Menntamál - 01.08.1935, Síða 51

Menntamál - 01.08.1935, Síða 51
MENNTAMÁL 129 blaðinu ofan i vatnið við og við, og mjög áriðandi er að sjá um að grauturinn festist vel við grunninn, og þá eink- um strendurnar. Ekki er nauðsynlegt að liafa nema þunnt lag þar, sem láglendi á að vera, en síðan er lialdið áfram að „byggja“ landið þar til það landslag er fengið, sem gef- ur réttasta hugmynd um hvernig landið er i raun og veru. Að þvi loknu er korlið látið á einlivern afvikinn stað, og látið liggja þar flatt þar til það er orðið hart. Oft síga fjöll- in svo mikið að ástæða er til að bæta ofaná þau aftur. Þegar kortið er orðið vel hart, en það tekur talsvert langan tima, fara börnin að lita það, og er þá bezt að segja þeim, að reyna að hafa kortið með sem líkustum litum, og þau liafi séð landið sjálft á sumardegi. Sjóiuu blágræn- an, árnar bláhvítar, undirlendið og fjallshlíðarnar grænt, og fjöllin grá, brún eða hvít, ef um jökul er að ræða. Ef kortin eru lítil, má lita þau með sterkum vatnslitum, en ef þau eru nokkuð stór, er betra að lita þau með oliumáli. Þegar kortið er svo orðið þurrt eftir málninguna, er skrifað á þau það, sem hægt er, ef það á að gerast á ann- að borð. Siðan er strokið yfir allt kortið með glæru lakki svo ]iað líti betur út, og má síðan festa í það hanka og hengja jiað upp á vegg skólastofunnar. Mér er óhætt að fullyrða, að af þessu starfi hafa börnin bæði gagn og gaman, og það er mikil sigurgleði sem út úr þeim skin, jiegar kortið þeirra er komið fullgjört uppá vegginn, og starfið sem á bak við liggur liefir aukið drjúg- um meira á þroska barnsins en langur lestur og margar yfirheyrzlur. Hannes J. Magnússon. 9

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.