Vikan


Vikan - 23.07.1998, Page 31

Vikan - 23.07.1998, Page 31
Umsjón: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Sigurlín í eldhúsinu: „Það er ekki nóg að maturinn sé góður, hann verður einnig að vera fallega fram borinn." ( VN^ J J Er það ekki skemmtilegt hvað allt verður léttara og einfaldara í sniðum á sumrin? Við tökum nagladekkin undan bílnum, göngum berfcett í skónum og síðast en ekki síst verður allur matar- tilbúningur einfaldari í sniðum. Við fréttum af konu vestur í bæ sem ekki einungis væri snillingur í að elda mat, heldur ber hún hann fram og skreytir á frumlegan og fallegan máta. Þessi snilld- arkokkur heitir Sigurlín ívarsdóttir og er guðfræði- nemi við Háskóla Islands. Sigurlín segist alltaf hafa haft gaman af að elda mat. í„Núna finnst mér það al- veg sérstaklega skemmti- legt, eftir að ég fór að vinna í afgreiðslu og elda- mennsku hjá Grænum kosti, en sá staður sérhæfir sig í grænmetisréttum. Það breytti matarsmekknum og ég er smám saman að hætta við hefðbundið mataræði. Nú elda ég mat sem er laus við sykur, hvítt hveiti og dýrafeiti. Syni mínum, sem er 11 ára, finnst þessi matur mjög góður. Við erum ekki grænmetisætur, við borð- um magurt kjöt og fisk. Ég reyni að hagræða elda- mennskunni. Á veturna, þegar mikið er að gera í skólanum og ég hef lítinn tíma, eyði ég laugardögun- um í að elda nokkra stóra bauna- og grænmetisrétti sem ég get átt alla vikuna. Það er nefnilega seinlegt að skera niður allt þetta grænmeti og gott að gera það allt í einu. Fyrir utan hvað það sparar mikið uppvask!” Sigurlín leggur mikla áherslu á að maturinn sé fallega fram borinn, finnst það skipta mjög miklu máli. „Ég nota óhefðbund- ið skraut; næ mér í eitthvað fallegt úti í náttúrunni. Sem dæmi má nefna hundasúr- ur, rósablöð af garðrósum, arfa, fíflablöð og fleira þess háttar. Ég nota þetta ekki eingöngu til skreytinga, heldur einnig sem krydd í matinn, fyrir utan það að þessar náttúruafurðir eru hollar. 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.