Vikan - 20.12.1994, Síða 38
JOLASIÐIR
s
t kata á Þorláks-
kmessu, hangikjöt,
'rjúpur og Dómkirkju
messan í útvarpinu klukk-
an sex á aöfangadagskvöld
eru fastir liðir á
mörgum íslensk-
um heimilum. í ná-
grannalöndunum
eru aðrir siðir og
þar borðar fólk eitthvað ann-
að en hangikjöt og rjúpu á
jólunum. Ef ísland á eftir að
ganga í ESB og yfirvöldin í
Brussel eiga eftir að setja
lög um samhæft jólahald í
aðildarlöndunum er mögu-
legt að við íslendingar þurf-
um að borða pylsur, vatna-
karpa eða síld á aðfanga-
dagskvöld, margir mundu
skreppa á hverfiskrána og
gjafirnar væru ekki opnaðar
fyrr en á þrettándanum -
þær væri hægt að fá á slikk
á janúarútsölunum.
Dansinn í kringum jólatréð
er fyrirbæri sem einungis
þekkist á Norðurlöndunum
og sömu sögu er að segja
um kerti og skrautfléttur úr
fánum á jólatrjánum og á
það kannski meira við um
Skandinavíu þar sem við ís-
lendingar erum gjarnir á að
hengja rafmagnsljós, skraut-
legar glerkúlur og englahár á
grenitrén. Dönum finnst
sjálfsagt að tréð sé ekta en
Englendingar þurrka hins
vegar rykið af gervitrjánum
fyrir jólin.
Jólamatur Dananna saman-
stendur oft og tíðum af
svínasteik, sem margir ís-
lendingar borða á jólunum,
önd, gæs, kalkún og hrís-
grjónaábæti. í hádegismat á
aðfangadag er Svíum boðið
upp á kalt borð - síld og
skinku. í kvöldmat er boðið
upp á ufsa eða löngu, hrís-
grjónagraut, bjór og snafs.
Eftir þaö er tími til kominn að
opna jólagjafirnar. Svíarnir
eru árrisulir með meiru á
jóladag því klukkan sex um
morguninn f svartamyrkri
sækja þeir messu; það á þó
fremur við um forfeður núlif-
andi Svía!
Margir Englendingar eru
vanir því að fara á krána á
aðfangadag og á eftir fara
þeir í miðnæturmessu. Á
jóladag fara þeir snemma á
fætur og opna gjafirnar sem
jólasveinninn setti undir jóla-
tréð í húmi næturinnar.
íS1I!Si]k?
. WANOl
lWflSr
rétta máltíð en hver réttur á
að tákna einn postula. Kjöt
er á bannlista
þannig að fólk
borðar síld, vatna-
karpa, sveppa-
súpu, rauðrófu-
og til að fólk verði ör-
ugglega mett borðar það
graut með rúsínum,
möndlum, hnetum og
hunangi. Pólverjar setja
upp jólatré og á meðan á
máltíðinni miklu stendur
hefur jólasveinninn
, o,ÓT\R neTur joiasveinnmn
c\/A\/A nægan tíma til að koma
oVm' iólaaiöfunum fvrir undir
Klukkan þrjú safnast fjöl-
skyldan saman fyrir framan
sjónvarpið og hlustar á jóla-
ávarp drottningarinnar. í
matinn borða Englendingar
kalkún, sósu og steiktar kart-
öflur og jólabúðingurinn er
ómissandi.
FISKUR í MATINN
Dagana fyrir jól búa Grikkir
til gómsæt sætindi. Snemma
á jóladag klæðast þeir sínu
fínasta pússi og fara
messu. Eftir það fá þeir
gjafir. Börnin syngja
jólalög fyrir ættingja,
vini og vandamenn
og í staðinn fá
þau aur og
sætindi. í
Grikklandi
er engin
föst
hefð
fyrir því
hvað
borðað
er á jólunum.
Segja má að
jólin séu ein-
ungis eins og
ein góð helgi
vegna þess
páskarnir eru
aðalhátíð árs-
ins.
