Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 27

Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 27
áfram að banka í tennurnar á henni. Þegar það þýddi ekki tróð hún slöngunni inn í nefið á henni og hellti inni- haldi súpuskálarinnar ofan i slönguna. Mamma gat enga björg sér veitt, í náttkjólnum og grindhoruð eins og Au- schwitzfangi. Ég hljóp út úr stofunni til skrifstofu yfir- læknisins sem var kona. „í guðanna bænum, hjálpaðu móður minni!" hrópaði ég í örvæntingu. „Við gerum allt sem við getum,“ sagði hún með upp- gerðaralúð. „Hjálpið henni til að deyja“. „Við erum ekki morðingj- ar,“ sagði hún og hækkaði róminn. „En mamma hefur sjálf sagt þér að hún vilji deyja! Hjálpaðu henni!" „Þessu samtali er lokið." Um þessar mundir voru víða um heim mikiar umræð- ur í gangi um líknardráp en enginn komst að neinni nið- urstöðu. Virtir vísindamenn og læknar komu oft fram í fjölmiðlum og sögðust vera hlynntir líknardrápi. í (srael var líknardráp með öllu bannað. Þar voru ungir menn sendir með bestu samvisku á vígvellina til að deyja meðan aldrað fólk var látið þjást vikum, mánuðum, árum saman. Mér fannst það ómannúðlegt. Þannig var móðir mín pyntuð í sex vikur, hendur hennar bundnar svo hún sliti ekki næringarslöng- una úr sér. Á hverjum degi sögðum við pabbi hvort við annað: „Nú hlýtur þetta að fara að taka enda. Hjartað fer að gefast upp,“ en það hélt áfram að slá gegn vilja hennar. Ég var alla morgna hjá mömmu og eftirmiðdagana á sjúkrastofu Rigmor. Tura kom síðan til ísrael en tók ekki í mál að fara á spítalann og sjá mömmu svona. Hún var orðin hræðileg ásýndum og ekkert var fallegt við hana nema augun. Síðustu nóttina, sem hún lifði, var nál svo illa komið fyrir í hendi hennar að hönd- in bólgnaði upp. Eitthvað brast í mér. Ég þoldi ekki að horfa upp á niðurlægingu þessarar mikilhæfu konu sem var allt sitt líf svo stolt, svo sjálfstæð, svo tíguleg og stjórnsöm. Ég stökk upp af stólnum og hljóp út úr sjúkrastofunni og öskraði á hjúkrunarkonuna að koma nýrri nál fyrir. Ég settist á ganginn og reri fram í gráð- ið. Tár mín voru gjörsamlega þorrin. Þann 29. desember 1976 fékk móðir mín endanlega hvíldina. Um leið og hringt var í mig frá spítalanum til að tilkynna mér lát hennar ók ég tafarlaust til líkhússins. Gyðingar hafa þann háttinn á að þeir þvo líkin, fjarlægja gervitennur, taka af hinum látnu alla skartgripi og leggja þá síðan til í kistu svo að að- standendur geti kvatt þá hinstu kveðju. Ég fjarlægði líndúkinn af andliti móður minnar og bað hana í huganum um að fyrir- gefa mér fyrir að hafa sent hana á spítalann. Ég vonaði að ég fengi að sjá andlit hennar friðsælt í dauöanum. En andlitið sem blasti við mér var hryllilegt ásýndum. Munnurinn var eins og hola án tannanna og hún minnti mig á lík úr fangabúðum nasista. Annað augað var lokað, hitt opið og starði á mig fullt ásökunar. Ég fór heim til föður míns. Við föðmuðumst án þess að segja orð. Hann lagði sig og gat loksins sofnað örlitla stund. Eftir svefninn varð hann aftur sá dásamlegi, raunsæi og óeigingjarni maður sem ég hafði alltaf þekkt. Hann gerði strax ráð- stafanir til að fá læknishjálp við veikindum sínum og við fórum að huga að jarðarför mömmu. Ég skreytti gröf hennar í kirkjugarðinum í Holon með fallegum steinum úr eyði- mörkinni og pabbi keypti sér legstað við hlið hennar. Tura harðneitaði að fara að gröf hennar og skrifaði mér síðar frá Brockwood að hún væri alfarið á móti kirkjugörðum og jarðarför- um. Nokkrum vikum eftir lát mömmu fór ég í kirkjugarð- inn til að leggja blóm á gröf hennar. Vetrarsólin lýsti að- eins upp þennan kuldalega, gráa dag og ég lagðist endi- löng á gröfina sem var ætluð föður mínum, beindi sjónum til himins og lét minningarnar um mömmu streyma um mig. Skyndilega kom vörður