Vikan - 01.12.1996, Side 44

Vikan - 01.12.1996, Side 44
SJALDAN FELLUR EPLID LANGT FRÁ EIKINNI „Ég er alin upp innan um mikiö af blómum. Pabbi rak Blómamiðstöðina í langan tíma og ég var þar alltaf meira og minna með annan fótinn. Þegar ég var lítil fékk ég strax mikinn áhuga á plöntum og maður getur jú stöðugt á sig blómum bætt, ekki satt? Það geri ég að minnsta kosti og finn mig vel í þessu starfi. Starf föður míns hafði óneitanlega þau áhrif á mig að ég ákvað að leggja þetta fyrir mig. Bróðir minn fór aftur á móti í við- skiptafræði. Það hefur komið sér vel fyrir mig og minn fyr- irtækjarekstur því hann hefur verið mér innan handar í bókhaldinu. Svo er maðurinn minn tölvufræðingur og kunningjar okkar í auglýs- ingageiranum þannig að ég hef fullt af góðu fólki í kring- um mig sem ég get leitað til varðandi reksturinn. Sjálf sé ég fyrst og fremst um blóm- in. Þetta er skemmtilegt og fjölbreytt starf. Ég ræð að mestu mínum vinnutíma sjálf og það er auðvitað mjög þægilegt því við eigum tvö lítil börn, Þór, sem er 7 ára, og Sigrúnu Stefaníu sem er 5 ára. Það má í raun segja að hingað til hafi ég unnið f skorpum og ef sérstaklega mikið hefur verið að gera hef ég fengið aðstoö, annað- hvort hjá vinunum eða fjöl- skyldunni. Þorvaldur, maður- inn minn, er orðinn ansi naskur á plönturnar og þekk- ir orðið vel hvað þær þurfa. En nú finnst mér krakkarnir okkar orðnir það stórir að mér finnst ég reiðubúin til að hella mér út í starfið af enn meiri krafti. Hingað til hef ég rekið Blómaþjónustuna ein- göngu með aðstoð fjölskyld- unnar en ef vinnan eykst til muna þá kem ég náttúrlega til með að ráða til mín starfs- kraft. Þetta kemur allt í Ijós með tímanum. „Ástdís segir að nú til dags hafi fólk mik- inn áhuga á plöntum og að þær séu almennt taldar til mikilla bóta bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Það sem gleym- ist hins vegar oft sé að plönt- ur geti þjónað margvíslegum tilgangi. Hún bendir á að á síðari árum hafi vanlíðan fólks á vinnustöðum aukist mikið þrátt fyrir hlýrri íveru- staði og bættan aðbúnað. Ótvírætt hafi komið í Ijós að mikil einangrun húsa og notkun plastefna, tölva, prentara og Ijósritunarvéla spilli andrúmsloftinu. VARAÞURRKURINN HÆTTI EFTIR AÐ PLÖNTURNAR KOMU „Lausnin á þessum vanda getur falist í þvf að nota plöntur. Þær eru lifandi loft- síur og tilvalin rakatæki. Þetta vita kannski ekki marg- ir. Ég veit um nokkur dæmi þess að fólk hafi fundið tals- verðan mun á vinnuumhverfi sínu eftir að plöntum var þar komið fyrir. í sumum tilfellum hætti fólk að fá varaþurrk og varð ekki eins þurrt í hálsin- um. Blómin skiptu sköpum og tóku til sín vonda loftið. „En skiptir það máli hvar plöntunum er komið fyrir í byggingum? „Já, það skiptir miklu máli. Oft er það þannig að ég fæ teikningar í hend- urnar frá arkitektum þar sem fyrirfram hefur verið ákveðið hvar plöntum skal komið fyrir í fyrirtækjum. Síðan kem ég til leiks, lít á staðhætti og kanna hvort hentugt sé að hafa gróður þar sem arki- tektarnir ákváðu. Stundum er það í lagi en oft gengur það ekki upp þar sem taka verður mið af lýsingu og öðru á staðnum. Það verður að taka tillit til þess hvaða plöntur henta á hverjum stað. Maður setur til dæmis ekki sömu plöntur i norður- og suðurglugga bygginga. í norðurglugga kæmi til greina að hafa plöntur sem þola illa mikla sól, s.s. fíkusa og aðr- ar skuggsælar plöntur, t.d. inni á skrifstofum. í suður- glugga væri betra að hafa plöntur sem þola mikla sól. Pálmar væru t.d. ekki hent- ugir í suðurglugga þar sem blaðendar þeirra gætu brunnið. Ég verð líka að hugsa um hvaða plöntur ég set saman í ker því þær verða að þola sömu vökvun. Ég notast ekkert við sjálf- vökvunarkerfi því ég vil sjálf sjá um blómin og fylgjast með því sem ég set upp. Það kemur fyrir að ég set upp ker hjá fyrirtæki sem ég kem aldrei aftur til með að annast. En oftast er um það að ræða, þegar ég geri til- boð og því er tekið, að ég annist eftirlit og