Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 82

Vikan - 01.12.1996, Qupperneq 82
Thomas Undi er af Huli ættbálknum og ólst upp í strákofa í litlu þorpi í fjöllum Papúu Nýju- Gíneu. Hann fluttist til borg- arinnar fyrir nokkrum árum og fór aö vinna sem örgygg- isvörður á flugvellinum en núna er hann dyravörður hjá bókaforlagi í Port Moresby. Allt sem Thomas á í þess- um heimi rúmast í einni lítilli tösku. Hann á sér engan samastað heldur sefur ýmist hjá vinum og kunningjum eða á bekk á flugvellinum. Thomas er ánægður með líf- ið og það er alltaf stutt í brosið þegar maður hittir hann. Hello boss, segir hann og brosir sínu breiðasta. Thom- as kallar alla hvíta menn „boss“ eins og tíökaðist meðan Papúa Nýja-Gínea var áströlsk nýlenda. Ekki kalla mig boss, segi ég. Sorry boss, segir Thomas að bragði. Einn daginn segir Thomas mér í óspurðum fréttum að hann verði brátt fertugur. Það getur ekki verið, segi ég. Þú ert svo unglegur. í hvaða mánuði áttu afmæli, spyr ég. Ég veit það ekki segir hann. Enda eru engin daga- töl í frumskóginum. Svo við förum að reikna. Við reynum að tímasetja atburði sem hann man eftir að gerðust meðan hann var barn. Ég man þegar fyrsti hvíti maðurinn kom í þorpið mitt, segir Thomas. Það var alveg hræðilegt. Hvað gerðist, spyr ég og býst við sögu um blóðsút- hellingar og fjöldamorð. Það komu hvítir menn svífandi ofan úr himninum og settu upp tjald stutt frá þorpinu mínu. Pabbi minn sá einn þeirra ganga í átt að kofanum okkar og hélt að þar væri kominn sjálfur djöf- ullinn. Þetta var rauðhærður maður í stuttbuxum. Við urð- um öll skelfingu lostin og hlupum inn í kofann okkar og lögðumst í eina kös á gólfinu. Pabbi stóð vörð í dyrunum með ör á streng til- búinn að skjóta ef djöfullinn kæmi nær kofanum okkar. Hann stóð vörð alla nóttina og ákallaði anda forfeðranna til að vernda okkur Og hvað gerðist svo, spyr ég. 1181 Thomas Undi brosir út að eyrum eins og hans er von og vísa. Ekkert, segir Thomas og hlær. Um morguninn voru þeir farnir. Þetta var nú ekki alveg nógu gott til að tímasetja hvað Thomas væri gamall. Hvað annað manstu frá því að þú varst barn, spyr ég. Ég man eftir deginum þeg- ar Papúa Nýja-Gínea fékk sjálfstæði segir hann. Ég var bara táningur og skildi ekki alveg hvað var að gerast en það var ofsalega gaman. Ef þú varst táningur þegar landið fékk sjálfstæði þá get- ur þú ekki verið meira en 32 - 33 ára, segi ég, en landið fékk stjálfstæði árið 1975. Thomas verður hugsi. Heldurðu það, spyr hann. Virkilega? Ef þú varst táningur fyrir 20 árum þá ertu ekki fertug- ur í dag. Það er alveg á hreinu, segi ég. Thomas Ijómar af gleði. Þetta eru bestu fréttir sem hann hefur fengið lengi. Thank you boss, segir hann. Ekki kalla mig boss, segi ég. Sorry boss, segir hann og eitt andartak víkur brosið fyr- ir möguleikanum á að hann hafi móðgað mig. Og hann lofar að kalla mig ekki boss framar. Fínt, segi ég og er farinn. Goodbye boss, segir Thomas að skilnaði. □ Nýkomin sending af spariskóm frá Shelby. ÚRVAL AF VINNU- OG GÖNGUSKÓM í ÝMSUM LITUM SJUKRAVORUR VERSLUNIN REMEDIA Borgartún 20, 105 Reykjovík S: 5627511 82 VIKAN 4, TBL. 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.