Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 58

Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 58
TILFINNINGAR VELLÍÐUNAR EÐA VANLÍÐUNAR Við verðum flest að hafa allt of mikið fyrir hversdags- leikanum og sökum þess m.a. erum við á eilífum þeyt- ingi og sífellt spennt og streitufull. Það þarf ró og kyrrð til þess að geta eignast gott samband við innra líf sitt. Hugboðin eru partur af innri upplifunum sem koma og fara og gera ekki boð á undan sér. Þau geta boðið í eðli sínu staðreyndir um sigra og ósigra ekkert síður Hugbod tengjast skynjunum sem eru að gerast eða munu gerast og sagan sýnir það að oftar en ekki ef hugboð- unum hefur ver- ið fylgt eftir þá hefur verið hægt að koma bseði í veg fyrir óhöpp og tjón en að þau tengjast oft von- um okkar og vonbrigðum. Það er ógjörningur að panta slíka reynslu fyrirfram. Hún kemur yfir okkur fyrirvaralítið og henni fylgja misflóknar til- finningar vellíðunar eða van- líðunar. Allt eftir því í hverju hugboðið flest og á hvaða staðreyndir það vísar þegar betur er að gáð. ÓÞÆGILEG HUGHVÖRF HUGBOÐA Algengustu hugboð sem við fáum varða okkar nán- ustu og þær aðstæður sem við tengjumst og lifum í. Ekki er óalgengt að við eins og skynjum t.d. mögulega hættu fyrirfram og þá er mik- ilvægt að við bregðumst við þeim hughrifum umsvifa- laust. Eins vísa hugboð okk- ur gjarnan leið að óvæntum eða langþráðum sigrum. Við munum þó flest betur þau hughvörf hugboða sem hafa tengst óþægindum eða ótta. Það á nefnilega sama við með hugboðin eins og hefð- bundna reynslu að það, sem veldur okkur uppnámi og skelfingu einhverra hluta vegna og fellur undir örðuga reynslu, grefur sig einhvern veginn inn í sálarlífið og geymist þar. ÓVÆNT REYNSLA f MIÐRI MATSELD Fyrir mörgum árum upp- lifði ég þegar ég var stödd við matseld í eigin eldhúsi mjög magnað hugboð. Það var komið kvöld og mikill erill var í blokkinni sem ég bjó í. Tilfinningin, sem greip um sig í huga mínum allt í einu í miðri steikingaratrennu, var óttablandin og óþægileg. Ég skynjaði mjög sterkt mikla hættu yfirvofandi. Mér fannst undir öllum kringumstæðum að ég ætti að fara fram á gang, sem var langur og dimmur, og leita einhvers sem væri í hættu staddur. Ég ýtti þessari tilfinningu lengi vel frá mér en hún magnaðist frekar en ekki. Að lokum lét ég undan þessum vaxandi innri þrýstingi ótta og áhyggna. Ég tók af mér svuntuna og hálf hljóp út úr eldhúsinu og fram á gang- inn. Þegar þangað var komið var engan að sjá í fljótu bragði en óttatilfinningin magnaðist. Ég fann fyrir óskiljanlegri hættu. GRÁTUR OG LÍTILL FÓTUR Ég ákvað að labba eftir ganginum og kanna aðstæð- ur betur. Þegar ég var komin að bruna- og neyðarsvölum blokkarinnar fann ég skelf- inguna eflast en sá ekki neitt markvert. Þegar ég svo þrúguð af ótta og vanlíðan opnaði út á svalirnar sá ég í lítinn fót sem hékk innanvert á svölunum uppi á þriðju hæð en afgangur líkamans var götumegin handriðsins. Ég sá þegar ég gekk nær að drengur um það bil þriggja til fjögurra ára hafði prílað upp á handriðið og lafði einungis á lærinu á handriðinu. Hann var hágrátandi en gat sig hvergi hreyft. Hann virtist skynja þó lítill væri að hann væri í hættu staddur og var þess vegna hræddur. FÁRÁNLEG TILFINNING BJARGAÐI MANNSLÍFI Ég læddist að honum og greip þéttingsfast í fótinn sem sneri inn á svalirnar og kippti drengnum í einu hand- taki inn á svalargólfið án orða eða athugasemda. Þegar drengurinn, sem var bæði hræddur og þreyttur, áttaði sig á því að hann var kominn í öruggt skjól grét hann ennþá hærra, enda óvíst hvað hann hafði verið lengi í