Vikan - 01.12.1996, Page 7

Vikan - 01.12.1996, Page 7
 Pegar mig ber að garði hjá Guðrúnu Hjörleifsdóttur spámiðli liggur ekkert yfirskilvitlegt í loftinu, aöeins ilm- andi matarlykt. Guðrún á von á gestum til kvöldverðar þar sem heiðursgesturinn er breskur umbreytingamiðill, staddur hér á landi á vegum Sálarrannsóknarfélagsins. „Miðlar eru eins og hundar,“ segir Guðrún. „Þetta er auðvitað dálítiö skrýtin samlíking en líkt og hjá hundun- um er sjötta skilningarvitiö oft sterkara hjá miðlunum en hjá flestu fólki. Hundarnir finna t.d. á sér að einhver er að koma í heimsókn. Ef einhver tiltekin manneskja hugs- ar til mín finn ég það á mér vegna þess að þá er þegar búið að koma á tengslum á milli okkar. Ekkert ferðast hraöar en hugurinn." Guörún er oröin landsmönnum að góðu kunn en hún hefur starfað hér á landi og erlendis sem spámiðill í fimm ár, þar af sl. þrjú ár hjá Sálarrannsóknarfélaginu. Þar starfar hún einnig sem miöill og hefur tekið þátt f fjölda skyggnilýsinga. Eflaust man flest áhugafólk um dulræn málefni eftir skyggnilýsingarfundinum sem Sál- arrannsóknarfélagið stóð fyrir til styrktar krabbameins- sjúkum börnum nýverið og var haldinn á undan frumsýningu myndarinnar Phenomenon" með John Travolta en Guðrún var ein þriggja miöla V' sem fóru á flug með kvikmynda- hússgesti. „Sjálf er ég ekkert sér- lega hrifin af svona stórum fund- um,“ segir Guðrún, „en ég var ákaflega glöð yfir þvf að þaö var húsfyllir. Mér finnst það tákn um hugarfarsbreytingu hjá Islend- ingurn." „í vissu ástandi get ég numid allt eins og hljódnemi. w

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.