Vikan


Vikan - 22.06.1999, Qupperneq 46

Vikan - 22.06.1999, Qupperneq 46
Framhaldssagan seinna stóð með sólgul eld- húsgluggatjöld í höndunum. Rae fórnaði höndum. Gefðu mér smá tíma! Ertu viss um að þú þurfir ekki aðstoð? Alveg viss. Get ég gert eitthvað ann- að fyrir þig? Hann lyfti gardínunum. Bara svona í Hann hristi höfuðið. Hún benti. Gardínustang- irnar eru þarna. Þú hlýtur að geta valið eina hjálparlaust. Vá hvað þær eru flottar. Ég er hreykin af þér Rusty. Carol leit hrifin á glugga- tjöldin sem Rusty var að hengja fyrir gluggann. Ég heyri ekki betur en það komi þér á óvart, sagði hann móðgaður. Finnst þér það skrýtið? Þú ert nú ekki þekktur fyrir góðan smekk. Ég þakka. Hann opnaði skúffu, tók upp gulan dúk og lagði hann á eldhúsborðið. Segðu svo að ég hafi ekki góðan smekk! Carol hló. Vel á minnst, ég er með tvenn skilaboð til þín. Elaine hringdi. Ég sagði henni að ég hefði ekki hug- mynd um hvenær þú kæmir heim. Gott hjá þér. Og hin skila- boðin? Þau eru frá Genu. Þau Mac eru með boð í kvöld og langar til að þú komir. Það byrjar um áttaleytið. Ég sé til hvort ég næ því. Ætlar þú að vera heima í kvöld? Ég ætla að fara með Fanný heim til Gary. Allur bekkurinn er boðinn þangað í partí. Eru foreldrar hans heima? Carol stundi hátt. Hvað er eiginlega að þér? Ef þau væru heima værum við ekki að fara þangað. Gott og vel. En lofaðu að láta bjórinn eiga sig. Hafðu ekki áhyggjur. Mér þykir hann vondur. Þú vilt frekar léttvín? Hvernig veistu það? spurði hún hissa. þakklætisskyni. Hún hrukkaði ennið. Það er satt að segja svolítið... Út með það. Ég hringdi í Söru frænku til þess að komast að því hvar Bobby heldur sig en hún hefur enga hugmynd um hvar hann er. Hann er reyndar ekki í daglegu sam- bandi við mömmu sína, en hún er áhyggjufull vegna þess að hún hefur árangurs- laust reynt að ná sambandi við hann. Kannski hann hafi farið til Connecticut. Hann minntist eitthvað á konu sem býr þar. Kannski, sagði hún hugsi. Það er bara svo ólíkt honum að hverfa svona án þess að láta nokkurn vita. Ég held að þetta sé nú bara stormur í vatnsglasi en ég skal spyrjast fyrir og reyna að komast að því hvort einhver hefur séð til hans eða heyrt í honum. Það væri gott. Hringdu í mig ef þú fréttir eitthvað. Ég er búin að láta tengja sím- ann. Um leið og hún kvaddi spurði hún: Áttu gardínu- stöng? Stóri bróðir veit allt, sagði hann stríðnislega. Haltu þig frá öllu sem heitir áfengi og komdu heim í síðasta lagi klukkan eitt. Þú mátt hringja í mig ef þig vantar far. Ef ég er ekki hér þá er ég hjá Genu og Mac. Þú ættir að fara í boðið, sagði Carol ákveðin. Þú ert alveg hættur að skemmta þér. Þú bara vinnur og vinn- ur. Hún brosti stríðnislega. Nokkrar stelpurnar í bekkn- um mínum eru skotnar í þér. Þeim finnst þú svo flott vax- inn. Ef þú hefur áhuga.. Hún skellti upp úr þegar hún sá svipinn á andliti hans og flýtti sér út um dyrnar. Mac opnaði þegar Rusty hringdi dyrabjöllunni. Hann brosti út undir eyru þegar hann sá hver var kominn. Við vorum farin að halda að þú hafir ákveðið að gerast einsetumaður eða eitthvað svoleiðis, sagði hann. Ég er feginn að þú komst. Hvað er að frétta? Hvern- ig líður Genu? Hún hefur varla gert ann- að en að versla síðan hún varð ófrísk. Barnaherbergið er að verða eins og útstill- ingargluggi! Rusty hló og fór inn í stofu. Er Bobby hérna? Nei, því miður. Gena var að reyna að hafa uppi á hon- um en tókst ekki. Það voru a.m.k. 25 gestir í stofunni. Rusty gat ekki varist brosi þegar hann heyrði tröllahlátur. Eins og venjulega heyrði maður í Sam Regis áður en maður kom auga á hann. Sæll Sam, sagði hann hressilega. Ég hef vinnu handa þér ef þú hefur áhuga. Ertu að grínast? Á þess- um síðustu og verstu tímum hef ég alltaf áhuga. Hvar? Hjá konu sem er nýflutt í Valley Road númer sautján. Þú manst kannski hvar það er, þar bjó einu sinni stelpa sem var með okkur í bekk. Sam hristi höfuðið. Ég man ekki eftir henni. Hvernig leit hún út? Hæ strákar! Hvaða stelpa? Sæl Elaine, sagði Sam. Hvað segirðu? Svo sem allt gott nema það að Rusty svarar aldrei skilaboðum frá mér. Hún sveiflaði daðurslega ljósu hárinu. Hvaða stelpa? endurtók hún. Rósalía, sagði Rusty. Ég man ekki eftirnafnið hennar en ég man að okkur var öll- um boðið í veislu þangað fyrir nokkrum árum. Ég man eftir henni, sagði Elaine. Aumingja stelpan, hún var ömurleg. Bæði feit og ljót. Af hverju eruð þið að tala um hana? Ég er að fara að vinna í húsinu þar sem hún bjó. Hefur þú nokkuð rekist á Bobby nýlega? Nei, hvers vegna spyrðu? Ég bara spurði. Hann forðaði sér og gekk til Mac sem brosti afsakandi. Ég veit að þú þolir hana ekki en Gena sagði að við gætum ekki verið þekkt fyrir annað en að bjóða henni. Það er allt í lagi mín vegna. Rustý horfði á Genu sem var á leið í eldhúsið. Ég skal veðja að þetta eru a.m.k. tvíburar, sagði hann. Mac hryllti við. Við höfum ekki efni á því! Rustý! hrópaði Gena gegnum hávaðann í stof- unni. Það er síminn til þín. Hann leit á klukkuna. Hún var ekki orðin tólf. 46 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.