Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 36
ENDURMINNINGAR
að keppa um athygli foreldra
okkar. Þau voru bæði sterkir
persónuleikar sem við dýrk-
uðum og vildum þóknast að
öllu leyti. Þessi athyglissýki
hafði eflaust áhrif á sam-
skipti okkar.“
Móðir Bryndísar og Ellerts
var mikið með börnunum en
á þessum tíma sinntu mæð-
ur uppeldinu eins og hverju
öðru fullu starfi. Bryndís seg-
ir að það hafi ekki verið um
það að ræða að vera óþekk-
ur - það ríkti agi á heimilinu
sem börnin urðu að lúta.
„Við blönduðum okkur aldrei
í samræður fullorðinna og
okkur var uppálagt að þegja
í þeirra návist. Við vorum
annað að. Hann ætlaði sér
örugglega að verða fótbolta-
stjarna eins og pabbi. Hann
var metnaðargjarn forystu-
sauður og leikni með bolt-
ann gaf honum sjálfstraust
sem hverjum ungum manni
er nauðsynlegt.
Eddi var göslari, ógurlega
sjarmerandi, vel gefinn en
latur til alls nema boltans.
Enda þurfti hann aldrei að
gera neitt annað að mér
fannst. Ég held að hann
megi þakka mömmu það að
hann mætti alltaf í skólann á
réttum tíma, las heima og
kláraði sín próf. Ég var hins
vegar samviskusemin upp-
máluð, fór aldrei ólesin í
Eiginmanninum óskaö til hamingju í tilefni fimmtugsafmælis Bryndísar.
alltaf komin í rúmið, búin að
bursta tennurnar og fara
með bænirnar strax eftir
kvöldmat. Pabbi kom þar
hvergi nærri. Hann átti að
hafa ró og næði eftir strang-
an vinnudag. Ég man, að
gestir höfðu orð á því seinna
að þeir hefðu ekki hugmynd
um að pabbi og mamma
ættu þennan sæg af börn-
um. Við vorum látin hverfa
og sáumst ekki þegar gestir
mættu til veislu. Þetta var
auðvitað kjörið uppeldi og
kannski hefði ég átt að ala
mín börn upp eftir þessari
formúlu!“
FÓTBOLTINN NÚMER
EITT, TfVÖ OG ÞRJÚ
Fyrstu minningar Bryndís-
ar um Ellert bróður sinn er
með sokkana niður um sig, í
KR peys.u, með boltann í
fanginu, bullandi sveittur og
kámugur. „Frá fyrstu tíð var
hann svo upptekinn af bolt-
anum að það komst ekkert
skólann og kunni allt utan
að. Kannski þetta hafi farið í
taugarnar á honum.“
BÆÐI ÖRGEDJA
„Mig minnir að Eddi hafi
verð dagfarsprúður en fljótur
upp ef svo bar undir,“ segir
Bryndfs. „Það vorum við
reyndar bæði, og erum enn,
en okkur rann líka reiðin
jafnharðan. Svo slógumst
við eins og hundur og köttur
og mamma hafði vit á því að
taka aldrei afstöðu. Hún lét
okkur um að leysa okkar
ágreiningsmál sjálf. Þetta
voru heiftarleg slagsmál og
lengi framan af hafði ég bet-
ur því ég var stærri. Það var
alltaf þessi viðkvæmni gagn-
vart hvort öðru og hún hefur
ekkert horfið þrátt fyrir árin.
Aldursmunur var lítill og
sambandið náið. Kannski
gerum við of miklar kröfur
hvort til annars, annað hvort
allt eða ekkert - alger holl-
usta eða óvinátta.11
SYNT f SJÓNUM VIÐ
ÆGISÍÐUNA
Systkinin brölluðu ýmis-
legt á æskuárunum eins og
krakkar gera og þá var ekki
alltaf verið að leika sér að
dúkkum og bílum! „Á sumrin
áttum við það til að synda í
sjónum neðan við húsið okk-
ar,“ segir Bryndís. „Við sett-
um það ekkert fyrir okkur þó
að klóakið rynni í sjóinn á
sama stað. Svo klömbruðum
við saman fleka úr spýtum,
sigldum út á haf og duttum
oftar en ekki í sjóinn. Þarna
er aðgrunnt svo að það sak-
aði ekki. Það var ekki fyrr en
einhver hringdi í lögregluna
að við hættum þessum sjó-
ferðum. Ég man nú ekki
hvort Eddi hafi verið með í
þessum ferðum því að hann
var alltaf sendur í sveit á
sumrin en ég var í barna-
gæslunni heima.
