Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 53

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 53
pær eru margar sem öfunda leikkonuna Melanie Griffith af því að vera gift hjartaknúsaranum Antonio Banderas. Melanie er dóttir leikkon- unnar Tippi Hedren, sem vann sér það mest til frægðar að leika aðal- hlutverkið í mynd Hitchcock's, The Birds (Fuglarnir). Hún er alin upp á dýrabúgarði mömmu sinnar, þaðan sem hún flutti fjórtán ára að aldri inn til leikarans Don Johnson, sem þá var 22 ára og mótleikari móður hennar. Þau giftu sig þegar Melanie var 18 ára og skildu ári síðar. Það bjargaði lífi hennar hversu drukkin hún var þegar bíll ók á hana, en Mel- anie var illa farin af völdum áfengis og lyfja. Hún hefur náð sér út úr neyslunni og lifir nú hamingjusömu lífi (eftir því sem best er vitað) með eiginmanninum Antonio Banderas og dótturinni Stellu del Carmen. Melanie verður 41 árs 9. ágúst... aong- og leiKKonan Whitney Houston á afmæli sama dag og Melanie Griffith og Gillian Anderson, 9. ágúst. (Hvað er eiginlega með þennan dag! Eru stjörn- urnar svona hagstæðar fyrir stjörnur?) Whitney á ekki langt að sækja hæfileikana. Mamma hennar er þekkt gospel söngkona, Cissy Houston og frænka hennar er söng- konan Dionne Warwick. Þær munu hafa sungið fyrir stúlkubarnið strax þegar hún var í vöggu og Whitney söng fyrst einsöng opinberlega 11 ára gömul. Hún stofnaði sam- tök fyrir börn árið 1989 og safnar fé fyrir heimilislaus börn, krabbameinssjúk börn og börn með ainæmi. Tölur frá 2. júlí 1998 segja að platan hennar frá árinu 1996, „The Preacher's Wife”, úr samnefndri kvikmynd, hafi selst í 3 milljónum eintaka og sala á plötum hennar um allan heim nái nú 101 milljónum eintaka... T T»1 Nöldui Kona á fimmtugsaldri skrifar: v rri „Ég var að koma úr sumarfríi og lenti á Keflavíkurflugvelli urn mið- nætti. Á sama tíma lenti önnur vél, þannip að flugstöðin var yfirfull af fólki. Á leiðinni út var ég stöðvuð af ungri stúlku, sem sagði mér að setja tösk- urnar mínar á borðið til gegnumlýs- ingar. Bað mig svo að rétta sér hand- töskuna og byrjaði að gramsa í henni og tína upp úr henni. Ég get vel skilið að gera þurfi reglubundna leit en mér er spurn: Er eðlilegt að láta milli tvö og þrjú hundruð manns horfa á þegar eigur manns eru teknar upp úr tösk- um? Hvers vegna er hurðum ekki lokað þegar leit fer fram? Hver veit hversu viðkvæma hluti fólk getur geymt í handfarangri! Vona að þið getið leitað svara við þessari spurningu, því margir þeirra sem á horfðu hneyksluðust á fram- komu ungu stúlkunnar”. Vaktstjóri hjá Tollgœslunni á Keflavíkurflugvelli: „Fólk er ekki tekið afsíðis þegar um reglubundnar “stikkprufur” er að rœða, við höfum ekki að- stöðu til þess. Ef um mjög ná- kvœma leit er að rœða getum við farið með fólk afsíðis, inn í klefa. Þetta er eitt af því sem ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir þegar flugstöðin var hönnuð. Fólk er misjafnlega viðkvæmt fyrir svona leit fyrir opnum tjöldum en við reynum að vera tillitssöm og fara eins varlega í leitina og mögulegt er.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.