Annað er að
segja um Pól-
land því þar,
eins og í fleiri
Evrópulönd-
um, eru jólin
mesta hátíð
ársins. Fyrst
er altarisbrauði,
sem á að tákna
líkama Krists, út-
deilt og síðan taka
Pólverjarnir til ósp-
illtra málanna og
gæða sér á tólf
jólagjöfunum fyrir undir
trénu. Eins og í öðrum kaþ-
ólskum löndum á jatan sinn
sess í stofunni. Eftir kvöld-
verðinn eru gjafirnar teknar
upp og síðan er farið í
messu.
KARTÖFLUR FYRIR
ÚLFALDANA
Á Þorláksmessu, eins og við
köllum daginn fyrir að-
fangadag, hengja Tékkar
epli, sælgæti og gler-
kúlur á jólatréð. I Tékk-
landi er enginn jóla-
sveinn og í staðinn
klæðist eitt af börnun-
um eins og Jesús
og útbýtir gjöf-
unum. í
matinn
borða
þeir
steikt-
an
vatna-
karpa með
kartöflusalati.
Annar í jólum er
dagur heilags
Stefáns en þá
ganga börn í
hús og syngja í
von um að fá
sælgæti.
Á aðfangadag-
skvöld borða
Spánverjar
ungan geld-
hana. Eftir
kvöldmatinn
slappar fólk af
og heldur síðan
til miðnætur-
messu. Gjafirnar
eru ekki gefnar
fyrr en á þrett-
ándanum sem
kallaður er Vitr-
ingadagurinn en
sagan segir að
vitringarnir komi
ríðandi á úlföld-
um sínum aðfaran-
ótt sjötta janúar með gjafir
fyrir börnin. Þess vegna set-
ur fólk vín og kartöflur fyrir
utan húsin - kartöflurnar eru
ætlaðar þreyttum úlföldun-
um.
Ekki er hægt að tala um
dæmigerð ítölsk jól vegna
þess að í hverju héraði er
haldið upp á jólin á sérstak-
an hátt. ítalar fara í vinnuna
á aðfangadag og borða ekki
jólamatinn fyrr en á jóladag.
Eftir borðhaldið er haldið í
miðnæturmessu.
Segja má að jólin í Þýska-
landi hefjist sjötta desember
þegar fjölskyldan setur skó
fyrir framan dyrnar. Á ein-
hvern óskiljanlegan hátt fyll-
ist skórinn af sælgæti um
nóttina. Það sem eftir er
mánaðarins er bakað í stór-
um stíl -smákökur, formkök-
ur, tertur og síðast en ekki
síst þýska jólakakan Stollen.
Aðfangadagur rennur upp,
gjöfum er útdeilt og jólatrén
eru skreytt með tréleikföng-
um og súkkulaðikrönsum.
Pylsur og kartöflusalat er á
boðstólum en daginn eftir er
boðið upp á gæs eða vatna-
karpa.
Á aðfangadag bursta Frakk-
ar skóna sína eins og þeir
eigi lífið að leysa. Þeir eru
settir fyrir framan arininn til
að koma í veg fyrir að jóla-
sveinninn þurfi að róta of
mikið í stofunni ( skugga
næturinnar á meðan fjöl-
skyldan hlýðir á Guðs orð í
kirkjunni. Eftir miðnætur-
messuna er gengið til borðs
- klukkan hálf tvö eftir mið-
nætti - og þá eru Frakkarnir
orðnir vel svangir. Á borðum
eru ostrur, hvítar pylsur sem
eru fylltar með kjúklinga-
kjöti, kalkúnn, salat, ostur
og frönsk jólakaka. Mörgum
manninum reynist erfitt að
sofna eftir allt átið og það
getur verið ástæðan fyrir
því að margir Frakkar vakna
mjög snemma á jóladag og
fara að taka upp gjafirnar;
það er að segja ef jóla-
sveinninn hefur komið auga
á skóflota fjölskyldunnar.
Þess má geta að jólagjafirn-
ar eru ekki innpakkaðar í
dýrindis skrautpappír eins
og þekkist hér á landi.
Frakkarnir mæta svo til
vinnu á annan í jólum
vegna þess að þá eru jólin
búin. □
38 VIKAN 12. TBL. 1994