þessari skelfilegu klemmu fullur ótta og ör- væntingar. Mín tilfinning áhyggna og ótta var horfin. Ég þakkaði Guði fyrir það að hafa borið gæfu til þess að fara eftir, að því er mér fannst í fyrstu, fáránlegum tilfinningum hugboðs sem greinilega átti við rök að styðjast þegar til kom. Ég er enn þann dag í dag sann- færð um það að ég hafi með því að fylgja þessum óræðu dulrænu skilaboðum bjargað lífi þessa litla drengs. Hug- boðið um hættuna, sem var yfirvofandi frammi á gangin- um, reyndist rétt metið. FYRIRVARALAUS REYNSLA Varðandi þetta hugboð þá má segja að ég hefði getað með mikilli fyrirhöfn, ýtt því frá mér ef ég hefði reynt það og afneitað þessum óþægi- legu skynjunum og, að því er virtist, fráleitu í fyrstunni. Oft- ar en ekki tengjast hugboð hættum sem einhver er í. Þessi reynsla mín er ein af mýmörgum sem ég hef upp- lifað varðandi hugboð fram að þessu. í dag hugsa ég mig tvisvar um áður en ég reyni að láta eins og ég hafi ekki fundið fyrir þeim hug- hrifum eða skynjunum sem koma fyrirvaralaust yfir mig og venjulegast reynst fyrir- boðar atvika eða aðstæðna sem ég hef þurft að takast á við og vinna á eða í. ÁRÍÐANDI SKILABOÐ Forsendur og tilgangur hugboða er margbreytilegur og þau þurfa alls ekki að tengjast neikvæðri atburða- rás eða reynslu. Mörg okkar hafa eins skynjað mögulega sigra og hentugar, jákvæðar aðstæður fyrirfram. Vandi okkar flestra er þó að við er- um ekki ýkja þjálfuð í því að meta þessar sérkennilegu og, oftast í fyrstunni, nánast órökrænu tilfinningar skynj- unar sem við getum orðið fyrir án þess að skilja hvað þær þýða. Best er ef við eins og finnum eitthvað á okkur, sem fylgja óþægilegar eða þægilegar tilfinningar, að við reynum að áiykta í hverju þær liggi og hverju þær tengist og þannig þreifa okk- ur áfram með þær til þess að geta sett þær upp í rökræn- an búning og þannig brugð- ist rétt við þeim. Það verður þó að viðurkennast að þótt við reynum þetta tekst okkur alls ekki alltaf að finna út um hvaða mál skynjunin sýnst. Það er þó staðreynd að eftir þessum sérstöku skynjunar- leiðum óvæntra hugboð geta opinberast okkur áríðandi skilaboð og tækifæri. Margur hefur forðað sér og sínum frá tjóni og skaða með því að átta sig á hvers kyns fyrir- boðum fyrirfram ekkert síður en að hafa höndlað hamingj- una eftir þessum sérstöku en leyndardómsfullu leiðum staðreynda. HELTEKIN OG HISSA Við sjáum síðan mörg eftir á af hverju slíkar tilfinningar hafa heltekið okkur. Alltaf verðum við jafn hissa þegar eftir á kemur í Ijós að hug- boðin okkar eiga við rök að styðjast og búa yfir ákveðn- um sannleika. Það segir sig sjálft að ef að við erum gripin ónotatilfinningu sem er stað- bundin og tengist ekki lífi okkar og tilveru þá eru líkur á að þær séu utanaðkom- andi og tengist einhverri at- burðarás. Algengast er að þessar tilfinningaskynjanir tengist staðreyndum sem reynast fyrirboði einhvers sem viðkemur framtíðinni eða liggur í loftinu sem þarf að takast á við umsvifalaust. LEIÐINLEG OG ÓSANNGJÖRN Mörg okkar kannast við það ef við erum nálægt fólki sem við höfum ekki verið samvistum við áður að við getum fengið einhvert hug- boð þess að viðkomandi sé varhugaverður. Venjulegast ýtum við slíkum ónotum frá okkur við þessar aðstæður á þeirri forsendu að við meg- um ekki vera leiðinleg eða ósanngjörn við viðkomandi. Við reynum að láta eins og ekkert sé og umberum þann sem í hlut á þrátt fyrir andúð og óhug sem við erum hald- in gagnvart honum. Eftir á að hyggja verðum við flest þess áskynja að upphaflegt 58 VIKAN 4. TBL. 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.