Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 24

Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 24
 Aflugskörpum vængj- um heitir lífssaga Myriam Bat-Yosef, fyrrum eiginkonu listmálar- ans Erró, eftir Oddnýju Sen. Myriam er lettneskur gyöing- ur, fædd í Berlín en ólst upp í París, Palestínu og ísrael. Myriam hlaut íslenskan ríkis- borgararétt þegar hún giftist Erró 1956 og hefur haldið honum síðan en nýlega af- salaði hún sér ísraelskum ríkisborgararétti sínum. Oddný Sen hefur lengi átt sér þann draum að skrifa bók um líf Myriam. Faðir Oddnýjar, Jón Sen, og Erró voru æskuvinir og kynntist Oddný Myriam strax í æsku. Kynni þeirra urðu enn nánari síðar þegar Oddný bjó hjá Myriam i París á fyrstu námsárum sínum. Tura, dóttir Errós og Myriam, er ein besta vinkona Oddnýjar en hún er læknir í París. „Samband Myriam við móður sina var mjög sér- stakt og því var dauði henn- ar gífurlega þungbær. Þær skrifuðust reglulega á í tutt- ugu ár og í bréfunum lýsir Myriam lifi sínu ótrúlega ná- kvæmlega fyrir foreldrum sínum. Móðir hennar varð- veitti bréfin og þau voru ein besta heimild mín um átökin sem átt hafa sér stað í sálar- lífi Myriam," segir Oddný. „Anja, móðir Myriam, var mjög sérstök kona. Hún var leikkona og Ijóðskáld en starfaði sem snyrtisérfræð- ingur. Henni fannst list- hneigð sín ekki njóta sín og krafðist þess af dóttur sinni að hún yrði listakona. Af þeirri kröfu urðu hinar miklu tilfinningar á milli þeirra mæðgna m.a. til. Anja var stjórnsöm og lagði alla krafta sína í félags- og líknarmál í hinu nýstofnaða Ísraelsríki. Faðir Myriam barðist með andspyrnuhreyfingu síonista og lét lífið í Palestínu í átök- um við Araba þegar Myriam var barn. Seinni maður Önju, og sá sem Myriam kallar pabba í kaflanum sem hér birtist, var eiginmaður vin- konu hennar en vinkonan var handtekin af nasistum þegar þau voru öll á flótta og liflátin í gasklefa ásamt tveggja ára dóttur sinni. Sömu örlög hlutu margir úr móður- og föðurfjölskyldu Myriam. Myriam tilheyrir kynslóöinni sem mótaði (sra- el.“ Oddný segir að heims- borgarastefnan hafi haft mik- il áhrif á Myriam og hún á enn vegabréf sem gefið var út af samtökum heimsborg- ara. Draumur hennar var að landamæri yröu þurrkuð út og að Jerúsalem yrði höfuð- borg á veraldlega vísu eins og hún hefur veriö trúarleg höfuðborg. „Þegar sex daga stríðið skall á upplifði Myri- am ógnina, sem steðjaði að ríkinu, sem persónulega árás á sig og varð eldheitur síonisti. Hún taldí þá að heimsborgarastefnan gæti ein stuðlað að friði meðal hinna stríðandi þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún bjó í 11 ár í ísrael eftir að þau Er- ró skildu en sú dvöl gjör- breytti viðhorfi hennar til síonismans og hún fyrirlítur fasíska þjóðernisstefnu ísra- elsstjórnar. Sem gamall heimsborgari er hún mikill Evrópusinni og helst vildi hún gera allan heiminn að einu ríki,“ segir Oddný. í lífssögu Myriam kynnast lesendur ýmsum hliðum á lífi ísraelsmanna en Myriam bjó í ísrael í ellefu ár eftir að þau Erró skildu. Bóhemalífi Parísarborgar er einnig vel lýst og lesendur fá að kynn- ast einkalífi Myriam sem hef- ur einkennst af ástríðufullum ofsa. Eftir lát móður sinnar starfaði Myriam í alþjóðleg- um samtökum um líknardráp og, eins og fram kemur í kaflanum, hefur hún ákveðið að lifa ekki lengur en til 75 ára aldurs. Móðurmissirinn hafði þau áhrif að hún ætlar ekki að hljóta sömu örlög og móðir hennar og hefur þegar ákveðið hvernig hún ætlar að skilja við lífið. Myriam er 65 ára og á því tíu ár eftir ólifað. □ EFTIR ELÍSABETU ÞORGEIRSDÓTTUR MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.