Vikan - 01.12.1996, Page 54

Vikan - 01.12.1996, Page 54
heiminum. Maður verður að segja við sjálfan sig: Æ, þetta getur ekki verið svo mikilvægt. - Leikkonan Catherine Den- euve segir um Yves Saint Laurent að hann sé „mikill listamaður með þjakaða sál.“ - Guð hjálpi mér! Það sem fólk ekki gerir gegn greiðslu. Þau þekkjast varla. - Áttu þá við að Catherine Deneuve þiggi laun fyrir að segja svona? - Já, auðvitað. Hún er á samningi við hann. Aldrei myndi ég gera svona. Mér er meinilla við star-fuckers. Þá á ég við tískufólk sem raðar í kringum sig kvikmynda- stjörnum upp á punt. Ég þekkti Deneuve þegar ég var lítill. Ég þekki hana miklu betur en Yves Saint Laurent. En hún má segja það sem henni sýn- ist, leyfið henni bara að kalla hann lista- mann. Það er bara leiðinlegt að alltaf skuli koma sömu fötin út úr því. Hann hefur ekki fengið nýja hug- mynd und- anfarin tutt- ugu ár. - Hann hef- ur líka sagst hafa hannað reipl sem hann ætli að hengja sig í. - Já, finnst þér það ekki hryllilegt? Mér finnst það vandræðalegt og þóttafullt; hroki og viðbjóður. - Kannski hlær hann að því. - Nei, áreiðanlega ekki. Hérna áður fyrr, jú, þegar hann var ungur og hafði kímnigáfuna en hana er hann búinn að missa. Veistu, að ég hata sjálfsvorkunn. Ég kann ekki við fólk sem tjáir sig alsælt um eigin veikleika. - Þjáist Armani? - Já, af mikilmennskubrjál- æði. - Þú hefur tjáð þig um sam- band þitt við elskhuga þinn sem dó úr alnæmi 1989. - Hann var ekki elskhugi minn. Þetta var ekki kynferð- islegt samband. Þá væri ég dauður núna. - En hann skipti þig meira máii en nokkur annar? - Já. - Hann var lengi að tærast upp. - Já, í mörg ár. Það var hræðilegt. Ég hef oft furðað mig á því hvernig ég þoldi það. Þar til hann lést bjó ég hjá honum á sjúkrahúsinu. Þetta var eins og í stríðinu. Þessi væni maður var að lokum ekkert nema skinn og bein. Á eftir hét ég því að fara aldrei aftur í megrun og upplifa aldrei neitt þessu líkt aftur, aldrei. - Þú hefur sagt að þú hafir ekki stundað kynlíf síðan þú varst fjórtán ára. - Já, allt hefur sinn tíma. Ég fékk allt þetta í æsku en það hefur aldrei skipt mig sérlega miklu máli. - Voru margir karlar á eftir þér? - Líka konur. - Fannst þér það óþægilegt? - Ekki var það þægilegt. Sem hönnuður er maður umkringdur fólki sem talar ekki um annað en kynlíf. í okkar heimi er kynlíf neyslu- vara af verstu sort. Það eitt er nóg til þess að maður missi löngunina. - Sem barn teiknaðir þú svo vei að móðir þín fór með teikningar á Listaakadem- íuna í Hamborg til þess að koma þér þar inn. - Já, henni hefur fundist ég efnilegur en skólastjórinn sagði: „Sonur yðar hefur engan áhuga á listum heldur á tísku. Lítið bara á fötin.“ - Fannst þér það ekki leiðin- legt? - Nei, til þess var ég of ung- ur. Tíu-tólf ára veit maður ekki hvað það er að vera listamaður. Ég var ekki jafn öruggur með mig og ég er núna. Kannski var ég ekki nógu metnaðargjarn. Kannski var ég of latur. Nú er þetta horfið í þoku fortíðarinnar. - Hefurðu íhugað að hætta í tískubransanum? - Nei, ekki langar mig til þess eins og er. En ég tek Ijósmyndir og þær skipta mig meira máli en tiskan eins og er því Ijósmyndin er pers- ónulegri. Ég get tjáð mig í Ijósmynd en ekki í fatnaði. Nú er japanskur arkitekt að teikna fyrir mig kiaustur þar sem eiga að vera Ijósmynda- stúdíó, vinnuherbergi, rúm fyrir bækurnar mínar, sem eru 230 þúsund, og herbergi fyrir samstarfsfólk mitt. Þarna ætla ég að búa eins og munkur allan ársins hring með samstarfsfólkið undir sama þaki. Við vinnum á vissum tímum og eftir það má hver og einn