Vikan


Vikan - 23.07.1998, Qupperneq 34

Vikan - 23.07.1998, Qupperneq 34
Fráskildar konur trúa Önnu Kristine fyrir því hvernig þær náðu sér niðri á makanum. Það er sagt að stutt sé milli ástar og hat- urs. Fólk, sem hefur búið í löngu - og að því er virðist ham- ingjusömu - hjóna- bandi í fjöldamörg ár, tekur upp á því að skilja. Þá er stundum eins og eitthvað bresti innra með fólki og hæglátasta fólk get- ur breyst í óargadýr þegar því finnst nið- urlægingin ætla að gera út af við sig. Margir muna sjálf- sagt eftir kvikmynd- inni “First wives Club”, sem greindi frá hefndaraðgerð- um þriggja fráskil- inna kvenna - en að- gerðir þeirra eru að mörgu leyti barna- leikur hjá raunveru- leikanum. Sögurnar sem hér fara á eftir eru allar sannar, ís- lenskar sögur. BÓKHALDSGÖGN í TRJÁNUM „Ég komst að því eftir þrjátíu ára hjónaband að eiginmað- ur minn hélt við aðra,” segir fullorðin kona. „Við áttum þrjú börn og sjö barnabörn og ég taldi okkur lifa í ham- ingjuríku hjónabandi. Ég varð ekki vör við neitt - enda oft sagt að sá sem verið er að halda fram hjá, frétti síðast af því. Þegar ég komst að fram- hjáhaldinu missti ég gjörsam- lega stjórn á mér. Fyrst grét ég viðstöðulaust, en svo braust reiðin fram. Þegar ég hafði hent honum út vakti ég á næturnar til að finna leiðir til að hefna mín. Lausnin kom eitt sinn undir morgun: Bókhaldið hans var það eina sem honum var dýr- mætt! Hann hafði nefnilega, eins og sumir í einkarekstri, ekki alltaf borgað skatta af öllu sínu. Ég eyddi næsta degi í að ljósrita öll bók- haldsgögnin hans, keyrði með þau heim til viðhaldsins um nóttina og hengdi þau upp í tré í garðinum. Næsta morgun biðu skilaboð frá mér á símsvara dagblaðs þar sem ég vísaði á garðinn... Eftir þetta leitaði ég mér 34

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.