Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 14

Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 14
VOLVAN 1997 MÉR ÞYKIR ÞVl BETRft SEM ÉG ER SKAMMAÐUR MEIRA HRESSAR KONUR VEROLAUNAÐAR BÖRN OG GLERAUGU rnm ágætu herrar eiga enn eftir að deila lengi vel. Og það get ég sagt þér að ekki næst ásætt- anleg niðurstaða varðandi kvótamál og veiöileyfagjald á næsta ári. Þorsteinn Pálsson en fastur fyrir og ekkert fær haggað honum. Aftur á móti fæ ég ekki betur séð en að deilur okkar við Norðmenn fái nokkuð farsælan endi á árinu." Og Völvan bætti því við að hún sæi eiga sér stað áfram- haldandi sameiningu fyrir- tækja í sjávarútvegi. “Menn munu fljótlega teygja sig á milli landshluta til að sameinast.” Samherjamenn munu áfram gera það gott “en eitthvert basl verður á þeim með eitthvert þeirra útgerðarfyrirtækja sem þeir eiga hlut í erlendis. Lík- lega þetta í Austur-Þýskalandi. Almennt eiga fisksölumál okk- ar erlendis eftir að skila sér vel og mikið gleður það mig að sjá að á næsta ári veröur farið að ræða í fullri alvöru um meiri fullvinnslu sjávarafurða hér heima.” Áður en Völvan sagði skilið við sjávarútveginn bætti hún því við aö íslendingar ættu eft- ir að gera meira af því en nokkurn tímann áður að flytja út þekkingu í sjávarútvegsmál- um. Hvað um kjaramálin? Nú varð Völvan döpur í bragöi: “Það á allt eftir að loga í vinnu- deilum á árinu. Kaupmáttar- aukningar veröur vart en hinir lægstlaunuðu telja tíma til kominn að fá umbun fyrir þol- inmæðina eftir þjóðarsáttar- samninga. Þeim þykir það heldur þunnt, sem boðið verð- ur upp á, og við fáum að kenna á harkalegum verkfalls- aðgerðum.” MENNTAMÁLIN Skólamálin? “Þar verða slagsmál. Skólamálin eiga eft- ir að taka breytingum á nokk- uð annan veg en við höfum gert ráð fyrir. Bæði hvað varð- ar grunnskóla og ekkert síður æðri menntastofnanir. Háskól- inn á eftir að taka umtalsverð- um breytingum á næstu fjórum árum. Þess verður vart á næsta ári og viö munum geta fundið áhrif breytinganna þeg- ar á árinu 1998. Mikil átök eiga eftir að eiga sér stað þegar einstaka sveit- arfélög sýna tilburði til að laða til sinna skóla afburða góða kennara með hærri launum. Slagurinn um bestu kennar- ana verður töluveröur. Og ekki verða kennarasamtökin fylli- lega sátt við framvindu þess- ara mála.” Næst sagðist Völvan sjá rísa hér á landi skóla á sviði lista. “Það er bjart yfir skóla- starfinu. Þetta er einhvers konar listaskóli sem tengist út- löndum verulega mikið og á eftir að mennta marga upp- rennandi listamenn sem eftir verður tekið í framtíðinni.” Völvan sér nýja bókhlöðu rísa en að þessu sinni vegna alþjóðlegra tengsla af ein- hverju tagi. Hún sér líka ungan og bráðefnilegan íslending hljóta eftirsóknarverð bók- menntaverðlaun á árinu. “Þessi ungi maður er lítt þekkt- ur í dag en þjóðin á eftir að verða mjög stolt af honum.” Og þá sér hún líka íslend- ing, sem starfar á fjármála- sviðinu, vekja á sér umtals- verða athygli erlendis. “Hann á eftir að vinna landi og þjóð mikið gagn.” En að sögn Völvunnar eru ekki allir aö gera góða hluti í fjármálum. Öðru nær: “Tvö al- varleg fjármálahneyksli eiga eftir