Annars var það einn leikur
sem tók öllum öðrum fram
og var mjög vinsæll yfir vetr-
armánuðina þegar ekki var
hundi út sigandi og fótboltinn
lá niðri. Leiksvæðið var þá
stofugólfið og þátttakendur
voru tuttugu og tvær tölur af
öllum stærðum og gerðum.
Ef ekki voru til tuttugu og
tvær tölur í skúffunum henn-
ar mömmu voru þær bara
klipptar af sparifötunum
hans pabba og skellt í leik-
inn. Á stofugólfinu fór svo
fram æsispennandi leikur á
milli KR, sem alltaf vann, og
til dæmis Vals. Eddi stýrði
leikmönnunum af mikilli
kúnst, lék jafnframt þúsundir
áhorfenda og lýsti svo leikn-
um í anda Sigurðar Sigurð-
arsonar fyrir alþjóð í gegnum
útvarpið. Þetta gat verið
hræðilega fyndið, sérstak-
lega þegar hann lýsti því
einu sinni að markmaður KR
hefði svo lítið að gera í
markinu að hann væri bara
sestur upp í stúku. En þó
svo að KR væri alltaf að
vinna stórsigra á stofugólfinu
hennar mömmu þá dugði
það ekki einu sinni til að
koma í veg fyrir að hún rass-
skellti Edda fyrir að klippa
allar tölurnar af jakkafötun-
um hans pabba.“
LJÓDSKÁLDIÐ ELLERT
Ritstjóri Dagblaðsins Vísis
laðaðist ungur að ritstörfum
og sem stráklingur orti
hanna meira að segja Ijóð.
„Hann las Tarzan upp til
agna og sú hetjusaga hefur
eflaust orðið til þess að hann
gleypti í sig íslendingasög-
urnar líka,“ segir Bryndís.
„En hann lét sér ekki nægja
að lesa heldur skrifaði hann
líka. Hann var alltaf að setja
saman vísur. Það eru ekki
ófáar vísurnar sem hann
hefur ort til mín svo að lík-
lega hef ég verið honum
hugleikin!"
Þessa vísu orti Ellert
þegar hann var níu
ára:"
Bryndfs
Hrausta stelpan, hvik á fæti
hárið stutt en jarpt.
Alls staðar skipar hún
fremsta sæti
og sýnir dansinn skarpt.
Að dansa, syngja, prjóna,
spila
af sprundum öðrum ber
en (Dekkja sundur höldur, sila
henni ofraun er.
BRYNDÍS ÞÓTTI
FYRIRMYND
ANNARRA BARNA
„Það féll ekki mikið kusk á
hennar fínu föt,“ segir Ellert
um Bryndísi systur sína.
„Það var gerð tilraun til að
senda hana í sveit þegar
hún var fimm ára gömul og
það leið ekki nema vika
þangað til hún var komin
heim aftur. Hún neitaði að
vera í sveitinni og hafði tekið
sér far í bæinn ef ég man
rétt. Ætli það hafi ekki bara
verið fyrir neðan hennar
virðingu að vera innan um
kúamykjuna," segir hann og
hlær. „Krókurinn hefur
beygst snemma því hún var
fín dama og þetta hefur bara
ekki verið hennar stíll."
Ellert segir að Bryndís hafi
verið fyrirmynd annarra
barna vegna þess að hún
var dugleg í flestu sem hún
tók sér fyrir hendur, sam-
viskusöm, falleg og vel til
fara. „Herbergið hennar var
allt í röð og reglu á meðan
allt var á rúi og stúi inni hjá
mér. Ég held að hún hafi
aldrei skrópað í skóla. Ef
hún hefur einhvern tímann
gert það þá hef ég ekki verið
látinn vita af því. Yfirleitt var
það helst ég sem svaf yfir
mig og skrópaði og passaði
mig þá á því að fylgjast ekki
með því hvernig aðrir hög-
uðu sér. Þá svaf ég á mínu
græna eyra. Bryndís vildi
standa sig vel og vera for-
36 VIKAN 12.TBL.1994