Vikan - 01.12.1996, Síða 64

Vikan - 01.12.1996, Síða 64
Sai Baba hefur nokkrum sinnum vak- ið fólk upp frá dauöum. Líklega á Sai Baba stóran þátt í því aö veitingahúsakeöjan Hard Rock var stofnuö. ann fæddist 23. nóv- ember 1925 í Putta- parti í Suður-lnd- landi. Þeir, sem hafa kynnst Sai Baba, eru sannfærðir um að hann sé persónugerv- ingur guðdómsins. Hann hefur meðhöndlað margar milljónir manna um ævina og ef hann er ekki guð er hann sannarlega dýrkaður sem slíkur. Biblían segir okkur að Jesús hafi byrjaði að predika og framkvæma kraftaverk strax á unga aldri. Baba var sjálfur „barnaundur“ því hann framkvæmdi sitt fyrsta kraftaverk fjögurra ára. Þeg- ar hann var sjö ára fór hann með vinum sínum að óska- trénu á skólalóðinni og fram- kallaði hvaða ávöxt sem þeir óskuðu sér. TEXTI: ÞOR- GRÍMUR ÞRÁINS- SON Þetta gerði það að verkum að drengurinn fékk mikla at- hygli frá yfirvöldum því þau töldu vitanlega að illir andar væru þarna að verki. Eftir að hafa gengið í gegnum nokk- ura ára særingar, þar sem nagli var meðal annars rekin í höfuð hans, ákvað Baba að treysta því sem bjó innra með honum. Hann gerði heimili sitt að mistöð fyrir þá sem vildu njóta heilunar og aðstoðar. Baba vildi nota hæfileikana til þess að færa fólki kærleik og ást án tillits til trúar þess eða litarháttar. Sai Baba hefur sannfært Táknin sem Sai Baba vonast til aö muni leiöa hina ólíku trúarhópa heims saman. marga efahyggjumenn með því að framkvæma hið ómögulega. Hann gerir kraftaverk og „töfrabrögð" á heilunarsteina sem eru lík eggi í laginu. Steinarnir myndast í maga Baba og hann hóstar þeim upp eftir hentugleikum í alls kyns lit- um. Steinana gefur hann þeim sem trúa á hann. Sagan af Bandaríkja- manninum, sem heimsótti Sai Baba árið 1970, er al- þekkt meðal þeirra sem vita af Sai Baba. Maðurinn lagði upp í langt ferðalag til þess að hitta þessa guðdómlegu veru en varð óttasleginn þegar Baba lét sem hann tæki ekki eftir honum. Nokkru síðar var sálar- ástand mannsins með þeim hætti að hann ákvað að fremja sjálfsmorð. Hann ók bílnum sínum fram af háum kletti í Kaliforníu. Þegar hann var í þann mund að deyja birtist Baba honum. Næst vissi maðurinn af sér þar sem hann sat, algjörlega ómeiddur í bílnum sem var nánast óþekkjanlegur sem farartæki. í himnasælu flaug maðurinn til Indlands til að hitta Sai Baba sem hafði komið honum til bjargar. Baba leit ekki á hann og aft- ur brotnaði mannræfillinn gjörsamlega niður. Hann féll fyrir eiturlyfjum og nótt eina tók hann of stóran skammt með þeim afleiðingum að hann gleypti tunguna. Þá varð hann fyrir þeirri upplifun að fara úr líkamanum og horfa á sjálfan sig. Við hlið- ina á líkama sínum sá hann hvar Sai Baba dró tunguna upp úr hálsinum, lamdi hann nokkrum sinnum létt í höfuð- ið og bjargaði honum þar með frá dauða. Ákveðnari en nokkru sinni fyrr hélt Bandaríkjamaðurinn til Indlands og náði athygli hverjum degi og fólk kemur langt að til þess að sjá manninn. Það algengasta, sem hann gerir, er að búa til dýrgripi úr loftinu einu. Hann framkallar demantshringi, armbönd og fleira með því að rétta út hendina. Þessa Þegar Indverjinn snerti lík- klæöin birtist mynd af Jesú á þeim. hluti gefur hann hollvinum sínum. Þegar þeim líður illa eiga þeir að handleika þessa verndargripi og ímynda sér að hann sjálfur sé nærri. Baba framkallar sömuleiðis heilunarösku með fingurgómunum. Þess eru dæmi að hann hafi fyllt heilu skálarnar í votta viðurvist. Hann notar líka sérstaka SAGANAF SAIBABJU HINN NÝI MESSÍAS? ► 64 VIKAN 4. TBL. 1996 Spítalinn, sem Sai Baba lét byggja, er einn sá glæsileg- asti í heimi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.