Vikan - 22.06.1999, Page 6
Texti og mynd: Kristján Frímann
Ljósm.: Gísli Egill Hrafnsson
f e I I
arna hvílir hann
handan við hafið,
óræður og munúðar-
fullur líkt og hofmey í skála
fornkappa sem bíður vitjun-
ar. Línurnar eru ávalar en
þéttar og hvelfdur barmur-
inn rís og hnígur í takt við
veðrabrigði. Hin hvíta brá
jökulsins minnir þó meira á
mjallahvíta húð japanskrar
geisju en veðurbarinn vík-
ing, enda er jökullinn ekki
allur þar sem hann er séður.
Eitt sinn hét hann Snjófell
en varð Snæfell og var
kenndur við Snæfellsásinn,
vætt þann er víkingar töldu
að gætti nessins. Hinir fyrstu
landnámsmenn fylltust lotn-
ingu er þeir litu þetta ris-
mikla fell og sannfærðust
um að þar byggi einn vold-
ugasti landvættur íslands.
Norsku landnámsmennirnir
trúðu allir á landvætti frá
fornu fari og sú trú átti sér
djúpar rætur. Þeir leituðu
því til Snæfellsássins í öng-
um sínum um liðveislu ef út
af brá og fóru eigi bónleiðir
til búðar. Hjálp hans brást
ekki og því sannfærðust
fornmenn enn frekar um
mikilleik ássins. En til að
skilja þennan vætt og eiga
greiðari aðgang að honum,
breyttu frumbyggjar lands-
ins þessum ósýnilega kon-
ungi í lifandi veru, holdi
klædda. Þann heiður hlaut
Bárður, sonur Dumbs þess
er Dumbshaf er kennt við
og var hann af risum kom-
inn. Móðir Bárðar var Mjöll
dóttir Snæs af Kvenlandi, og
þótti kvenna fríðust, snæhvít
á hörund með silkimjúkt
þel. Bárður, sem var risi að
vexti, þótti furðulíkur móð-
ur sinni í útliti og karlmönn-
um fegri en skapbráður
mjög líkt og faðirinn. Sögnin
um Bárð Snæfellsás minnir
sterklega á lýsingar Snorra
Sturlusonar á Óðni alföður
en sú lýsing minnir aftur á
hinn gríska Seif og aðrar
miklar verur fortíðar er
námu land á jörð.
Snæfellsjökull á sér marga
leyndardóma. Af þeim er
fræg saga franska rithöfund-
arins Jules Verne um leynda
hella, leynigöng, fjársjóði og
furður í iðrum jökulsins. Sú
saga sýnist bein skírskotun
til sögunnar um Bárð Snæ-
fellsás og því má ætla að
kynni Vernes af Bárði hafi
verið allnáin. Jafnvel er ekki
loku fyrir það skotið að
sjálfur hafi Verne kynnst
Englendingi þeim er ku hafa
opnað leyndardóminn á síð-
ustu öld og sagt er frá í bók
Árna Óla, Undir Jökli:
"Engir nema trúnaðar-
menn Bárðar vissu hvar
hellir hans var, og liðu svo
aldir að þangað komu engir
óboðnir. En sögn er, að á
öldinni sem leið hafi enskur
maður komizt í hellinn með
tilstyrk kotbónda á norðan-
verðu nesinu. Bóndi þessi
var nefndur Grímur og var
talinn fjölkunnugur. Hellir-
inn var í björgum nokkrum
efst í jöklinum og var bjart
þar inni. Var þar fagurt um
að litast, því að þar héngu
uppi glitofin tjöld og skraut-
legar kápur og margar ger-
semar aðrar. Þarna lá Bárð-
ur og svaf og vaknaði ekki
við komu gestanna. Kista
mikil stóð þar á gólfi og lyk-
ill í, en ekki gátu þeir snúið
lyklinum fyrr en sá enski
fann upp á því að taka
klakastaf Bárðar, stinga
honum í lykilaugað og nota
sem vogarstöng. Hrökk þá
kistan opin, en við það
vaknaði Bárður og færðist á
fætur. Leizt þeim þá ekki
6 Vikan