umsjón með kerjunum. Ég reyni yfirleitt að nota plöntur, sem eru ræktaðar hér á landi, því þannig er minni hætta á sjúkdómum. Stundum hafa starfsmenn komið með plöntur heiman að frá sér, begóníur eða aðrar sumar- plöntur, og það hafa komist óþrif af þeim i kerin. Kögur- vængja er t.d. slæm og það er, eins og gefur að skilja, erfitt að eitra fyrir henni á skrifstofu þar sem margir vinna. Sumir plöntusjúkdóm- ar geta reynst þrálátir eins og t.d. roðamaur því þótt hann sé ekki erfiður viður- eignar þá geta verið mörg þroskastig af honum. Pláss- ið skiptir líka máli því plönt- urnar eru af ýmsu tagi. Þær geta ýmist verið hávaxnar eða lágvaxnar og bæði um- málsmiklar og -litlar. Ég nota ekki mikið blómstrandi plönt- ur á borð við hawaiirósir eða begóníur því þær þurfa mikla umönnun. Ég legg hins veg- ar áherslu á að laga þær plöntur, sem ég vel, að arki- tektúrnum.“ HELDUR DAGBÓK UM KERJAPLÖNTURNAR „Eins og áður hefur komið fram er hluti af þjónustunni, sem ég býð, að sjá um plönturnar og gróðurinn sem ég hef sett upp hjá fyrirtækj- um og stofnunum. Ég færi upplýsingar reglulega inn í dagbók sem ég hef yfir kerjaplönturnar. Þar sé ég nákvæmlega hvenær ég hef vökvað þær og hirt, hvað líð- ur langt á milli og hvenær ég hef þurrkað af þeim og gefið áburð eða úða. Góður áburður og köfnunarefni skipta máli og ég reyni stundum að taka mold ofan af og skipta um jarðveg, án þess þó að raska öllu rótar- kerfinu. Og það verður að lofta um moldina, sem er líf- rænt efni, annars myglar hún. Allt þetta skiptir gríðar- lega miklu máli því eins og mennirnir þurfa plönturnar reglulega umhirðu. „Ástdís segir starf sitt krefjandi, hún kvarti þó ekki þar sem hún hafi gaman af jóví og að það hafi cjengið mjög vel hingað til. I vinnunni segir hún marga koma að máli við sig til að forvitnast um plönturn- ar og fá ráðgjöf. „Mér finnst það gefa mér mikið. Mér finnst sjálfsagt að starfs- menn fyrirtækjanna, sem ég sé um plönturnar fyrir, fái ráð frá mér og tilsögn um al- menna umhirðu þeirra plantna sem þeir hafa heima hjá sér. Þannig hefur fólk að- gang að þekkingu minni. Og það gefur mér líka mikið að heyra þegar fólk talar um að umhverfi sé hlýlegra eftir að ég hef komið plöntum þar fyrir." JÓLAPLÖNTUR ERU VIÐKVÆMAR OG ÞURFA SÉRSTAKA UMÖNNUN Jólahátíðin er mikil blóma- hátíð, enda eru þeir margir sem skreyta heimili sín með tilheyrandi skrauti og plönt- um þegar jólamánuðurinn gengur í garð. Ástdís segir að jólastjarnan sé vinsæl- asta jólaplantan. Aðrar plöntur, eins og t.d. hyacintha, séu líka mikið notaðar, auk greina. En hvað skiptir máli þegar jólaplöntur eru annars vegar? „í jóla- mánuðinum set ég yfirleitt jólastjörnur í kerin til að skreyta þau pínulítið og klæða þau í jólabúning. Ég tek líka sérstaklega vel til í kerjunum og þríf þau. Það, sem skiptir mestu máli þegar jólaplönturnar eru annars vegar, er að það þarf oftar að vökva þær en flestar aðr- ar plöntur. Þær þurfa sér- staka umönnun og eru við- kvæmar. Jólastjarnan þarf t.d. alltaf að vera rök, hún þolir illa kulda og þarf tals- verða birtu. Sumir lenda í því að kaupa jólastjörnu sem deyr svo þegar komið er inn á heimilið vegna þess að hún þoldi ekki áfallið við að vera utandyra í nokkrar mín- útur. Þetta þarf að passa vel og ef hún er meðhöndluð rétt getur hún enst lengi. „Til marks um blómaáhuga Ást- dísar þá hefur hún tæplega 30 fermetra glæsilegan blómaskála á heimili sínu við Geitastekk í Reykjavík. Skál- ann notar hún bæði sem geymslu og tilraunstofu fyrir blóm og plöntur sem hún kemur síðan fyrir innan veggja fyrirtækja. Hún segist vera dugleg að tala við blómin sín. „Ætli blómin mín dafni ekki svona vel af því að ég tala mikið yfirhöfuð og kannski aðallega við sjálfa mig. Svo bý ég nú á svo líf- legu heimili þar sem mikið er um að vera þannig að blóm- in hljóta að njóta góðs af því,“ segir Ástdís blómakona að lokum. □ 44 VIKAN 4. TBL. 1996

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.