gera það sem honum sýnist, bara hann mæti á réttum tíma daginn eftir. Við höldum öllu því, sem engu máli skiptir, utandyra og nauðsynleg samskipti við umheiminn fara fram með hjálp tölvu. - Heldurðu að þú þolir svona einangrað klausturlít til iengdar? - Eg verð aldrei einn. Ég verð umkringdur fólki. Ég hlakka til að losa mig við allt það drasl sem ég hef komið mér upp, húsin mín og allt það ónauðsynlega dót sem mér áður þótti afar nytsamt. - Hvernig uppeldi fékkstu? - Ég hlaut ekkert uppeldi. Það var ekki verið að íþyngja mér með því. Ég ól mig upp sjálfur. Faðir minn var af þeirri kynslóð sem ekki talaði við börnin sín. Það var komið fram við börn eins og smávaxna fullorðna. Þegar ég ætlaði að segja móður minni eitthvað sagði hún: „Talaðu ekki svona hægt, þetta bull þitt er óþol- andi ef það varir of lengi." - Það er hræðilegt þegar móðir segir við barn sitt að það tali tóma vitieysu. - En börn gera ekki annað en að bulla. Þess vegna þoldi ég ekki önnur börn. Ég lék mér ekki við önur börn og fannst ég sjálfur hund- leiðinlegur. Mér fannst það tímasóun að vera lítill. - Fannst þér foreldrar þínir elska þig? - Ég sá varla föður minn. Hann hafði of mikið að gera. Móðir mín var fjarræn en skemmtileg kona. Hún átti mig þegar hún var 42 ára. Áður átti hún dóttur og hún vildi eignast son. Hún þoldi ekki kvenfólk. Þess vegna lagði hún á sig eina með- göngu til viðbótar þrátt fyrir háan aldur. Samband okkar var fjarrænt en fullt af kær- leika. Dekrið fólst í frelsinu. Það rann fljótlega upp fyrir mér að ég gæti gert hvað sem mér sýndist ef ég færi ekki í taugarnar á foreldrum mínum. - Þú værir áreiðanlega áhugavert tilfelli fyrir sál- fræðing. - Áreiðanlega. Þess vegna hef ég aldrei gengið til sál- fræðings. Ég sálgreini heldur ekki sjálfan mig. Ég reyni heldur ekki að þýða drauma mína. Ég þoli ekki sálfræð- inga. - Undanfarin tuttugu ár hef- urðu ekki látið sjá þig nema með tagl, blævæng og dökk sólgleraugu. Ertu stílfært leyndarmál? - Já, en kannski er ekkert að baki. Leyndardómurinn er í rauninni sá að það er ekkert, annars væri það enginn leyndardómur. - Manstu hamingjusamasta andartak ævi þinnar? - Ég held ekki dagbók. Þeg- ar maður veit að maður er hamingjusamur er maður það ekki lengur því sú tilfinn- ing grípur mann einungis þegar ekki er verið að hugsa um hamingjuna. Ég er búinn að venjast sjálfum mér. Sjálfsbjargarhvötin rekur mig áfram. Kannski er gríman orðin að mínu raunverulega andliti. Sérhver ákvörðun fel- ur í sér að maður afsalar sér öllum öðrum möguleikum, eins og Spinoza sagði. Það er ekki hægt að fá allt. Ég hef ákveðið að vera það sem ég er í dag, hvað sem það þýðir. Ég er hræddur um að ég sé í rauninni fremur fáránlegur. - Þú segist hafa reynt að forðast veruleikann allt þitt líf. - Vissan veruleika. - Hvaða? - Ég er ekki blindur. Ég veit vel hvað á sér stað í heimin- um. Ég veit hve hroðalegt það er. - En þú vilt ekki sjá það. - Einmitt. Ég skapa mér minn eigin veruleika. Ég nýt þess að fá að vera miðdepill- inn í minni eigin vel skipu- lögðu tilveru. - En þegar þú hugsar um hinn hroðalega veruleika, hvernig líður þér þá? - Ég reyni einmitt að forðast að hugsa, ég framkvæmi. Ég vil gjarnan eiga þægilegt Iff án vandamála. Ég er egóisti. Ég vil ekki vera fórnarlamb sjálfs mín hvað þá heldur annarra. Ég er mitt eigið upphaf og endir og ég ákveð sjálfur hverju ég vil ná. Ham- ingjan er spurning um vilja- styrk. Ég er niðurstaða þess sem ég ímyndaði mér, vildi og ákvað að vera. □ 54 VIKAN 4. TBL. 1996

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.