Vikan - 01.12.1996, Side 70

Vikan - 01.12.1996, Side 70
LÍTTO VEL ÚT í JÓIAVEISLUNNI Vilja ekki allir vera glæsilegir og líta sem best út þegar allar þær veislur, sem tilheyra jólunum, eru annars vegar? Hér á eftir fylgja nokkur góö ráö, bæöi fyrir þá, sem vilja gefa sér góöan tíma til aö und- irbúa sig fyrir veislu, en einnig fyrir hina sem hafa nánast engan tíma og fara gjarnan beint úr vinnu í Byrjaöu daginn á góöu þurrskrúbbi sem kemur blóö- streyminu í húöinni vel af staö og gefur þvi almenni- legan og heitan litatón. Þeim mun meira sem sést af húð þinni þeim mun meira skrúbb er æskilegt. Skrúbbiö eyðir dauðu húðfrumunum og kemur þannig á jafnvægi sem gerir húöina líflegri og fallegri. Leggðu sérstaka áherslu á fætur og notaðu til þess nuddhanska úr náttúru- legum efnum (fíbrum). Nuddhanskarnir eiga aö vera mátulega harðir en þó ekki þannig aö þeir særi eða meiöi. Nuddið í litla hringi, frá hægri til vinstri. í stað þess að þurr- skrúbba þig getur þú notað vandaðan baðbursta og milda en feita sápu. Með þessu nuddar þú líkama þinn léttilega. Þú getur einn- ig notast við fljótandi sápu, t.d. sjampó fyrir bæði líkama og hár, og sem e.t.v. er með sömu lykt og ilmvatnið þitt. Það er gott að blanda ekki of miklu saman af mismunandi ilmum sjampós, svitalyktar- eyðis og sápu. Jafnvel þótt hvert fyrir sig ilmi vel getur sambland af þeim komið hræðilega út. Ef þú hefur tíma er líka gott að þrífa sáp- una af sér með því að skella sér í 10-15 mínútna bað og slappa vel af. Of heitt vatn þreytir þig og gerir þig syfj- aða þó að þér finnist það gott. Fylltu því kerið af um 37-38 gráðu vatni. Andlitsmaski gerir og kraftaverk fyrir þreytta og gráa húð. Hreinsaðu andlitið með hreinsimjólk eða sápu áður en þú notar maskann. Settu síðan maskann á and- litið, alveg niður á háls. Ætlir þú í fleyginn kjól berðu þá maskann á niður að brjóst- um. Forðastu að bera hann á nálægt augum. Gott er að spyrja starfsfólk snyrtivöru- verslana um góða maska því oft er erfitt að velja á milli þeirra. Spuröu um leir-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.