að verða mjög í fréttum á árinu. Annað tengist banka- kerfinu og hitt fyrirtækjarekstri. “Það á mikið eftir að ganga á, ekki síst vegna þess að hér virðast vissir stjórnmálamenn vera á einhvern hátt illa flæktir í málin.” FARSÆL BRAUT OG VIRÐINGARAUKI Það hýrnaði að nýju yfir gömlu konunni: “Eftir mikla átakamánuði, þar sem eru júní, júlí og ágúst, göngum við inn í áhrifamikið tímabil,” sagði hún. “Hér á landi munu koma upp atburðir sem eiga eftir að leiða þjóðina inn á ákaflega farsæla braut. íslendingar eiga eftir að verða meiri þátttakend- ur á alþjóölegum vettvangi en hingað til og með þeim hætti að virðing þjóðarinnar vex til muna og þeirra sem eiga eftir að standa í baráttunni.” STIKLAÐ Á STÓRU Þannig hélt Völvan áfram. Um sum mál fór hún mörgum orðum en gerði grein fyrir öðr- um í skeytastíl. Hún kom geysilega víða við og hér á eft- ir verður látið nægja að stikla á stóru og fara hratt úr í einu í annað: • Miklar sveiflur verða í upp- byggingu atvinnuvega norðan- lands. Þar gætir sterkra áhrifa frá sjávarútvegi. • Á Austurlandi virðist mér komast hreyfing á einhverja stórsamninga við erlenda að- ila. Aðila úr óvæntri átt. Frá Asíu sýnist mér það helst vera. • Ef horft er til Suöurlands eiga stórar byggingar brátt eft- ir að rísa nærri Hornafirði. Og enn er erlent fjármagn á ferð- inni. Hér er um að ræða verk- efni á sviði jarðvísinda sem á eftir að skipta þjóðina tölu- verðu máli. • Talsvert fé á eftir að renna hingað frá Bandaríkjunum sem gerir okkur kleift að byggja upp eitthvað í sam- bandi við vísindarannsóknir. Miklum fjármunum á eftir að verða varið í rannsóknir á fleiri sviðum. Þar eiga eftir að heyr- ast nefndar hærri fjárhæðir en við eigum að almennt venjast. íslendingar fara inn á nýjar brautir á sviði vísinda. • Upp kemur eitthvert vanda- mál á sviði kvennabaráttunn- ar. Þetta er erfitt mál sem veld- ur miklum bollaleggingum manna á meðal. Málið fær annan endi en flestir munu reikna með. • Kjördæmamálin koma mik- ið til umræðu á árinu en fara svo í biðstöðu enn á ný. STJÓRNMÁLIN • Það er athyglisvert hvernig stjórnmálaheimurinn á eftir að breytast á næstu tveim árum eöa svo. Breytt viðhorf al- mennings eiga eftir valda þar miklu. Áherslur eiga eftir að breytast geysilega mikið og forgangsröðin á þingi verður önnur en hún er í dag. Allt önnur. • Það eru mikil átök fram undan á Alþingi. Þar verða miklar sviptingar. Þeirra verður fyrst vart í febrúar. Nokkrir þingmenn eiga svo sannar- lega eftir að taka á honum stóra sínum... • Mikil togstreita verður á milli kjördæma vegna deilna um skiptingu fjár úr ríkissjóði. Það leiðir til mikils uppistands. Hér verður, eins og svo oft áður, minnst velt vöngum yfir því hvað sé þjóðhagslega hagkvæmt. Það á eftir að sverfa til stáls þegar þingmenn kjördæmanna takast á. • Nú vildi blaðamaður Vik- unnar fá aö vita hvernig mundi ára í stærstu stjórnmálaflokk- unum. • Það kemur upp einkenni- legt vandamál í Alþýðuflokkn- um. Og mikið á eftir að ganga á í þeim herbúðum á næstu misserum. Ég sé nýjan mann ganga til liðs við flokkinn. 14 VIKAN 4.TBL. 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.