Vikan

Útgáva

Vikan - 12.07.1973, Síða 25

Vikan - 12.07.1973, Síða 25
] — Þú kannast ekkert viö hana, pabbi, sagði Rory og nú var hann orðinn verulega skelkaður. — Það er heldur ekki oröið opinbert. Ég hefi — hefi verið að gæla viö þá hugsun. Claudia er nú ekki nema sextán ára, það er varla timabært fyrir hana að giftast. — Rétt er það, þið þurfiö að minnsta kosti ár, til að hugsa um þetta, en á meðan vil ég ekki að þú hittir þessa Bostonstúlku, nema hún sé reiðubúin til að eiga vingott við þig án hjúskapar. Brosið á andliti Josephs var ekki geðfellt. Rory §agði: — Ég á llka eftir að ljúka laganáminu. — Hver segir að þú eigir ekki að gera það. Þvert á móti, ég krefst þess. En þegar þvi er lokið getur brúökaupið fariö fram. Joseph sló I borðið. — Þetta er þá ákveðið. Þú verður að viðurkenna að þetta er mjög hagstætt hjóna- band og stúlkan er greinilega mjög ástfangin af þér, þó ég skilji nú ekki hversvegna hún er það. Rory tókst að lokum að kreista fram bros, þvi að það var ljóst að faðir hans ætlaðist til þess. — Leyfðu mér aðeins að ljúka nám- inu, hugsaði Rory, þá get ég gefið dauðann og djöfulinn i allar hjúskaparáætlanir þinar og ég get búið I friði með Maggie. — Ég skal komast að sannleik- anum I þessu máli, hugsaði Joseph, ég læt Charles snúa sér að þvi strax. Það er eins gott aö kyrkja svona grillur I fæðingunni. Að kvöldi 15. febrúar, var orrustuskipiö Maine sprengt i loft upp i höfninni i Havana. Eng- inn vissi hvað hafði orsakað sprenginguna, en hún var samt nóg ástæða til þess, að striðs- mangarar um öll rikin kröfðust þess að striö yrði hafiö. Enginn vissi með vissu hver „óvinurinn” var, en eftir tölu- verða umhugsun var ákveöiö að það væru Spánverjar. Fyrsta mai öslaði George Dewey, yfirsjóliðs- foringi, á skipi sinu, inn á höfnina i Manila og sökkti öllum spánska flotanum sem þar var, átta þús- und mflum i burtu. Spænska stjórnin I Madrid leit- aöist.eftir skilmálum fyrir upp- gjöf og vopnahlé var undirritaö i Parts tólfta ágúst. Rory Armagh hafði misst áhug- ann á þessu, löngu áður en friðar- sáttmálinn var undirritaöur i Paris, þvi að Kevin bróðir hans hafði fallið i þessarri „stórkost- legu smáorrustu”, um borð i ameriska orrustuskipinu Texas. Þegar Kevin haföi fengið vor- leyfi i skólanum, kom hann að máli viö bróður sinn og sagði: — Ég ætla ekki aö fara til Green Hills i sumarleyfinu, ég er búinn aö fá stöðu sem blaöamaður hjá Framhald á bls. 46 28. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.