Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 21
Fyrir sjö árum labbaði
ég af tilviljun inn í
Karnabæ í Austur-
stræti og keypti plötu með
hljómsveit sem ég vissi ná-
kvæmlega ekkert um.
Reyndar hafði ég séð ein-
hvern krakkakór í sjónvarp-
inu syngja í daufri birtu We
don’t need no education.
Þetta var sem sagt platan
The Wall með Pink Floyd.
Eftir það varð ekki aftur snú-
ið. Ég var orðinn Pink Floyd-
isti.
Ferill minn sem slíkur náði
hámarki fimmtudaginn 25.
ágúst síðastliðinn þegar ég
fór á Pink Floyd tónleika í
Parken í Kaupmannahöfn.
PARKEN FUNDINN
Þegar ég hafði komið dót-
inu mínu fyrir á hóteli, lagt
mig aðeins og borðað hreint,
alþjóðlegt Vesturlandasnarl;
Mac-ostborga og franskar,
áttaði ég mig á að ég hafði
ekki hugmynd um hvar í
borginni Parken var. Ég
ákvað því að spyrja eina
MacDonald’s dömuna til
vegar, þótt ég hafi brennt
mig illilega á að treysta upp-
lýsingum frá fólki í einkenn-
isbúningum. Án efa er fólk
sem klæðist einkennisbún-
ingi við vinnuna ekkert verra
en annað fólk. Hún sagði
mér að taka strætisvagn eitt
eða sex hinum megin við
götuna. Ég var ekki alveg
viss um hvort það þýddi að
engu máli skipti hvort ég
tæki „eittuna" eða „sexuna",
eða hvort hún myndi ekki
hvorn vagninn ég ætti að
taka. Að því komst ég reynd-
ar aldrei því þegar út á
stoppistöð kom var þar tæp-
lega tveggja metra hár ná-
ungi sem ég taldi vera á
Heimir Viöarsson lýsir
hijómleikum meö Pink
Floyd.
„Billeter kobes", stóð á litl-
um, hvítum miða sem um-
komulaus strákur á stoppi-
stöðinni hélt á. Ég lét mig
berast með straumnum út úr
vagninum í átt að Parken-
leikvangnum þar sem fólkið,
sem myndaði strauminn,
dreifðist á innganga eftir því
hvort það var í sætum eða
uppi í stúku. Þar sem ég átti
merkt sæti í stúkunni lá mér
ekkert á svo ég gekk aðeins
um svæðið og skoðaði fólkið
og sölubásana.
Það kom mér mjög á óvart
að ég hækkaði sennilega
meðalaldur tónleikagesta um
nokkur ár en er þó aðeins
tuttugu og þriggja ára gamall.
Pink Floyd er greinilega ekki
hljómsveit sem byggir á fornri
frægð heldur bæta þeir við
kynslóðum jafnóðum og þær
vaxa úr grasi.
Þá var komið að því að
fara inn. Eitt augnablik
fannst mér ég vera kominn á
skólaball á Broadway og feiti
strákurinn við innganginn
vera verzlódama sem káfaði
á mér frá hvirfli til ilja. Hann
var þó ekki að leita að áfengi
heldur myndavélum og öðr-
um upptökutækjum.
slaginu þrjár mínútur yfir níu
byrjuðu fyrstu tónar Shine
On að hljóma. Þegar svo
trommurnar komu inn féll ég
í trans svo ég man ekki
meira. Og lýkur svo frásögn
þessari.
Rétt fyrir níu byrjuðu há-
talarnir að hita sig upp fyrir
átök kvöldsins með
þessum líka
óhljóðum. Á
Nei, nei, bara grín!
Ég er ekki alveg sáttur við
að kalla þetta tónleika, þetta
voru ekki síður Ijósleikar. Ör-
mjóir, grænir Ijósgeislar skut-
ust um svæðið, eld-„sprengj-
ur“ sprungu á sviðinu og yfir
því var stór, hringlaga skjár
sem undirstrikaði mátt lag-
anna. Fyrir framan sviðið
voru svo Ijósaskilti sem
stundum rituðu texta lag-
anna eða mynduðu [Equ-
lazer - taktmæla, eða þann-
ig]. Fremst stóð svo David
Gilmour, gítarleikari, laga-
höfundur, söngvari og sviðs-
hönnuður svo fátt eitt sé
nefnt.