hlaupandi til mín og hrópaði: „Helgispjöll, helgispjöll!" Ég reis á fætur í skyndi og hijóp út úr kirkjugarðinum. Ég treysti mér ekki til að fara þangað lengi á eftir. Þegar árið 1977 gekk f garð skildi ég varla að ég væri enn uppistandandi eftir þetta erfiða ár. Ég hafði lent í hræðilegri ástarsorg og reynt að svipta mig lífi, besta vinkona mín, Rigmor, hafði lent í bílslysi og ég hafði misst móður mína. Sektartil- finningin gagnvart henni var svo yfirþyrmandi að ég leit- aði til geðlæknis. Hann lét mig hafa bók eftir franska rit- höfundinn Romain Gary sem einnig hafði átt stjórnsama, lettneska gyðingamóður og misst hana áður en hann varð frægur. Með hjálp geð- læknisins reyndi ég að skilja hvílík áhrif stjórnsemi móður minnar hefði haft á mig. Það er ekki gott að vera elskaður og dýrkaður svona ungur. Ofurást hennar á mér og það traust, sem hún bar til mín, hafði lagt á mig þunga byrði sem mér fannst enn þyngri nú þegar hún var lát- in. Mér leið eins og ég hefði gengið að brunni og drukkið allt sem í honum var, aðeins til að skilja að brunnurinn var hillingar. Mér fannst skelfi- legt að móðir mín skyldi deyja áður en ég hefði náð takmarkinu sem hún krafðist af mér og að þessu síðustu ár hefði hún orðið vitni að því að ég var á hraðri niður- leið. Mér varð hugsað til bresku skáldkonunnar Sylviu Plath og móður hennar sem gaf út bréf þeirra eftir dauða Sylviu. Eins og ég var Sylvia skap- heit og ástríðufull og bréfa- skipti þeirra minntu mig á bréf okkar mömmu sem hún hafði geymt í glerskápnum öll þessi ár með það fyrir augum að birta þau síðar. Ég las milli línanna að Sylvia hefði fundið á sér að hún hefði náð markinu og kæm- ist ekki lengra og að hún fyndi þungann af niðurförinni læsast um sig. Þess vegna svipti hún sig lífi. Frændi minn frá Suður-Afríku sagði mér að mamma hefði trúað honum fyrir því skömmu áð- ur en hún lést að hún hefði séð eftir að hafa ýtt mér út á listabrautina þegar hún sá hvað það reyndist mér erfitt. Hún skildi um síðir að líf listamannsins var ekki það frelsi sem hún hafði óskað eftir að yrði mitt hlutskipti heldur eilíft streö. Hún hafði aldrei minnst á þetta við mig. Ég eyddi fjórum dögum vikunnar í íbúðinni á Zaiman Schne’úrgötu hjá pabba og hinum þremur í íbúð minni í Jerúsalem. í hvert skipti, sem ég kom til pabba, fannst mér eliin læsa í mig klónum og leggjast á mig eins og mara. Pabbi var ákaflega einmana, bitur og óham- ingjusamur og vildi helst vera einn. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að fara að því að hugga hann og ég ótt- aðist um hann einan í íbúð- inni. Hann og Tura voru það eina sem ég átti eftir. Ég fór aftur út í eyðimörk- ina til að hitta bróður Marks. Þegar ég var að tæma her- bergi móður minnar fann ég portrett sem ég hafði málað af mér, Mark og sonum hans tveimur. Ég treysti mér hvorki til að geyma verkið né eyðileggja það svo ég bað hann um að geyma það fyrir mig. Ég tólc þó bjargföstu ákvörðun að láta aldrei fara ffyrir mér eins og henni; verða aldrei gömul, bjarg- arlaus, upp á aðra komin og Turu til byrði. Ég vildi ekki missa sjálfsvirðing- una. Tómið, sem mamma skildi eftir sig, var óendanlega stórt. Þótt hún væri tlu árum eldri en faðir minn höfðu þau verið gift í þrjátíu ár. Hún gerði mig að listakonu og nú þegar hún var horfin frá mér spurði ég sjálfa mig fyrir hvern ég ætti núna að mála. Hræðilegt, ásakandi andlit hennar í dauðanum sótti á mig jafnt í vöku sem draumi. Ég tók þá bjargföstu ákvörð- un að láta aldrei fara fyrir mér eins og henni; verða aldrei gömul, bjargarlaus, upp á aðra komin og Turu til byrði. Ég vildi ekki missa sjálfsvirðinguna. Ég sór þess eið að falla fyrir eigin hendi sjötíu og fimm ára gömul að aldri. □ 4. TBL. 1996 VIKAN 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.