Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 98
VIKAN KYNNIR
PROFESSIONALS
PARIS NEW YORK MILAN
Arið 1978 stofnuðu
Þórunn, Bergljót og
Soffía Wathne fyrir-
tækið WATHNE LIMITED í
New York. Sjö árum
sfðar höfðu þær
fært út kvíarnar
svo um munaði og
starfræktu tvö fyrir-
tæki í New York,
WATHNE LIMITED
og WATHNE
IMPORTS. Fyrir
þremur árum leit
fjórða fyrirtækið,
WATHNE COR-
PORATION,
dagsins Ijós. Og
enn hefur WAT-
HNE bætt við fram-
leiðslu sína. Nýlega
setti fyrirtækið á markaðinn
glænýjar förðunarvörur sem
hlotið hafa nafnð PRO-
FESSIONALS, eða FAG-
MENNIRNIR. Hér er á ferð-
inni þrenns konar „útlit'* sem
valið er með ríkjandi
strauma stórborga tfsku-
heimsins, Parísar, New York
og Mílanó, í huga. Parísar-
línan skartar köldum, heill-
andi litum, í New York-lín-
unni eru notaðir heitir litir og
í Mílanó-línunni eru hlýju lit-
irnir í fyrirrúmi.
Hönnuðir PROFESSION-
ALS leggja ríka áherslu á að
sinna kröfum nútímakonunn-
ar. Vörurnar eru einnig hann-
aðar með fyrirsætur og
snyrtifræðinga í huga og
þær gífurlegu kröfur sem
* þau gera til þeirra förðun-
arvara sem þau nota við
vinnu sína. PROFESS-
IONALS samanstanda
af silkimjúku og víta-
mínbættu meiki,
andlitspúðri og
foundation að
ógleymdum
hyljaranum
sem oft hefur
verið kallað-
ur besti vin-
* ur fyrirsæt-
unnar. Einnig er að finna í
línunni heita, kalda og hlýja
kinnaliti sem gefa húðinni
ferskan og hraustlegan blæ.
Varalitir PROFESSION-
ALS eru fjölbreyttir - allt frá
mjög daufum og upp í sterk-
rauða liti. Þeir eru vítamín-
bættir og ríkir af nærandi og
verndandi efnum.
PROFESSIONALS býður
upp á stórkostlegt úrval af
alls konar burstum og pensl-
um til að gera andlitsförðun-
ina sem glæsilegasta.
Augnfarði PROFESSION-
ALS samanstendur af fjöl-
breyttu úrvali af augnskugg-
um og augnblýöntum, litum
sem ýmist glansa, eru mattir
eða sanseraðir. Allir inni-
halda litirnir vítamín og mýkj-
andi efni. Augnháraliturinn
bæði þykkir og lengir augn-
hárin, hann er vatnsþolinn
og vegna þess hve mjúkur
hann er er auðvelt að setja
hann á og ná honum af.
Þetta eru förðunarvörur
sem tekið er eftir! □
NAGLAVÖRUR FRÁ EYLURE
Aceton Free Nail Polish Remover (bleikur) er naglalakks-
eyðir sem er hannaður sérstaklega fyrir þær konur sem nota
gervineglur. Naglalakkseyðirinn er án acetons þannig að
hann er öruggur fyrir gervineglur og fæst hann f 175 ml plast-
flösku.
Moisture Balance Nail Polish Remover (gulur) er mildur
naglalakkseyðir og er sérstaklega hannaður fyrir þurrar og við-
kvæmar neglur og einnig gervineglur. Hann inniheldur raka-
bindandi efni auk E-vítamíns og kvöldvorrósarolíu sem er
rakagefandi. Naglalakkseyðirinn fæst í 175 ml plastflösku. □
Drauma
lubleian
ÍSLENSKAR TAUBLEIUR
Eftir þriggja ára þróunarvinnu og ráðgjöf hjá Iðnþróunarfé-
lagi Eyjafjarðar og Útflutningsráði íslands er Draumablei-
an komin á markað. Eigandi fyrirtækisins, sem ber sama
nafn og bleian, er Hugrún Marinósdóttir á Dalvík en þar er var-
an framleidd. Bleian samanstendur af bleiubuxum, sem lokast
með „frönskum rennilás" þannig að auðvelt að er aðlaga þær
að stærð barnsins, og innleggi sem getur dregið í sig margfalda
þyngd sína af vökva. Bleian er til í tveimur stærðum. Taubleiur
eru umhverfisvænar og margfalt ódýrari en bréfbleiur. Áætlaður
kostnaður yfir bleiutímabil barns með notkun Draumableiunnar
er í kringum 27.000 krónur en samkvæmt könnun Neytenda-
blaðsins (mars 1993) er áætlaður kostnaður við notkun bréf-
bleia í tvö og hálft ár 142.000 krónur. □
DAGBÓK FYLGIR NÆSTU VIKU
MEÐAL EFNIS í NÆSTU VIKU: ■ LÍFSHLAUP SALÓME
■ ÞEKKT SYSKTYNI LÝSA BERNSKUBREKUM HVORS ANNARS.
B ÞRÍR ÍSLENSKIR TÍSKUFATAHÖNNUÐIR KYNNTIR.
■ HVAÐ SEGIR VÖLVAN UM HEIMSMÁLIN ÁRIÐ 1995?
■ VIKAN RÆDIR VIÐ HJÓN f AKSTURSÍÞRÓTTUM.
■ SÍÐAST EN EKKI SÍST: DAGBÓK MED STJÖRNUSPÁ.