Vikan


Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 30

Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 30
ATVINNULIFIÐ Sum störf hafa þróast út í að vera kvennastörf og okkurfinnst hálfannkannalegl að karlnienn leysi þau afhendi. Flest eru þessi störf umönnunarstörf og rœddi VIKAN við þrjá karlmenn sem sinna slíkum störfum. TEXTI: GERÐUR KRISTNÝ / UÓSM.: M. HJÖRLEIFSSON ,Vinna á heföbundnum deildum viröist ekki henta körlum. EKKI VERRI HJÚKRUNAR- FRÆÐINGAR EN KONUR „Ég fékk áhuga á aö starfa á spítala eftir að hafa verið aðstandandi sjúklings sem lá inni. í fyrstu hóf ég nám í læknisfræði en þegar ég komst ekki áfram byrjaði ég í hjúkrunarfræðinni og kunni mjög vel við mig þar,“ segir Ásgeir Valur Snorrason sem lauk námi í hjúkrunarfræði árið 1988. Hann sérhæfði sig í svæfingarhjúkrun og vinnur á svæfingardeild Borgar- spítalans. „Það, sem heillar mig viö hjúkrunarfræðina, er hvað hún snýst mikið um mannleg samskipti, bæði við fólkið sem ég annast og sam- starfsfólkið. Mér finnst ég líka vera að gera gagn í starfi mínu. Það er afskap- lega skemmtilegt og gefandi að annast fólk þegar vel tekst til en það er jafn ömur- legt þegar illa tekst til.“ Þegar Ásgeir hóf hjúkrun- arfræðinámið fann hann stundum fyrir fordómum í garð þess að karlmaður væri að læra til jafn hefðbundins kvennastarfs og hjúkrunar- fræðin hefur verið. „Eitt sinn þegar ég sagði kunningja mínum hvað ég væri að læra spurði hann: „Þýðir það að þú sért hommi?" Svona fordómar geta verið erfiðir fyrir suma og eru eflaust ástæða þess að margir karlmenn hætta í hjúkrunarnáminu eða leggja einfaldlega ekki í það.“ Þegar Ásgeir hóf námið voru fimm aðrir karlmenn að byrja á náminu. Þeir voru hins vegar aðeins tveir sem luku því. „Karlmenn í hjúkrun skipt- ast yfirleitt í þrjá hópa; þann sem fer á bráðadeildir, þann sem fer á geðdeildir og þann sem leggur fyrir sig sölu- mennsku, til dæmis hjá lyfja- fyrirtækjunum sem er vel launað. Vinna á hefðbundn- um deildum virðist ekki henta körlum. Kvenkyns sjúklingum finnst nefnilega oft óþægilegt að karlmaður annist þá. Það er líka óþægi- legt fyrir þá og þeir geta átt erfitt með að þola það til lengdar. Karlmenn eru þó ekki verri hjúkrunarfræðingar en konur. Til dæmis finnst sumum sjúklingum þægi- legra að tala við karlkyns hjúkrunarfræðing.'1 JAFNRÉTTIÐ VERÐUR AÐ GILDA í BÁÐAR ÁTTIR Árni Garðarsson leikskóla- stjóri á Vesturborg segist hafa ákveðið í bríari að fara í Fósturskóla íslands og sjá hvernig honum líkaði. Hann útskrifaðist árið 1989 og var eini karlmaðurinn í bekknum. Alls voru þeir þrír í skólanum. „Ég hef aldrei orðið var við „Þaö er slæmt fyrir allar starfsstéttir aö vera skipaöar einu kyni því þá fara þær á mis viö þaö sem hitt býr yfir.“ neina fordóma eða furðu vegna starfs míns. Almennt finnst fólki ofsalega gott hjá mér að hafa valið mér að verða leikskólakennari. Börnunum finnst heldur ekk- ert athugavert við það að ég sé karlkyns." Árni segir ekki mikinn mun vera á starfsaðferðum sínum og þeirra kvenna sem hann vinnur með en þó haldi hann ekki jafn fast í vissar venjur og þær. „Þegar til dæmis er verið að klæða börnin í útifötin áður en þau fara út að leika sér leggja konurnar á þaö brýna áherslu að barnið sé örugglega með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.