Vikan


Vikan - 23.07.1998, Page 12

Vikan - 23.07.1998, Page 12
nna Ragna er 39 ára. Hún vinnur á leikskóla og býr tveinrur börnum sínum sem eru 1 og 11 ára. Hún seg- ist ekki hafa rnikinn frítíma, en þegar frístundir gefast eyð- ir hún þeirn með börnunum sínum. Þessa dagana eru þau öll í sumarfríi og njóta þess að fara í langa göngutúra í góða veðrinu. Anna Ragna segist ekki gera mikið fyrir útlit sitt. Dagsdag- lega gengur hún í gallabuxum, enda eru þær hentugustu vinnufötin. Hún segir að sig langi rnest til þess að við finn- urn á hana fallega kjóla, þar sem hún sé ekki í æfingu að velja á sig betri fatnað. Það var skemmtilegt verkefni að finna kjóla á Önnu Rögnu, hún hefur fallegan vöxt, er há og grannvaxin, það er satt að segja synd að fela fallegan vöxt hennar í gallabuxum og víðum peysum. Hún segist ekki vera mikið fyrir að nota sterka liti, hún velji sér yfir- leitt löt í ljósum litum. Hún hefur lengi verið með hárið sítt, hel'ur aldrei sett lit í það, en segist vera til í hvað sem er. „Þú mátt lita mig dökkhærða, ljóshærða, rauð- hærða og mín vegna máttu al- veg klippa mig knallstutt”, segir hún við Kristínu hár- greiðslumeistara. Hún notar aldrei andlitsfarða og yfir höf- uð notar hún svo til ekkert í andlitið; málar sig ekki kring- um augun og notar ekki vara- lit. Einu snyrtivörurnar sem hún notar er krem á andlitið kvölds og morgna. Kristín Sigurbjörnsdóttir hjá Hárhúsi Kristínar var ekki í vafa um að nauðsynlegt væri að klippa hár Önnu Rögnu töluvert. Kristín segir að sítt hár henti Önnu Rögnu alls ekki þar sem hún er grönn í andliti og virki ennþá grennri með þessa sídd. Hárið er þunnt og fíngert og þess vegna ákvað Kristín að byrja á því að setja í það létta lyftingu til þess að gefa því aukna fyllingu. Það auðveldar einnig Önnu Rögnu að eiga við hárið sjálf. Lyftingin endist í hárinu í u.þ.b. sex vikur. Því næst litaði hún hárið í rauð- leilum tóni til þess að fá fram hlýju í húðlitinn og síðan setti hún gylltar strípur í litinn til þess að ná fram hreyfingu og birtu í hárið. Krist- ín segir Önnu Rögnu hafa gott hár og með nýju klippingunni eigi að vera auðvelt fyrir hana að eiga við það. Til þess að halda því við þurfi hún aðeins að forma það með geli og blása. Allar hár- snyrtivörurnar sem Kristín notaði eru frá L'Oreal Pro- fessionel. Sigrún Einarsdóttir förðun- armeistari segir húð Önnu Rögnu vera blandaða. Hún ráðleggur henni að nota gott rakakrem og hreinsimaska fyrir húðina. Einnig þurfi hún að nota augnkrem undir aug- un, því þar sé húðin mjög þurr. Hún þurfi að nota góðan andlitsfarða, þar sem húðin er mjög mislit. Sigrún lagði áherslu á augnfarðann, Anna Ragna hefur mjög falleg augu og augnaumbúnað sem hægt er að leggja áherslu á og draga frarn á ýmsan hátt. Sigrún farðaði Önnu Rögnu með náttúrulegum litum, segir þá klæða hana best. Hún notaði brúna tóna á augnlok, dökk- brúnan augnaháralit, brúnan lit á augnabrúnir og kinnalit og varalit í bleikbrúnum tón- um. Sigrún notaði snyrtivörur frá L'Oreal Perfection. Anna Ragna var alsæl með árangurinn. Hún segist ákveð- in í því að halda hárinu frarn- vegis í svipaðri sídd og var alls ekki frá því að hér eftir færi hún að nota svolítinn farða á andlitið. Hér sjáum við Önnu Rögnu, með nýjan hárlit, nýtt andlit og í fallegum kjólurn. Reynd- ar gátum við ekki stillt okkur urn að velja á hana einar gallabuxur, en höfðum þær hvítar í stað hins hefðbundna bláa litar. Allur fatnaðurinn er frá versluninni íris G, Bankastræti 14. Andlitsförðun var alveg ný upplifun fyrir Önnu Rögnu. Eftir meðferðina hjá Sigrúnu förðunarfræðingi var hún ákveðin í að fara að nota svolítinn farða í andlitið. Sig- rún notaði snyrtivörurnar L'Oreal Perfection. „Ég hlakkaði svo mikið til að eyða deginum í að láta dekra við mig og breyta útliti mínu að ég gat ekki sofið”, sagði fyrirsœtan okkar, Anna Ragna Bragadóttir. „Pað endaði með að ég tók fram málningarrúlluna , bœtti hún við. Anna Ragna mætti snemma morguns, ómáluð og ógreidd, dauðþreytt eftir málningarvinnuna um nóttina. Svona leit hún út seinna sama dag, með nýjan hárlit, nýja klippingu og fallega förðuð. „Ég held bara að ég verði að ganga með nafn- spjaldið mitt, nælt í barminn næstu dagana. Ég er dauðhrædd um að enginn komi til með að þekkja mig aftur.” 12

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.