Vikan - 01.12.1996, Side 37

Vikan - 01.12.1996, Side 37
■ „Bókin varð svolítið öðruvísi en ég ætlaði því á tveimur stöðum lenti ég á svo mögnuðu fólki að það tók fleiri tugi blaðsíðna í bókinni. Þar ó meðal er maður sem gerðist hólfgerður pólitískur flóttamaður. . ." á fisinu mínu sem heitir Skaft- iö og hitti fyrir fólk. En núna ákvað ég að fara hringinn í kringum landið á Skaftinu og það tókst og afraksturinn er bókin sem kemur út núna fyrir jólin. Bókin varð svolítið öðruvísi en ég ætlaði því á tveimur stöð- um lenti ég á svo mögnuðu fólki að það tók fleiri tugi blað- síðna í bókinni. Þar á meðal er maður sem gerðist hálfgerður pólitískur flóttamaður; sagði sig úr lögum við samfélagið og flutti með konu sinni upp á fjall fyrir ofan Skíðaskálann í Hveradölum og bjó þar í níu ár. Sá maður er nú látinn en torfbærinn, sem þau hjónin bjuggu í, stendur enn. Þar reyndu hjónin að lifa algjörlega á sjálfbærri þróun og aðeins af því sem til féll innan við tún- garðinn. Þau gátu þó ekki al- veg lifað af því og hann vann sem hafnarverkamaður í Reykjavík og hjólaði til og frá vinnu á hverjum degi, upp og niður fjallið. Saga þessa fólks fangaði mig gjörsamlega. Hann var hugsjónamaður og ofsatrúarmaður, sannfærður um að veröldin væri að fara til fjandans. Önnur saga, sem tók mig algjörlega, var af Herði Haraldssyni, kennara á Bifröst í Borgarfirði. Hann var í nokk- ur skipti fljótasti spretthlaupari okkar íslendinga. Saga hanns er alveg mögnuð. V: Stefán, lestu Ijóð? S: Ég hef nú ekki mikið gert af því enda finnst mér það ekki aðalatriðið. Ég er einhvern veginn ekki kominn upp á lag með það enn þá. Ég las þó eina góða Ijóðabók um daginn eftir frænda minn, Gunnar Gunnlaugsson yfirlækni. Það eru nokkur dulin Ijóðskáld í fjölskyldunni. Annars upplifði ég „Ómars-stíl- inn“ um daginn. Það var síð- asta lagið á nýju plötunni. Ég fékk grunninn hjá samstarfs- manni mínum, en átti eftir að semja laglínu og auðvitað texta. Ég setti spóluna í bíl- tækið og á nokkrum mínútum fæddist laglínan undir stýri. Hún var svo límd í mér að ég settist beint við tölvuna þegar heim var komið og samdi svo textann á korteri. Þetta varð síðan titillag plötunnar, „Eins og er“. Þannig má segja að það sé allur gangur á þessu hjá manni. Ég gæti sjálfur hugsað mér að semja Ijóð og prófaði það reyndar núna með nýju plötuna. Þá var ég búinn að semja Ijóð eða prósa áður en ég samdi lögin. Hins vegar varð ég aðeins að endursníða Ijóðin eftir lögunum. ■ „Fyrir nokkrum árum spilaði ég með stjörnuliðinu þínu, Ómar! Þar á meðal voru líka þeir Guðmundur Árni og Hemmi Gunn. Að vera með þeim tveimur í liði er alveg dauðadæmt. . ." Annars lít ég á sjálfan mig sem dægurljóðahöfund frekar en Ijóðskáld. Mér finnst starfsheitið „Ijóöskáld" kannski of hátíðlegt. Þetta er þó hlutur sem mig langar að leggja rækt við á næstunni, ég er einhvern veg- inn kominn á það stig núna. Ómar, hefur þú samið mikið af Ijóðum? Ó: Ég hef náttúrlega samið mikið af textum í gegnum tíð- ina en hvort ég kalla þau Ijóð er önnur saga, hins vegar hef ég svolítið fengist við að semja sálma undanfarið. Ég kalla þýðingu mína á laginu „Bridge over troubled water“, eða Brú yfir boðaföllin, sálm þar sem hann er svolítið trú- arlegs eðlis. V: Er trúin mikilvægur hluti af ykkar lífi? S: Ég hef lítið velt fyrir mér trúnni sem slíkri og myndi telja að ég væri frekar lítið trúaður miðað við það sem menn vanalega leggja í það orð. Ég trúi aðallega á mátt minn og megin en maður fer kannski að spá meira í það þegar að líða tekur á, þó fékk ég trúar- legt uppeldi. Ég hef bara ekki enn fundið fyrir þessari þörf að leita til Guðs með eitt eða ann- að. Þó vil ég ekki fullyrða að Guð sé ekki til. Hins vegar finnst mér trúarbrögð