Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 16

Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 16
VOLVAN 1997 sem þaö mun leiða til heim- sóknar hans hingað eða ekki. • Ég sé ástralska menningu koma sterkt inn í myndina á árinu. Ekki þannig að hún fari aö sækja hingað. Miklu heldur virðast mér íslenskar fjölskyld- ur allt í einu fara að flytja þangað í töluverðum mæli eins og foröum daga. Fólks- flóttinn er ekki í rénun enn sem komið er. Ef ekki verður eitthvað að gert mun þjóðin þurfa að horfa á eftir mörgum fjölskyldum, fyrirtækjum og umtalsveröu fjármagni hverfa úr landi. NÝJAR AUDLINDIR • íslendingar komast í snert- ingu við tvær nýjar auðlindir sem ekki hafa verið inni í myndinni til þessa. Annars- vegar er þar um að ræða ein- hverja málma og hinsvegar Mann sem fæstir hafa trúlega reiknað með á þeim vettvangi. • Átök og sundrung eiga eftir að gera vart við sig í Fram- sóknarflokknum. Átök sem gætu leitt til mannabreytinga á toppnum. Breytinga sem eng- an órar fyrir í dag. ÚR RÁÐHERRAEMB- JtTTI? • Þaö, sem helst ber til tíð- inda í Sjálfstæöisflokknum, er, að því er mér sýnist, einhver vistaskipti hjá Friðrik Sophus- syni. Mér finnst hann eigi eftir aö hverfa úr fjármálaráðuneyt- inu einhverra hluta vegna. Hann verður ekki eini ráðherra þessarar ríkisstjórnar sem hverfur óvænt úr embætti. • Friösamast verður í Alþýðu- bandalaginu. Þaö bandalag lætur lítiö á sér kræla meðan ósköpin ganga á í hinum flokk- unum á þingi. • Stórra tíöinda er að vænta á fjármálasvið- inu. Einhverjar þær breytingar munu verða í fjármögnunarþjónustu sem munu hafa umtals- verð áhrif. Þaö, sem hér er um að ræða, nær fótfestu vegna þess hve almennt átak stendur þar á bak við. Það munu margir aðilar leggja hönd á árarnar. • Málefni barna verða meira í sviösljósinu en oftast áöur og mörg samtök raða málefnum þeirra fremst í for- gagnsröð sína. Þar á eftir að eiga sér stað mikil og þörf uppbygg- ing. Eitthvert hús fyrir börn mun rísa. Hús sem mikil þörf hefur KöSífr'W verið fyrir. En þaö verður unn- eitthvað þaö úr sjó sem leiöir ið aö uppbyggingu, þess utan, úr öðru en eiginlegum bygg- ingarefnum. Og mikið gleður þaö mig að sjá málefni fjöl- skyldunnar vera loksins höfð í hávegum. • Skemmtiferðaskip munu stórauka komur sínar til lands- ins. íslenskir aðilar munu fljót- lega skoða vandlega þann möguleika að eignast sitt eigiö skemmtiferöaskip. Athyglis- verðar hugmyndir þar að lút- andi eiga eftir að veröa til um- ræöu. • Alþjóðlegar ráðstefnur verða haldnar hér í vaxandi mæli og mikil umferð erlendra ráðamanna verður um landið. Sjálfur Clinton Bandaríkjafor- seti mun eiga eftir að beina augum sínum hingað, hvort til þess að hér verður reist efnaverksmiðja. Það líður ekki á löngu þar til samningar verða uppi á borðinu þar að lútandi. • [ haust eiga allra augu eftir aö beinast að konu sem verð- ur mikill áhrifavaldur í íslensk- um þjóðmálum. Hún veröur mikið inni í umræðunni. • Mikill óróleiki gerir vart við sig í leiklistarlífinu á árinu og tvær eða fleirri fylkingar eiga eftir að takast á af miklum ákafa vegna leikhúsmála í höf- uöborginni. • Ekki verða minni átök í borgarstjórn þegar þar kemur til alvarlegrar umfjöllunar hvernig taka skuli á einhverju mjög svo umfangsmiklu við- fangsefni borgarinnar á sviði uppbyggingar. Þetta leiöir til varanlegrar sundrungar innan R-listans og verður á meðal þeirra þátta sem valda því að hann missir meirihlutann í næstu borgarstjórnarkosning- um. Þetta á sömuleiðis eftir að verða til þess að varpa skugga á sameiningarmál á vinstri væng stjórnmálanna á lands- vísu. Og Sjálfstæðismenn fá ástæðu til aö kætast. UNGIR OG ALDRAÐIR • Grasrótarhreyfing ungs fólks mun gera vart við sig á árinu. Hún sprettur upp vegna eins ákveðins máls og til þess eins stofnuð að þrýsta á úr- lausn þess. Þetta unga fólk teflir fram afar skeleggum tals- mönnum. Þar í hópi er per- sóna sem vert er aö gefa gaum. Innan ekki allt of langs tíma mun viðkomandi gera vart við sig með áberandi hætti á vettvangi stjórn- málanna. Völvan sér ungt fólk láta aö sér kveöa á alþjóðleg- um vettvangi líka: • Þegar brjótast út ógn- vekjandi styrjaldir í Afríku og einhvers staðar í austrinu, styrjaldir, sem vekja óvenju mikinn óhug hvarvetna í heiminum, myndar ungt fólk með sér ópólitísk friðarsamtök sem eiga eftir að valda umtalsverðri hugarfars- breytingu meðal þjóða heims. Áhrif þessara samtaka munu aukast hröðum skrefum á næstu fjórum árum og sú kyn- slóð, sem er að taka við, skapar nýja heimsmynd. Einkum og sér í lagi gleð- ur það mig að sjá hve ís- á eftir aö gegna stóru hlutverki í þessu ferli öllu. Frá unga fólkinu hverfur Völv- an að málefnum aldraðra: • Aldraðir munu, líkt og unga fólkið, eignast góða málsvara sem fá því framgengt að breytt stefna verður tekin upp í mál- efnum þeirra. Það er ekki aö- eins að meiru fjármagni verði variö til þessa málaflokks heldur verða heilsugæslan og mannlegi þátturinn meira áberandi. Margir eiga eftir að koma til meö að eiga hér hlut aö máli þegar til kastanna kemur og geysilegar breyting- ar til batnaöar munu eiga sér stað. • íslendingar eiga skyndilega eftir að stórauka viöskipti við Asiulönd og Japan. Þaðan á eftir að renna umtalsvert magn land 1 6 VIKAN 4.TBL. 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.