Vikan


Vikan - 23.07.1998, Qupperneq 6

Vikan - 23.07.1998, Qupperneq 6
öunaíi mót sóíu v/ hraA I i#-'i i i r A-f+in/5Qr»+ir\n í Það liggur eftirvænting í loftinu í Leifsstöð. Hér eru saman komnar hátt í eitt hundrað konur á leið til Ítalíu. Þessar konur eiga það sameiginlegt að elska að syngja og nú ætla þær að syngja við messu í kaþólskri kirkju á Norður-Ítalíu. Með í för er einn og einn karlmaður; stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar, píanóleikari og nokkrir eiginmenn. En það eru konur sem setja svip sinn á þetta flug til Pisa. Kórstjórinn lét stuttan nætursvefn engin áhrif á sig hafa, hellti bara upp á sterkt espresso - og áfram var haldið. ennan dag getur Pisa státað af fleiru en skakka turninum. I flugstöðinni eru tvær íslensk- ar konur, þær Margrét Pálmadóttir og Sigríður Anna Ellerup, sem er farar- stjóri hópsins í dvölinni, og þær sjá um að allir komist til hótela sinna. Fyrsta kvöldið er sama gleðin og eftirvæntingin enn- þá í loftinu. Þær hafa næstum skipt um ham; í staðinn fyrir „íslenska klæðnaðinn” eru þær komnar í opna sandala og létta sumarkjóla. Pasta og rauðvín, ítalskan hljómar. Þær eru komnar í nýjan heim. Margar þeirra hafa ekki áður farið í ferð á eigin forsendum; heimili, maki og börn hafa haft forgang ásamt starfi. Það er greinilegt að konurnar þekkjast ekki vel. Þær hafa hist á kóræfingum en aldrei fyrr deilt herbergi. Nú reynir á nýja hlið í fari hverrar og einnar. Kórarnir eru ekki hér í sama tilgangi. Gospelsystur Kvennakórs Reykjavíkur eru komnar í æfingabúðir, Kvennakór Hafnarfjarðar til að halda tvenna tónleika. Saman ætla kórarnir að syngja við aftansöng í kaþólskri kirkju í borginni Massa á degi heilagra Péturs og Páls. Ferðin er skipulögð af Margréti Pálmadóttur kórstjórnanda, í samvinnu við ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn, sem ráðgerir kóra- ferðir af þessu tagi í júní- mánuði á hverju ári. Fimm stórir kórar ætla í svona ferðir á næstu árum; konurn- ar hefja leikinn. AÐ LOFA HUGMYNDUM AÐ LIFA Þær eru ekki allar vanar að ferðast og ekki tala þær allar ensku, hvað þá ítölsku. Það kemur sér því vel að hafa Margréti í fararbroddi þar sem hún lærði á Ítalíu og bjó þar um tíma. Hér breytist hún eins og þær allar; verður alveg ítölsk! Hugmyndina að æfingabúðunum fékk hún svona: „Það fá allir hugmyndir,” segir hún. „Hugmyndirnar svífa yfir höfðum fólks. Sum- ir láta þær fljúga áfram, aðrir toga þær niður og vinna úr þeim. Fyrir lólf árum upp- lifði ég skemmtilegt söng- sumar á Ítalíu með íslensk- um konum sem voru í námi á ýmsum stigum. Þá var ég bú- sett hér á Italíu, var í námi og gat verið þessum söng- konum innan handar. Eftir að ég gifti mig fyrir tíu árum og fór að „raða niður börn- um” (!), setti ég þessa endur- minningu á góðan stað og dró hana aftur fram í vetur. Það á alltaf að gefa draum- um færi á að rætast.” Kvöldi er tekið að halla. Eftir ströndinni gengur kona, stöðvar af og til fólk og segir: „Marina di Massa?” Fólkið brosir hlýlega til hennar og kinkar kolli. Eftir dágóða stund rennur upp fyrir henni að „Marina di Massa” er nafnið á bæn-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.