Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 78

Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 78
Papúa Nýja-Gínea er oft kallað land and- stæðnanna. Það er talið eitt ríkasta land í heimi - ekki á mælikvarða Iffs- gæðakapphlaupsins heldur hvað varðar náttúruauðæfi eins og gull, kopar, olíu og harðviðarskóga. Þjóðin, sem byggir landið, hefur ekki enn náð að nýta þessi auðæfi nema að litlu leyti, öfugt við erlend stórfyrirtæki sem njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða og skilja mis- mikið eftir sig. Við ferða- manninum blasir bæði fá- tækt fjöldans og auðlegð fárra útvaldra en gaddavír- inn skilur á milli þeirra sem hafa meira en nóg og þeirra sem minna eiga. Port Moresby er höfuð- borg Papúu Nýju-Gíneu og þangað streymir fólk hvað- anæva að af landinu í von um betra Iff og vestræn lífs- gæði. Sumir koma úr frum- skóginum þar sem tíminn hefur staöið kyrr í þúsundir ára og viðbrigðin eru oft mik- il. Þeir ganga berfættir dög- um og jafnvel vikum saman eftir skógarslóðum yfir fjöll og dali til að komast niður á malbikaðan þjóðveginn og eftir honum inn í gaddavfrs- varin úthverfi borgarinnar. En draumurinn um vestrænu lífsgæðin er tálsýn ein því í Port Moresby er litla vinnu að fá fyrir ómenntað sveita- fólk og húsnæði er einnig af skornum skammti. Sumir gera sér að góðu að sofa undir berum himni en flestir fá inni hjá ættingjum sem búa í „shanty town", hrörleg- um kofahverfum sem um- kringja borgina á alla vegu. Papúa Nýja-Gínea er stór- kostlega fjölbreytt land og gaddavírsborgin Port Mores- by gefur engan veginn rétta mynd af þeim ævintýraheimi sem þar er að finna. í land- inu búa yfir 700 ættbálkar sem hver á sína eigin sér- stöku menningu. Sumir þessara ættbálka líkjast öðr- um Suðurhafseyjabúum, eru Ijósbrúnir á hörund og minna á okkar klisjukenndu ímynd af Hawaiibúa í fullum blóma- skrúða. Aðrir eru biksvartir á hörund og minna á frum- byggja Ástralíu þótt skyld- leikinn sé sjaldan líffræðileg- ur eins og DNA próf hafa sannað. Þarna býr svartasta fólk f heimi, einnig dverg- vaxnir pygmýar og sumir segja að enn eigi eftir aö „uppgötva" þjóðflokka sem leynist djúpt inni í frumskóg- um landsins. Það má fullyrða að til sé ekkert land sem saman- stendur af jafn mörgum ólík- um þjóðflokkum og Papúa Nýja-Gínea. í landinu eru alls töluö yfir 800 tungumál, auk ensku, sem er stjórn- sýslumálið, og pidgin sem mætti kalla þjóðtungu lands- ins. Tungumálaflóran gerir það að verkum að flestir landsmenn þurfa að kunna tvö eða þrjú tungumál, þ.e. mál ættbálksins, sem þeir til- heyra, pidgin og ensku. Pidgin er samsuða úr þýsku, hollensku og ensku og var „búið til“ af nýlenduherrum síöustu aldar til að auðvelda samskiptin við innfædda verkamenn á plantekrunum. Notkun pidgin breiddist síð- an út um landið með aukinni verslun og bættum sam- göngum. Pidgin vekur oft kátínu hjá enskumælandi fólki fyrir barnslegan einfald- leika og skondnar samlfking- ar. Til gamans má nefna að orð eins og banki er „haus moni“ og páfinn í Róm er „nambawan Jesus man", þ.e. „number one Jesus man“ og ættu allir að skilja samlíkinguna. í Papúu Nýju-Gíneu voru síðustu mannæturnar svo vitað sé en aö éta óvini sína var í senn aðferð til að niður- lægja þá og hræða þá sem eftir lifðu frá hefndum. Til að niðurlægingin væri alger var ekkert skilið eftir sem var á annað borð ætilegt. Hvítir menn þóttu aldrei sérlegt lostæti en þó eru dæmi þess að trúboðar og landkönnuðir hafi endað ævi sfna i pottin- um. Einna frægust er sagan um mannfræðing að nafni Rockefeller sem var étinn með húð og hári um miöbik þessarar aldar. Eitt olli mannætunum heilabrotum því Rockefeller var í forláta leðurstígvélum en slíkt höfðu þeir aldrei séð áður. Sagan segir að þeir hafi soðið leð- urstígvélin hans daglega í nokkrar vikur þar sem þau þóttu heldur seig undir tönn en að lokum voru þau etin Ifka. Niðurlægingin skyldi sko vera alger. í landinu starfa trúboðar frá flestum kirkjusamfélögum og reka þeir skóla og heil- brigðisþjónustu víða um landið. Ekki er óvanalegt að sjá kristniboða predika fyrir hundruðum manna á venju- legum eftirmiðdegi og á sunnudögum eru kirkjur full- ar út úr dyrum. Með kristn- inni minnkaði rótgróinn ótti við álög og galdra og nú geta menn jafnvel leyft sér að hunsa myrkravöldin al- gjörlega. Þótt undarlegt megi virðast þá á sú hugar- farsbreyting sínar slæmu hliðar. Áður fyrr heföi nægt að binda litaðan bandspotta á eigur sínar og fara með litla þulu og enginn heföi snert þær af ótta við hræði- legan dauðdaga af anda- völdum. Nú hefur slfkur bandspotti litla þýðingu þvf myrkrahöfðinginn hefur verið sigraður og ekkert er því ör- uggt fyrir þjófum stórborgar- innar. Þó eimir eftir af gömlum hindurvitnum í ólíklegustu þáttum mannlífsins. Hjá Myndinar tók Bragi Þor Josepsson en texti er eftir Jón Ármann Steinsson. Þeir voru í Þapúu Nýju-Guineu í fyrra- sumar að vinna verkefni í tengslum við 20 ára lýðveldisafmæji þjóðarinnar.'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.