Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 16

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 16
mása.ga. e~Ft:i r~ B—larry Wi 11 iams Stúlka með brún augu Þaö er undarlegt hve smáatvik geta stundum sett mann úr jafnvœgi. Þegar égfór á fœtur um morgun- inn og var búinn að fara í sturtu, œtlaði ég að raka mig en þá kom í Ijós að rafmagnsrakvélin mín var biluð. Það var sama hvernig ég hamaðist á rofanum á henni, ekkert gerðist. Mér datt í hug að það vœri innstungan sem vœri biluð og fór því inn í svefnherbergi og stakk vélinni þar í samband. En þar var allt við hið sama. Ég varð að grípa til annarra ráða. Einhvers staðar í baðskápnum átti ég blaðrakvél og eftir að hafa snúið öllu við í honum fann ég rakvélina loksins. En þá tók ekki betra við. Löng hár sem stóðu út úr vélinni báru þess vitni að konan mín hefði notað hana til þess að raka á sér leggina og blaðið var gjörsamlega bitlaust. Ég varð því að fara órakaður að heiman - nokkuð sem atdrei gerðist og ég kunni illa við. Ekki bætli umferðin á leiðinni í vinnuna úr skák. Hún rétt silaðist áfram og að auki hitti ég alltaf á rauð umferðarljós, en þau eru mörg á leiðinni. Ég var því kominn nánast á suðumark þegar ég loksins komst á áfangastað og á leiðinni upp í lyftunni stóð ég sjálfan mig að því að taka ekki einu sinni undir þegar fólkið sem varð mér samferða bauð góðan dag. Og ég var varla búinn að koma mér fyrir í stólnum á skrifstofunni minni þegar rit- ari Emersons forstjóra hrinti upp hurðinni hjá mér. Hún bað mig ekki að koma inn til hans, heldur sagði mér að gera það. Mig langaði til þess að segja eitthvað andstyggilegt við þessa grannholda og skarpleitu konu sem alltaf fór svolítið í taugarnar á mér og raunar mikiö þegar ég var í slæmu skapi eins og þennan morgun. Mér datt þó ekkert nógu gott í hug og svaraði henni með því einu að kinka kolli. Af gamalli reynslu vissi ég að það var eins gott að hlýða kalli Emersons strax. Þótt gamli maðurinn hefði marga góða kosti var þolinmæði ekki einn þeirra. Ég hafði áhyggjur af því að eitthvað hefði komið upp á, er varðaði sjálfan mig, og á leiðinni inn til hans jók það áhyggjur mínar að vera órakaður. Snyrtimennska var nokkuö sem Emerson lagði mikið upp úr og sjálfur var hann alltaf eins og klipptur út úr tískublaði. Stóra skrifborðið hans Em- ersons og bakhái stólinn varð til þess að hann sýndist lág- vaxnari en hann er í raun og veru. Hann bauð mér góðan dag þegar ég kom inn og ég heyrði að rödd hans var með dauflegra móti. Á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum hafði reynslan kennt mér, að þegar Emerson var daufur í dálkinn bjátaði eitthvað veru- lega á. Venjulega var hann hressilegur í fasi og þegar best gekk hjá fyrirtækinu okkar hafði hann jafnan brosað út að eyrum þegar maður kom inn til hans. Emerson sat sem fastast og benti mér að setjast fyrir fram- an borðið hans. Einhvern tím- ann hafði hann lesið það í bók um stjórnunarfræði að gotl væri að hafa viðmælendur sína í lægra sæti en eigin, þannig að unnt væri að horfa niður til þeirra meðan á viðræðum stæði. Emerson hafði tekið þessa speki svo alvarlega að hann lét kaupa svo “lágfætta” stóla inn til sín að þeir voru bókstaflega óþægilegir fyrir menn eins og mig. En tilgang- urinn, - að láta horfa upp - til sín heppnaðist ágætlega. Ég bjóst við því að Emerson myndi byrja samtalið með því að tala um daginn og veginn, spyrja mig um líðan konu minnar og barna og leiða síð- an talið að því sem honum lá á hjarta. Það var hann vanur að gera. En að þessu sinni kom hann beint og vafningalaust að efninu. “Það eru bölvuð vandræði í Skandinavíu,” sagði hann. Ég þagði og beið eftir fram- haldinu. “Heldurðu ekki að Japan- arnir séu að undirbjóða okk- ur. Þessir gulu skrattar eru að reyna að vinna sig út úr efna- hagsvanda sínum með því að undirbjóða hvað sem er og nota til þess lánin sem þessi aulastjórn, sem við höfum kosið yfir okkur, er að veita þeim. Og auðvitað rjúka Skandinavarnir upp til handa og fóta. Þeim er skollans sama þótt það hafi verið við sem komum fótunum undir þá. Sjaldan launar kálfur ofeldi.” Ég sagði ekki neitt. Sat þarna, nánast á gólfinu, og horfði upp til Emersons. Hann hafði látið gleraugun síga fram á nefið og horfði á mig yfir þau. Ég vonaði að það yrði til þess að hann sæi ekki að ég var órakaður. “Það er ekki um neitt að velja. Þú verður að fara til Kaupmannahafnar með fyrstu ferð og fá þá ofan af því að hlusta á þessi gylliboð þeirra gulu. Ég er þegar búinn að punkta nokkur atriði sem þú átt að ræða við þá. Við verð- um að lækka okkur eitthvað, þótt það þýði færri krónur í kassann hjá okkur og hugsan- lega lækkun á hlutabréfum. Þau lækka enn meira og af- koman versnar ef við missum Skandinavíumarkaðinn.” Emerson þagnaði andartak. Beið eftir viðbrögðum mín- um. Þegar þau létu á sér standa breytti hann um tón- tegund og sagði ofurrólegur. "Þú ættir svo að raka þig betur.” Ég vaknaði til lífsins. Enn sauð í mér gremjan sem hafði búið um sig strax um morgun- inn en ég reyndi að leyna henni; útskýrði að rakvélin hefði bilað og ég hefði ekki haft tíma til þess að koma við í búð og kaupa mér skyndirak- vél. Þegar ég hafði borið fram afsakanirnar vildi ég fá nánari útskýringar á því hvað um væri að vera. Ég vissi sem var að markaðurinn sem Emerson var að tala um var okkur afar mikilvægur. Ég hafði átt þátt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.