Vikan


Vikan - 23.07.1998, Qupperneq 54

Vikan - 23.07.1998, Qupperneq 54
ekki missaaj' „Ekki klúðra lífi þínu, kona". Dr. Laura er geðlæknir og mjög fræg í Bandaríkjunum fyrir útvarpsþætti sína þar sem hún ræðir við hlustendur í beinni útsendingu.fimm daga í viku. Dr. Laura lætur fólk fá það óþvegið ef það vælir einhverja vitleysu eða er ekki tibúið til að taka ábyrgð á eigin lífi. Fólk hringir til að ræða um persónuleg mál og fá ráð t.d. út af hjónaskilnuðum, lygum, fjölskylduerjum, afbrýðisemi og mörgu öðru. Bókin er byggð á þessum samtölum og þar af leiðandi bráðskemmtileg og óvægin. Ekki er síðra að hlusta á Dr. Lauru sjálfa ráðleggja fólki í beinni útsendingu í Kanaútvarpinu frá herstöðinni í Keflavík, virka daga frá kl. 17 til 18! ------------------------- ...því að heimsœkja Ó.P. útgáfuna á Hverfisgötu 32 og kaupa ykkur krossgátubækur og krossgátublöð! ! Omissandi í hvert ferðalag, sérstaklega um Verslunarmannahelgina. Skemmtilegt og skerpir hugann og gaman að tala við eigandann. Gefið ykkur því góðan tíma fyrir þessa heimsókn en athugið að það er lokað í hádeginu frá 12-13... S___________________________________________J nýju bókinni eftir Dr. Lauru Schlessinger ...verslunarleiðangri í kaupfélögin út á landi. Það er ekki nauðsynlegt að fara til útlanda til að hafa gaman af að versla. I Kaupfélaginu ( KB) í gamla bænum í Borgarnesi er ágætis vöruúrval. K2 tískuverslunin kemur t.d. skemmtilega á óvart. Verðið er ekki hærra en í Reykjavík og þarna fást spennandi töskur og fatnaður sem gleður augað. í þessum verslunum má líka finna gott úrval tímarita, áfengisverslun er á staðnum og margt fleira. ...Síldarminjasafninu á Siglufirði. Þetta er lifandi safn urn merkilegan tíma í íslandssögunni. Þarna er hægt að sjá allt frá veiðitækjum og tólum til íbúða fólksins sem vann í síldinni. Síld, nælonsokkar, korselett og margt fleira er þarna til sýnis. Um helgar eru lifandi uppákomur með aðstoð leikfélagsins og fleiri frískra Siglfirðinga.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.