Vikan


Vikan - 23.07.1998, Síða 15

Vikan - 23.07.1998, Síða 15
nokkrum dögum síðar hrundi veröldin á nýjan leik. Þá sá ég að án lyfjanna gæti ég ekki verið. í samráði við lækni minn ætla ég að taka lyfin áfram í eitt ár í viðbót. Mér líður vel núna. Mér finnst eins og ég hafi verið umkringdur dökkri, þykkri þoku, sem nú er farið að létta. Ég er farinn að sjá ljós- ið aftur. Ég vil segja þessa sögu til við- vörunar fyrir aðra, sem finnst þeir vera að missa tökin á líf- inu. Áhugaleysi, doði og hnútur í maganum er ekki eitthvað sem er eðlilegt. Það er hættumerki. Það sem skiptir öllu máli er að ræða við einhvern um líðan sína. Ef ég hefði ekki leikið hetju og haldið leyndu fyrir kon- unni minni, börnum og bestu vinum hvernig mér raun- verulega leið hefði verið hægt að hjálpa mér fyrr. Stærstu mistökin voru þau að segja engum frá líðan minni. Ég hugleiddi aldrei að svipta mig lífi - mér þótti of vænt um fjölskyldu mína til þess - en ef eitthvað hefði verið að á heimilinu veit ég ekki til hvaða örþrifaráða ég hefði mögulega getað gripið. Það er aldrei eins auðvelt að setja upp grímuna og fela líðan sína eins og þegar manni líð- ur sem verst. Ég hef fengið bata með hjálp lyfjanna, ég stunda líkamsrækt og gef mér tíma fyrir sjálfan mig; fer á kaffihús með vinum mín- um, sit niðri við Gróttu og horfi á fuglana og sólina og þess háttar - en það sem mestu máli skiptir er að ég er hættur að leika; ég segi vin- um mínum og fjölskyldu hvernig mér líður. Lyfin eru engin kraftaverkalyf en þau lækna með tímanum. Það var yndisleg tilfinning þegar ég uppgötvaði að ég var aftur kominn í tengsl við gamla, góða náungann innra með mér, sem mér þykir vænt um.” Lcsandi segir Önnu Kristinc siigu sína. Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft nrikil áhrif á þig, jafnvel breylt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafn- leyndar. Heimilisfangið cr: Vikan - „Lífsreynslusaga‘% Seljavegur 2,101 Reykjavík, súnsvari 515 5690 15 I

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.