Menntamál - 01.12.1941, Side 46
140
MENNTAMÁL
astur. Svo var ósérhlífni hans rík, að hann kunni aldrei
að ætla sér af. Svo óeigingjarn var hann, að honum var
allt laust í hendi, sem hjálpað gat öðrum. Hann fórnaði
kröftum og heilsu fyrir aðra, jafnvel án allrar nauðsynjar.
En honum sjálfum var þetta allra meina bót. Og hann
gleymdi allri varúð um heilsu og líf sjálfs sín, ef hann gat
eitthvað gert fyrir aðra.
Fórnarlund Eiríks var nátengd trú hans á lífið. Hann
horfði á hvert mál með eilífðarmark framundan. Hann sá
framtíðina í auga barnsins. Hann elskaði framtíðina og
trúði því statt og stöðugt, að í skauti ókominna alda fæl-
ist nýtt og betra líf.
Foreldrar Eiríks og Hurðarbaksheimilið.
Um aldamótin síðustu var mikið umrót í lífi íslend-
inga. Þetta umrót átti að miklu leyti rætur sínar í við-
reisnarbaráttu þjóðarinnar á síðari hluta 19. aldar.
Áhugi landsmanna var vakinn. Kröfur almennings um
framfarir í starfs- og atvinnuháttum runnu mönnum í
merg og blóð. Andlegur þroski og aukinn menningarbrag-
ur í háttum og híbýlaprýði fylgdi kjölfarinu, og ákveðn-
ar kröfur um aukna menntun og þekkingu voru hyrning-
arsteinar hinnar nýju þjóðlífsbyggingar.
í þessu andrúmlofti alast upp foreldrar Eiríks Magnús-
sonar.
Faðir hans var Magnús sonur Magnúsar Einarssonar í
Holti og voru þeir hálfbræður Magnús, faðir Eiríks og
Guðmundur Magnússon prófessor. Um Magnús föður Ei-
ríks hefur mér verið sagt, að hann væri sértakt ljúf-
menni.
Móðir Eiríks, Kristín Eiríksdóttir, var skagfirsk að ætt.
Hún var talin skýr kona og bókhneigð. Hún var léttlynd
kona og hjartagóð.
Menntun þeirra Magnúsar og Kristínar, foreldra Ei-
ríks, mun hafa verið eins og venja var á þeim árum um