Vikan


Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 87

Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 87
þetta allt. Hún var skynsöm stúlka og hún fyndi örugg- lega upp á einhverju, sem hún gæti gefið Bitten til að leika sér að þangað til Móna kæmist á pósthúsið eftir jólin og sendi gjafirnar til baka. Connie hafði sent þær tím- anlega á hvíldarheimilið, til að þær gætu legið undir jóla- trénu ásamt gjöfum drengj- anna. Það gerði hún svo það liti ekki út eins og drengirnir fengju fleiri gjafir en Bitten sem þeir auðvitað fengu, því foreldrar Mónu voru bæði gjafmild og vel efnuð, en þau keyptu auðvitað ekki gjafir handa Bitten. En hann og Móna höfðu keypt smáhlut handa stúlkunni. . . Hann varð Móna að senda henni ásamt gjöfum Conniar eftir jólin. Hann gat ekki farið á pósthúsið sjálfur, bíllaus og með snúinn ökkla. Það var ekkert spennandi að spila lúdó alein, því þótt gulu plöturnar tilheyrðu Sús- önnu, virtist það lítils virði þegar Súsanna var ekki þarna til þess að verða glöð þegar vel gekk. Bitten leiddist. Hún gekk yfir að glugganum til að fylgj- ast með föður sínum. Bíllinn hlaut að koma bráðlega. Það hefði verið auðveldara að fylgjast með honum ef hún hefði vitað hvernig hann leit út. . . Nú kemur einn bíll. Þetta var örugglega pabbi. Nei, það var ekki hann. Þetta var. . . já, en, þetta var þá jólasveinninn! Hann átti í miklum erfiðleikum með að ná þungum sekknum sínum út úr bílnum og hann var með svo margar gjafir að þær komust ekki einu sinni allar í sekkinn. Nokkrar þeirra stóðu upp úr sekknum og hann varð að halda á nokkrum í fanginu. Hann gekk inn í anddyrið og hún heyrði þung skrefin i þrepunum. Sekkurinn var ör- ugglega mjög þungur og jólasveinninn var líka mjög gamall. Nú var hann kominn að dyrunum hennar. Hún hélt niðri í sér andanum af eftirvæntingu. Hún stóð rétt fyrir innan dyrnar og beið. En hann hringdi ekki bjöll- unni. Hann gekk framhjá dyrunum og áfram upp þrep- in. Bitten opnaði dyrnar, þótt hún vissi vel að það mátti hún ekki. En þetta var nú einu sinni jólasveinninn og þá var það allt annað en ef þetta hefði verið einhver ókunnugur maður! „Þú gleymdir mér!“ hróp- aði hún og jólasveinninn sneri sér við í miðjum stiga og horfði á hana. Dálítið undrandi, sýndist henni. „Ó,“ sagði hún, „þú hélst víst að ég væri úti í sveit, er það ekki? En pabbi er ekki kom- inn, svo. . . svo að ég sem sagt er hérna.“ Gamli maðurinn starði á eftirvæntingarfullt barnsand- lit og hugleiddi hvort hann ætti að láta barnið fá ein- hvern pakkann. En í fyrsta iagi hafði hann ekki minnstu hugmynd um hvað var í þeim. í öðru lagi væri það víst ekki heppilegt að af- henda einhverju ókunnu kríli gjöf, sem því var ekki ætlað að fá og sem auðvitað yrði saknað af hinum ánægða gefanda. Hvað gerir maður í svona kringumstæðum? hugsaði Maríus ömmubróð- ir. . . Svo brosti hann til stúlkunnar. „Ég var ekki búinn að gleyma þér,“ sagði hann. „Ég þarf bara að skreppa upp á efri hæðina fyrst. Þetta er allt í röð, skilurðu." „Já,“ sagði hún. Þetta skildi hún vel. Það fór alltaf allt eftir röð. Hann hélt áfram upp stig- ann. Svolítið hægar en áður. Hann hafði fengið nokkuð að hugsa um. Einhver varð að verða án einhverrar smá- gjafar til krílisins niðri, hugs- aði hann. Og svo varð hann að læðast niður með það, þegar þau væru búin að borða. Hann talaði við systur sína um það og móðuramma Súsönnu lagði vandamálið fyrir hina fjölskyldumeðlim- ina, en það kom í Ijós að það var ekki ein einasta jólagjöf afgangs. „Hún má fá gömlu vatnslit- ina mína,“ sagði litli bróðir Súsönnu gjafmildur. - „Sum- ir litirnir eru búnir, en það er fullt af svörtu og brúnu eftir. Við getum pakkað þeim inn í eitthvað af jólapappírnum, sem er utan um hinar gjafirn- ar. Þá verður hún örugglega giöð." „Það getið þið ekki verið þekkt fyrir,“ sagði Súsanna. „Maður getur ekki gefið ein- hverja svarta og brúna liti litlu kríli, sem er alveg aleitt á aðfangadagskvöld, því faðir hennar kærir sig greini- lega ekkert um að koma og sækja hana. Við verðum að gefa henni eitthvað annað. Eina af gjöfunum okkar. Við fengum svo margar.