst er altarisbrauði, sem á að tákna líkama Krists, út- deilt og síðan taka Pólverjarnir til ósp- illtra málanna og gæða sér á tólf jólagjöfunum fyrir undir trénu. Eins og í öðrum kaþ- ólskum löndum á jatan sinn sess í stofunni. Eftir kvöld- verðinn eru gjafirnar teknar upp og síðan er farið í messu. KARTÖFLUR FYRIR ÚLFALDANA Á Þorláksmessu, eins og við köllum daginn fyrir að- fangadag, hengja Tékkar epli, sælgæti og gler- kúlur á jólatréð. I Tékk- landi er enginn jóla- sveinn og í staðinn klæðist eitt af börnun- um eins og Jesús og útbýtir gjöf- unum. í matinn borða þeir steikt- an vatna- karpa með kartöflusalati. Annar í jólum er dagur heilags Stefáns en þá ganga börn í hús og syngja í von um að fá sælgæti. Á aðfangadag- skvöld borða Spánverjar ungan geld- hana. Eftir kvöldmatinn slappar fólk af og heldur síðan til miðnætur- messu. Gjafirnar eru ekki gefnar fyrr en á þrett- ándanum sem kallaður er Vitr- ingadagurinn en sagan segir að vitringarnir komi ríðandi á úlföld- um sínum aðfaran- ótt sjötta janúar með gjafir fyrir börnin. Þess vegna set- ur fólk vín og kartöflur fyrir utan húsin - kartöflurnar eru ætlaðar þreyttum úlföldun- um. Ekki er hægt að tala um dæmigerð ítölsk jól vegna þess að í hverju héraði er haldið upp á jólin á sérstak- an hátt. ítalar fara í vinnuna á aðfangadag og borða ekki jólamatinn fyrr en á jóladag. Eftir borðhaldið er haldið í miðnæturmessu. Segja má að jólin í Þýska- landi hefjist sjötta desember þegar fjölskyldan setur skó fyrir framan dyrnar. Á ein- hvern óskiljanlegan hátt fyll- ist skórinn af sælgæti um nóttina. Það sem eftir er mánaðarins er bakað í stór- um stíl -smákökur, formkök- ur, tertur og síðast en ekki síst þýska jólakakan Stollen. Aðfangadagur rennur upp, gjöfum er útdeilt og jólatrén eru skreytt með tréleikföng- um og súkkulaðikrönsum. Pylsur og kartöflusalat er á boðstólum en daginn eftir er boðið upp á gæs eða vatna- karpa. Á aðfangadag bursta Frakk- ar skóna sína eins og þeir eigi lífið að leysa. Þeir eru settir fyrir framan arininn til að koma í veg fyrir að jóla- sveinninn þurfi að róta of mikið í stofunni ( skugga næturinnar á meðan fjöl- skyldan hlýðir á Guðs orð í kirkjunni. Eftir miðnætur- messuna er gengið til borðs - klukkan hálf tvö eftir mið- nætti - og þá eru Frakkarnir orðnir vel svangir. Á borðum eru ostrur, hvítar pylsur sem eru fylltar með kjúklinga- kjöti, kalkúnn, salat, ostur og frönsk jólakaka. Mörgum manninum reynist erfitt að sofna eftir allt átið og það getur verið ástæðan fyrir því að margir Frakkar vakna mjög snemma á jóladag og fara að taka upp gjafirnar; það er að segja ef jóla- sveinninn hefur komið auga á skóflota fjölskyldunnar. Þess má geta að jólagjafirn- ar eru ekki innpakkaðar í dýrindis skrautpappír eins og þekkist hér á landi. Frakkarnir mæta svo til vinnu á annan í jólum vegna þess að þá eru jólin búin. □ 38 VIKAN 12. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.