Menntamál - 01.12.1941, Side 5

Menntamál - 01.12.1941, Side 5
MENNTAMÁL 99 Þetta mun hafa orðið Benedikt sár vonbrigði, að verða svo skjótt að hætta skólanámi. Hann er á léttasta skeiöi, fullur lífsorku og athafnaþrár. Hann hefur raunverulega fengið miklu meiri menntun en sem svarar til skólavistarinnar. Allt í kring blasa við verkefnin, sem bíða hraustra handa og viturlegra úrlausna. Hann ann dásemdum nátt- úrufars þeirra sveitar, sem ól hann og nærði í fyrstu bernsku. Þar vildi hann gjarnan starfa. En víða er ósáinn akur. Fólkið þarf líka að rækta sinn hugarakur. Það þarf að menntast og fræðast. Skólanámið hefur ekki aðeins veitt honum fræðslu, heldur einnig glætt hugsjónaeld hans og víkkað sjónhring hans. Verk- legar framfarir til hagsbóta og fegurðarauka, og andleg menning eiga að fylgjast að. Hann varð að bera ljós fræðslu og menningar í hug fólksins, miðla öörum af sínu eigin ljósi. Hann varð að stofna skóla. — En hvar? í sveitinni hans voru ekki skilyrði til þess. Húsavík hlaut að verða fyrir valinu. Þar voru skilyrðin. Þar voru nokkrir af menntuðustu gáfumönnum og forvígismönnum Þing- eyjarsýslu. Þar var bókasafn sýslunnar, merkilegt og stórt. Og þar var ungt fólk, sem þurfti og þráði framhalds- menntun, þegar barnaskólagöngu lauk. Og þar voru enn- fremur skilyrði til dvalar fyrir utanþorpsnemendur. Benedikt afræður að freista hverju hann áorki og flytur til Húsavíkur haustið 1906. Þar stofnar hann skóla fyrir ungt fólk. Honum hlær hugur í brjósti. Nemendurnir eru af barnsaldri, þroskaðir og námfúsir. Benedikt hagar stjórn og kennslu skóla síns eftir fyrirmynd skólastjórans á Möðruvöllum. Hann reyndist nemendum sínum ráð- hollur vinur og leiðbeinandi, gerði strangar kröfur um námsrækni, en vildi forðast að steypa alla í sama mótinu og hneppa nemendur undir strangan ytri aga. Skólinn var tveggja vetra skóli með frjálsu sniði, og sóttu hann æskumenn víðsvegar úr héraðinu og víðar að. — 7*

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.