“ „Gefðu henni þá eina af Roxettekassettunum þín- um,“ stakk stórasystir Sús- önnu háðslega upp á. Hún var sautján ára og hafði svo sannarlega ekki fengið neitt, sem gat hæft fjögurra ára smákrakka. „Góða besta,“ sagði Sús- anna. „Hún á ekkert til þess að spila þær á.“ Þau sátu og virtust hjálp- arvana. Þau voru síður en svo ánægð yfir að hafa lent í kringumstæðum sem þeim fannst þau nauðbeygð til að taka afstöðu gagnvart. „Hefur Bitten fengið nokk- urn mat?“ spurði móðir Sús- önnu skyndilega. Og þau komust að þeirri niðurstöðu að það hefði hún örugglega ekki fengið. Móðir Súsönnu lét mat á bakka. „Það þýðir ekkert að bjóða henni hingað upp,“ sagði hún. „Faðirinn lætur sjá sig fyrr eða seinna og ef hann finnur hana ekki. . .“ „Við gætum látið miða á dyrnar,“ sagði Súsanna, „og sagt að hún sé uppi hjá okkur.“ „Nei,“ sagði móðir Sús- önnu. „Það væri bara rangt, því við höfum enga jólagjöf handa henni. Súsanna, farðu niður með þennan bakka. Ég hitaði þetta að- eins og það var alveg nægur afgangur tii að seðja svona litla manneskju." „Ég veit!“ sagði móður- amma Súsönnu. „Hundurinn hennar Rósu átti hvolpa í október. Hún á í mestu erfið- leikum með að koma þeim út. Ég hringi snöggvast. . .“ Hún gekk að símanum og valdi númerið. Hún talaði í símann um stund og sneri sér síðan að bróður sínum og sagði: „Hún á einn eftir og við getum vel fengið hann fyrir litlu stúlkuna. Rósa situr alein heima í þessu stóra húsi, en læknirinn hennar kemur og heimsækir hana á eftir. Hann lofaði því reyndar. Svo ef þú flýtir þér, Maríus, getur þú sótt hvolpinn án þess að skemma aðfanga- dagskvöldið fyrir henni. Og þú, Súsanna, þú ferð með matinn niður til litlu stúlkunn- ar og segir henni, að jóla- sveinninn hafi fyrst þurft að skreppa og sækja gjöfina hennar. Svo komi hann.“ „Þú getur sagt að þú hafir haldið að hún væri úti á landi,“ sagði Maríus, sem mundi hvað Bitten hafði sagt. Síminn hringdi um leið og Súsanna var búin að láta bakka með jólamatnum fyrir framan litlu stúlkuna, sem leit ekki út fyrir að hafa nokkra matarlyst. Súsanna svaraði í símann. „Connie, þetta er Gústaf,“ sagði rödd. Hún reyndi að segja að þetta væri ekki Connie, en hann gaf henni ekkert tækifæri. „Ég ók út í skurð á leið til þín, bíllinn er í klessu, og ég var að koma heim af slysa- varðstofunni. Segðu Bitten að við sendum jólagjafirnar um leið og pósthúsið opnar aftur eftir jólin, og að ég sæki hana bara einhvern tímann seinna. Er það ekki í lagi?“ Hann lagði tólið á. Hann langaði ekkert að hlusta á nokkrar kvartanir og hún var búin að fá að vita hvað hafði gerst. Súsanna starði á símann löngu eftir að það var kom- inn sónn. Hún fann, að hún stóð þarna allt í einu og hat- aði mann, sem hún hafði aldrei séð. „Hver var þetta?“ spurði Bitten. „Var þetta til mömmu?“ „Þetta var faðir þinn,“ sagði Súsanna. „Hann ók bílnum út í skurð, svo hann getur ekki sótt þig.“ „Ó,“ sagði Bitten. „Það var leiðinlegt. Slasaðist hann og finnur til?“ Bara að svo væri, hugsaði Súsanna. Svo flýtti hún sér að segja Bitten frá jólasvein- inum sem var lagður af stað til að sækja handa henni al- veg einstaka jólagjöf. Bitten hlustaði eftirvænt- ingarfull og starði á hana stórum augum, fullum eftir- væntingar. Súsanna herptist saman af einhvers konar slæmri samvisku, sem hún gat ekki útskýrt, ekki einu sinni fyrir sjálfri sér. „Ég var nú orðin vön því að hafa þá báða," sagði gamla konan og horfði ást- úðlega á litla hvolpinn. Gamli maðurinn í rauða jóla- sveinabúningnum tvísté óþolinmóður. Bara að konan léti hundinn af hendi, þá næði hann þangað áður en litla stúlkan sofnaði. ► Sniðið er að bjöllunni á bls. 68. 12. TBL. 1994 VIKAN 87 SMÁSAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.