Tónleikarnir voru tvískiptir.
Fyrir hlé var mest spilað af
nýju plötunni, The Division
Bell og Momentary Lapse of
Reason, þeim tveim plötum
sem Pink hefur gefið út eftir
að bassaleikarinn og hug-
myndasmiðurinn Roger Wat-
ers hætti, að frátaldri Deli-
cate Sound of Thunder sem
er tónleikaplata frá 1989. Þó
slæddist Time með og fyrri
hálfleik lauk svo með laginu
Einn góðan veðurdag (mun
ég skera þig í litla bita), þar
sem David Gilmour spilaði á
„slæðu-gítar“ (ísl. þýðing
mín á slide guitar) og svínið
af Animals var blásið upp.
Reyndar var það villisvín því
Roger átti víst alisvínahug-
myndina, þannig að hann
tók hana með sér þegar
hann fór.
Eftir hlé má segja að hafi
verið upprifjun fyrir eldri Pink
Floyd-ista en þeir sem yngri
voru fengu að heyra hvernig
þeir voru í denn. Þeir byrj-
uðu á Astronomy Domain
sem Syd Barrett, gítar-
leikarinn sem bilað-
ist stuttu eftir að
Pink varð fræg,
samdi 1967.
Síðan má segja
að Dark Side of
the Moon hafi
öll verið spiluð
fyrir utan Brain
Damage og
Eclipse sem
Roger tók líka
með sér þegar
hann hætti.
„PENINGAR"
Það hefur lengi verið
„þjóðtrú" að Pink-Floyd að-
dáendur hati fátt jafnmikið
og lagið Money. Ég get að
sjálfsögðu aðeins talað fyr-
ir sjálfan mig, það er ekki
satt. Reyndar hefur það
aldrei verið í neinu uppá-
haldi hjá mér en eftir að
hafa heyrt það og séð „læf“
frá fyrstu hendi mun verða
breyting á. Það var, ég held
að ég taki ekkert of djúpt í
árinni þegar ég segi, meiri
háttar upplifun.
GÍTARLEIKARINN
GILMOUR
í laginu Comfortabiy
Numb fór David Gilmour á
kostum, sem gítarleikari í
bezta gítarsólói sem ég hef
á ævi minni heyrt, og er ég
þó Gary Moore „fílari". Ef til
er tónlistarleg fullkomnun
þá var þetta hún.
í þessu sama lagi birtist
stór silfurkúla sem sendi
Ijósdroparegn yfir svæð-
ið.Ég velti fyrir mér hvar
þessi kúla hefði verið
geymd til þessa því silfur-
kúlur fara ekki svo glatt
framhjá manni, sérstaklega
ekki ef þær eru tíu metrar í
þvermál. Þegar svo lagið
var búið slokknuðu öll Ijós
á vellinum. Tónleikarnir
voru á enda.
Eða hvað?
MEIRA, MEIRA
Eftir mikil fagnaðarlæti
birtust þeir aftur á sviðinu
og tóku þrjú lög til viðbótar,
öll af The Wall.
Maður hafði á tilfinning-
unni að þetta væru ekki
„hefðbundin uppklappslög".
Manni finnst slík lög eiga
að vera hrárri og minna
undirbúin en lögin á tón-
leikunum sjálfum en þarna
voru leysigeislarnir og allur
Ijósabúnaður þaninn til
hins ýtrasta, svona hálf-
gerð rúsína í pylsuendan-
um.
Þá var fátt eftir, aðeins
að koma sér út af vellinum
og heim á hótel. Mér fannst
ég hafa loksins náð ein-
hverjum áfanga í lífi mínu,
þeim áfanga að hafa séð
Pink Floyd, mín goð, á tón-
leikum.
Ég efast um að ég þurfi
að hafa mörg orð um hvað
mig dreymdi um nóttina;
PINK FLOYD. □
12. TBL. 1994 VIKAN 21
HUÓMLEIKAR