Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 16

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 16
Á aS hraera upp í staf- setmnguimi Brigzl, byrgja, glöggt, ávallt, kynnzt, geysistór, hylla, miskunn, gegndar- laus. Hversu margir hafa ekki hikstað á réttritun orða eins og þessara. Þessi orð eru bara valin af handahófi sem dæmi um vandrituð orð samkvæmt núgildandi stafsetningu. Engin könnun hefur verið gerð á stafsetningar- kunnóttu þjóðarinnar, en HVERJU VILL FÓLK HELZT BREYTA? ságrunur læðist óneitanlega að mörgum, að alltof stór hluti landsmanna sé tæp- lega sendibréfsfær, ef öll- um reglum ætti að fylgja út í yztu æsar. Hinir, sem sendibréfsfær- ir mega teljast, hafa lagt á sig mikið erfiði við að til- einka sér vandlærðar stafsetningarreglur. Stór hluti skólanáms þeirra hef- ur farið í að læra utanbókar siíkar reglur. Margir kunna að velta því fyrir sér, til hvers allt þetta erfiði sé. Er einhver betri maður, ef hann skrifar ypsilon í fyrir, eða er einhver verri maður, þó hann skrifi firir? Er ein- hver þörf á að hafa stafsetningarreglur svo þungar, að stór hluti þjóð- arinnar ráði ekki við þær, með þeim afleiðingum, að fólk treystir sér varla til að skrifa bréf af ótta við að verða að athtægi fyrir réttritun sína? Núgildandi reglugerð um stafsetningu var sett af Jónasi Jónssyni frá Hriflu, þáverandi kennslumála- ráðherra, í febrúar 1929 og hefur því verið í gildi i 44 ár og nokkrum mánuðum betur. Það eru rúm 130 ár síðan umræður hófust fyrir alvöru um samræmda stafsetningu íslenzkrar tungu. Áður var hinn mesti ruglingur á stafsetning- unni, og má segja, að ekki hafi greiðzt úr honum fyrr en meðsetningu núgildandi reglugerðar. Deilur hafa, aðallega verið milli þeirra, sem vildu rita eftir fram- burði, og hinna, sem vildu rita samkvæmt uppruna. Sá ritháttur, sem við höf- um á tilraunatextanum okkar er ekki ósvipaður framburðarkenningunni, en helztu stuðningsmenn þeirrar kenningar voru Konráð Gíslason, einn Fjölnismanna, og Björn M. ólsen, seinna fyrsti rektor Háskóla islands. Einn helzti rökstuðningur þeirra að „augað á ekki að, láta sér þykja fyrir að sjá það, sem eyranu þykir sér ekki misboöið að heyra." Andstæðingar þessarar kenningar máttu sín meira, og þeirra tillögur urðu um síðir ofaná.Helztaröksemd þeirra var, að málið tapaði tengslum við uppruna slnn, ef hann væri hvergi að finna í málínu. Árið 1918 var sett fyrsta reglugerð um stafsetningu islenzkrar tungu. Sú stafsetning var einskonar málamiðlun milli fyrr- nefndra tveggja kenninga. Samkvæmt henni átti að skrifa je þar sem við nú skrifum é og tvöfaldan samhljóða átti ekki að skrifa nema hann heyrðist glöggt. Margt eldra fólk, sem lauk skólagöngu sinni fyrir 1929, skrifar enn í dag orð eins og milljón og rannsókn á gamla mátann sem miljón og ransókn. Fyrir nokkrum vikum skipaði menntamálaráð- herra nefnd, sem fjalla skal um núgildandi staf- setningarreglugerð og hugsanlegar breytingar á henni. I erindisbréfi 16 VIKAN 28.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.