Menntamál - 01.08.1935, Qupperneq 33

Menntamál - 01.08.1935, Qupperneq 33
r MENNTAMÁL máli, en þó er það svo, að rannsóknir hafa þráfaldlega leitt í ljós, að það veltur oft á miklu fyrir barnið, hversu þessum eins-atkvæðis-orðum þeirra er svarað. Þegar svo barnið fer að spyrja, þá er talið að vandinn við hið andlega uppeldi barnsins fari fyrst að ná hámarkinu. Allir kannast við spurulsemi barna. En hitt athuga ekki allir, hver holsár barninu eru oft veitt með ónærgætnum, kærulausum og fávizkulegum tilsvörum. Þvi að oft geta spurningar smábarna verið sprottnar af mjög djúpri sálarbaráttu, ítrekuðum tilraun- um barnsins til að skilja torráðin ihugunarefni, eða af beinni fróðleiks og rannsóknarlöngun. Hér er nú ekki tækifæri til að ræða ýtarlega um spurningar barna, þólt það sé mjög athyglisvert og skemmtilegt efni. Eg vil nefna hér tvö dæmi, sem eg þekki persónulega. Inga er 2% árs gömul. Einn dag kemur hún til mömmu sinn- ar* og spyr áfjáð: „Er dárt að hafa dvartan hlett?“ Mamma henn- ar svarar því játandi, því að hún býst við að Ingu langi til að ólireinka sig. En það merkilega skeður, að Inga fer að gráta og síðan var hún mjög döpur í nokkra daga. Svo vill það til, ná- lægt vikur síðar, að leikbróðir Ingu hendir í hana blautum leir, svo að hún fær stóra, svarta leirklessu á kinnina. í stað þess að reiðast þessu, þá lileypur Inga að spegli til að fullvissa sig um, að hún liafi svarta klessu á kinninni. Síðan hleypur hún til mömmu sinnar og hrópar fagnandi: „Dað er ekki dárt.“ Mamma hennar er atveg hissa, en Inga hleypur og sækir brúð- una sína og kom þá í ljós, að stór skella var brotin upp úr annari kinninni. Inga liafði hrotið brúðuna, og hélt svo, að hún hlyti að finna tit, og hún var svona döpur altan tím- ann, af því að mamma hennar sagði, að það væri sárt að hafa svartan blett. Ef Inga hefði ekki fengið klessuna á kinn- ina, má búast við, að í henni hefði myndast „komplex", sem hún hefði lengi átt við að stríða. Það þarf ekki að taka það fram, að Inga fékk þarna gleði sína aftur. Óli var 4 ára. Um tangan tíma, nærri heilt ár, hafði hann átt mjög vont með að sofna á kvöldin, af ótta við aðl hann mundi deyja um nóttina. F.inn dag fékk hann nýtt hlaupahjól. Óla þótti fjarska vænt um hjólið. Um kvöldið gat hann enn ekki sofnað. Foreldrar Óla sátu með gestum við kaffidrykkju frammi í stofu, og hafði mamma hans slökkt inni í svefnherbergi, svo Óli skyldi heldur sofna. Fólkið verður þó vart við, að Óli muni ekki sofnaður, og seint um kvöldið kemur Óli fram i stofuna. Ótti og angist er uppmáluð á andliti hans og svitinn bogar af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.