Vikan - 22.06.1999, Qupperneq 14
Texti: Hrund Hauksdóttir
Myndir: Björn Blöndal
Magnþrungin
myndlistarkona á Snæfellsnesi
Bjarnarfoss á hinu seiðmagnaða Snæfellsnesi er heimili Sigríðar Gísladóttur myndlistarkonu og barna
hennar. Þar býr fjölskyldan í vinalegu og heillandi húsi fjarri skarkala höfuðborgarinnar. Þannig líður
þeim best; í faðmi náttúrunnar og umkringd friðsældinni.
ikan heyrði því
fleygt að Sigríður
væri rammgöldrótt
og okkur lék hugur á að
spjalla við hana. Erindið er
kurteislega borið upp: Ertu
göldrótt, Sigríður? Elún hlær
stríðnislega: „Þetta eru nú
aðallega gamlar sögusagnir
sem komist hafa á kreik um
mig. Ég held þær hafi orðið
til sökum þess að fólki finnst
ég eitthvað nornarleg í útliti.
Ég er á þeirri skoðun að við
konur séum allar nornir og
rammgöldróttar en við erum
misklókar í að virkja bæði
góð og ill öfl, þegar svo ber
undir. Fólk tengir líka Snæ-
fellsnesið gjarnan við dular-
fulla orku, enda er það ákaf-
lega kraftmikill staður. Hér
er svo mikil víðátta. Fjöllin
og magnþrungið hafið hafa
vissulega mikil áhrif og Snæ-
fellsjökull toppar þetta að
sjálfsögðu. Það er bullandi
kraftur hér."
Svona magnað umhverfi
hlýtur að vera draumaum-
hverfi myndlistarmannsins
og Sigríður efast ekki um að
Lisfiikonan i iiotnlcgu
eldlnisi sínii n Itjiini-
nrfossi. Kjóliiin linnii-
aói liiin og sniniinAi
sjúH'. Iliin segir nii
„víkingnlilingiir" hali
ráAift lerAiuni viA
liiinniininn.
[J jf't j|jí« s f -"iA
svo sé: „ Ég útskrifaðist úr
málaradeild Myndlista- og
handíðaskólans árið 1993,
fór síðan í nám til Noregs
sem gestanemi og hef sótt
ýmis námskeið í
myndlist. Að
öðru leyti hef ég
búið samfleytt á
Snæfellsnesinu í
19 ár og get ekki
hugsað mér dá-
samlegri stað til
að sinna mynd-
listinni og barna-
uppeldinu. Auð-
vitað getur
stundum verið
þrælerfitt að búa
hér en ég er
þannig gerð að
ég læt aldrei deigan síga. Ég
er að þrjóskast við að hafa
myndlistina að aðalstarfi en
auk þess fer töluverður tími
í barnauppeldi og heimilis-
hald. Ég held stundum nám-
skeið í málun og hef haldið
þau ýmist hér heima á
Bjarnarfossi, í Ólafsvík eða í
Borgarnesi. Svo er ég með
kennslu í myndmennt í
Lýsuhólsskóla.
Ég nota náttúruna mikið
til innblásturs þegar ég
mála. Það eru þó einkum
orkan og litirnir sem ég sæki
til hennar. Ég var t.d. mun
litaglaðari áður fyrr, en um
þessar mundir mála ég mik-
ið í bláum tónum og held að
þá stefnu mína megi rekja til
fjallanna hér. Þetta er
draumastaður fyrir mig og
mína listgrein þar sem ég
hef hafið öðrum megin við
húsið og fossinn hinum meg-
in! Það er unaðslegt að
heyra niðinn í fossinum þeg-
ar ég er að munda penslana.
Húsið mitt gat
því ekki fengið
annað nafn en
Bjarnarfoss.
Aðstoð að
handan?
Myndirnar
þínar eru af dul-
arfullum og
greinilega sterk-
um konum.
Manni dettur
helst í hug að
þær séu málaðar
með aðstoð að
handan?
Sigríður verður hugsi um
stund en segir svo: „Þetta
hefur verið sagt nokkuð oft
við mig og þegar ég hef
haldið málverkasýningar
hefur það gerst nokkrum
sinnum að skyggnt fólk hef-
ur haft orð á þessu. Ég get
ekki staðfest neitt um þau
mál. Hins vegar get ég sagt
þér að ég hef einbeitt mér
að því að mála konur. Ég vil
gera sannar myndir af okkur
konum eins og við erum;
sterkar og fullar sjálfs-
trausts. Ég leitast við að
hafa myndir mínar táknræn-
ar fyrir sjálfsbjargarviðleitni
kvenna því við erum svo
Konur þurfa að not-
færa sér krafta sína,
hörku og, já, galdra, í
mun meiri mæli en
þær gera.
Ég er á þeirri
skoðun að við
konur séum
allar nornir
og ramm-
göldróttar en
við erum mis-
klókar í að
virkja bæði
góð og vond
öfl, þegar svo
ber undir.