yfirleitt hafa leitt okkur til glötunar frekar en hitt þegar maður lítur út í heim. Öll þessi stríð og all- ur þessi ofsi er í nafni trúarinn- ar, sem mér finnst vera mjög öfugsnúið. Ég skil ekki alveg þær hvatir sem búa þar að baki. Ó: Ég hef ákaflega illan bifur á trúarbrögðum sem brjótast út í því að ein þjóð telur sig vera annarri fremri eða einhverjir menn telja sig einir hafa fundið allan sannleikann. Túlkun trú- arbragða er öllu skaðlegri en trúarbrögðin sjálf. S: Svo verða trúarbrögðin að vopni í höndum einræðisherra sem fá múginn meö sér í nafni trúarinnar. Það getur ekki ver- ið mannlegt eðli að deyða annan mann. Ó: í gömlu ættflokkasamfélög- unum urðu menn oft að drepa til að vernda sig en ég held að í dag eigi menn að geta fengið útrás í keppnisíþróttum. S: Ég bara get ekki skilið að nokkur maður geti fundið þessar kenndir hjá sér yfir höf- uð. Sérstaklega ekki í nafni trúar. V: Omar, hver fer í sporin þín á næstu öld? Ó: Ja, ég segi nú stundum þegar ég er spurður að þessu að kirkjugarðarnir séu fullir af ómissandi fólki en það eru ef- laust einhverjir sem að ein- hverju leyti munu fara í sporin mín og ég er mjög hrifinn af því sem margir í minni stétt eru að gera, á báðum sjón- varpsstöðvunum. V: Stefán sérð þú þig í anda sem poppara næstu árin? S: Já, alveg eins, þó kannski frekar sem tónlistarmann. Eins og við vorum að tala um áðan er það að búa til tónlist, að búa til texta, það sem heldur í manni neistanum. Ég veit hins vegar ekki hversu mikið maður á eftir að þeysa um landið á malarvegunum. Ó: Ég held að við Stefán séum algjörlega einhuga í þessu. ■ „Svo verða trúarbrögðin að vopni í höndum einræðisherra sem fá múginn með sér í nafni trúarinnar." „Ja, nú er ég svo g jörsamlega sammála. ■ „Þetta er hlutur sem mig virkilega langar til að leggja rækt við á næst- unni, ég er einhvern veginn kominn á það stig núna." Eftir því sem árin líða skiptir það mig minna máli hvar ég vinn, bara að ég fái tækifæri til að skapa. V: Eitthvað að lokum? S: Eitthvað sérstakt sem þú vilt fá? Annars er Ómar búinn að tala svo mikið að ég hef ekki neinu við að bæta. Ó: Já, nú skal ég þegja. V: Kannski eitt, í hvaða stjörnumerkjum eruð þið? ■ ,,. . .þannig að ég held að það sé misskilningur að ég sé glannalegur." Ó: Nú fórstu alveg með það! S: Það er nú eitt af því sem ég skil ekki. Ó: Ja, nú er ég svo gjörsam- lega sammála. Þá vissi ég fyrst að hippakynslóðin myndi ekki bjarga heiminum þegar þeir bundu trúnað við þessa bölvuðu vitleysu sem stjörnu- merkin eru. Ég er í meyjar- merkinu! S: Ég er í krabbamerkinu. Ég veit ekki hvað það þýðir en ég vona að það sé gott. Annars hef ég gjarnan sagt að ég sé í skjaldarmerkinu. Ó: Góður. S: Og Ómar í frímerkinu. Ó: Gott. Annars, svona að lok- um, þá finnst mér mest gaman að fást við efni sem skilur eitt- hvað eftir til umhugsunar um hvað við eigum að horfa á, hvaðan við erum komin, hvernig við erum og hvernig samferðamenn okkar eru. Reyna að skilja þá sem eru öðruvísi en við og reyna að setja okkur í þeirra spor. Mað- ur getur lært svo mikið af öðr- um til að skilja sjálfan sig aðra og samfélagið. S: Ég segi amen við þessu en fordómar eru eitthvað sem ég held að fólk eigi að reyna að foröast. Fordómar brjótast reyndar fram í ýmsu formi. Samkvæmt mínum kokkabók- um er baktal og illt umtal al- mennt viss tegund af fordóm- um. Ég reyni að forðast slíkt í ■ Þá vissi ég fyrst að hippakynslóðin myndi ekki bjarga heiminum þegar þeir bundu trúnað við þessa bölvaða vit- leysu sem stjörnumerkin eru." hvívetna, því mér finnst eng- inn hafa efni á því að dæma náungann. Allt á að fá aö lifa og dafna, hvað svo sem það er. . .næstum því. . . . 4.TBL.1996 VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.