Vikan - 20.12.1994, Blaðsíða 84
SMASAGA
SMASAGA EFTIR ELLINOR OBERG
Hann kom alltaf of seint.
Henni flaug f hug aö ef til vill
myndi hann veröa óvenju
seinn í dag vegna þess að
hún hafði heyrt þaö í útvarp-
inu aö vegirnir væru hálir.
Og Gústaf var ekki þannig
manngerö aö hann tæki miö
af slíkum kringumstæðum
og færi fyrr af stað aö heim-
an. Umhugsun var ekki hans
sterkasta hlið.
„Hvenær kemur pabbi?“
spurði Bitten í tuttugasta og
sjöunda skipti. Eftirvænting-
in í rödd litlu stúlkunnar skar
Connie í hjartað. Auðvitaö
var þaö ágætt að börn áttu
svona létt meö aö gleyma
vonbrigðum, en þaö gerði
þau jafnframt ennþá viö-
kvæmari fyrir þeim næstu.
Og Gústaf myndi valda
dóttur sinni vonbrigðum
aftur og aftur á saman
máta og hann haföi
valdið Connie von-
brigðum.
„Bráöurn," sagöi
hún og vonaði aö
það væri satt.
Vonaði þaö
vegna Bitten og
einnig sjálfrar
sín vegna. Eftir
tæpan klukku-
tíma átti hún að
vera komin á
sjúkrahúsið.
Þau höföu glaðst
yfir aö hún skyldi
geta tekiö vaktina.
Það var erfitt aö fá
fólk á aðfangadag-
skvöld. Þaö ætluöu allir eitt-
hvert annað og hún hafði
verið ánægö meö aö fá
vaktina. Hún þarfnaöist pen-
ÞU GLEYMDIR
Litla stúlkan beið eftir
því að faðir hennar
kæmi og sækti hana.
Þá gekk jólasveinninn fram
hjá henni og hún kallaði á
eftir honum. Þaö kom sér-
stæöri atburðarás af stað ...
Klukkan þrjú fór hún aö
verða óróleg. Hann haföi lof-
aö aö koma klukkan eitt, svo
hún bjóst við að hann myndi
láta sjá sig um tvöleytið.
inganna og fyrst
Bitten ætlaöi hvort
sem var að vera hjá
fööur sínum. . .
En hvar gat hann
verið? Þaö var aö
minnsta kosti
tveggja tíma akstur
í bíl héöan til hvíld-
arheimilisins þar
sem Gústaf var læknir,
meira í þessu veöri. Þau
myndu örugglega boröa
nokkuð snemma þar, þó
ekki væri nema vegna barn-
anna. Tvíburar Gústafs og
Mónu voru reyndar aöeins
þriggja ára.
„Veit jólasveinninn örugg-
lega aö ég er ekki heima,
mamma?" spuröi Bitten
áhyggjufull. „Veit hann ör-
ugglega aö pabbi á heima
úti í sveit og að ég er þar í
kvöld?"
„Já,“ sagöi Connie. „Hann
hefur vitað þaö alveg síöan
pabbi þinn flutti þangaö.“
„Nú, já,“ sagði Bitten. „En
ég átti aö vera hjá pabba í
sumar, en svo varö hann allt
í einu aö fara til einhvers
annars lands meö þessari
hinni mömmu og þá varð ég
bara aö vera hérna.“
Já, hugsaði Connie, þá
varöst þú að vera hérna. í
tveggja herbergja íbúö í hlið-
argötu fullri af kyrrstæðum
bílum, bensínfnyk og þungu
lofti. Ásamt móöur, sem ann-
aðhvort var aö læra, átti vakt
á sjúkrahúsinu eöa var alltof
þreytt. Elsku litla barniö mitt,
hvers konar líf hef ég veitt
þér?
Hún leit á klukkuna. Hún
varö að fara fljótlega. Eftir
hálfa klukkustund varð hún
að vera komin á sjúkrahúsið.
Hún gat ekki hringt og af-
boðað komu sína, því þau
gætu ekki náö í neinn ann-
an. Hvers vegna kom hann
ekki?
„Mamma, heldur þú að
pabbi hafi gleymt þessu?"
spuröi Bitten og Connie fann
að nú komu gamlar, bitrar
endurminningar fram í huga
litlu stúlkunnar.
Það kæmi mér ekki á
óvart, hugsaði hún. En hún
sagöi þaö ekki.
„Viö getum komist
aö því,“ sagöi hún og
gekk aö símanum.
Hún valdi númerið
hans, og síminn
hringdi lengi. Loks
var honum ansaö og
ergileg konurödd
sagöi:
„Já, halló, þetta er hjá Ol-
sen lækni."
„Móna," sagöi hún, „þetta
er Connie. Ég ætlaöi bara aö
spyrja hvort Gústaf væri
lagður af stað aö heiman.
Hann lofaði aö vera hérna
um eittleytið og Bitten.. .“
„Vina mín, er hann ekki
ennþá kominn?“ spurði
röddin i simanum. „Hann fór
héöan um hálftvöleytið, svo
hann ætti því. .
„Já,“ greip Connie fram í
fyrir henni, „það ætti hann.“^
84 VIKAN 12. TBL. 1994